Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 24
24 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
VELKOMIN Í ÞÁTTINN
„HVERNIG Á AÐ TEMJA KÖTT”
VIÐ SKULUM BYRJA Á
EINHVERJU EINFÖLDU.
KOMDU HINGAÐ KISI
KOMDU NÚ HINGAÐ KISA, KISA, KIS.
NEI, EKKI FARA Í ÞESSA ÁTT.
ÞÚ ÁTT AÐ KOMA HINGAÐ TIL MÍN
ÉG ER EKKI VISS UM
AÐ ÞAÐ SÉ KISAN SEM
VERIÐ ER AÐ TEMJA
OG
HANA NÚ!
HEYRIRÐU
ÞAÐ?
*AND-
VARP*
HÚN VIRÐIST ALLTAF VINNA
ÖLL RIFRILDI SEM VIÐ EIGUM
KANNSKI ER ÉG BARA BETUR
INNRÆTTUR EN HÚN
ÓLI LOKBRÁ!
ERTU KOMINN TIL AÐ
STRÁ SANDI Í AUGUN Á
MÉR? NEI, NÚNA ER ÉG
KOMINN Á SAMNING HJÁ
LYFJAFYRIRTÆKI. MÁ
BJÓÐA ÞÉR SVEFNTÖFLU?
HRÓLFUR HEFUR
EKKI KOMIÐ HEIM Í MAT
Á FIMMTUDEGI Í SEX
MÁNUÐI
ÆTLI ÉG ÞURFI
EKKI BARA AÐ
HORFAST Í AUGU VIÐ
STAÐREYNDIR...
ÞAÐ GENGUR
GREINILEGA EKKI AÐ HAFA
LIFUR OG SPERGILKÁL Í
MATINN Á HVERJUM
FIMMTUDEGI
ÉG VEIT AÐ
ÞÚ ERT HÉRNA
EINHVERSSTAÐAR!
ENGINN
GETUR FALIÐ SIG
FYRIR SABRETOOTH!
ENGINN
NEMA ÉG
GREINILEGA
KÓNGULÓARMAÐURINN!
ÉG VIL
HELST EKKI ÞURFA
AÐ SKRIFA UM FJÖL-
SKYLDU SIÐI FYRIR
SKÓLANN
AF
HVERJU EKKI?
VEGNA ÞESS
AÐ ÉG ER EINI
GYÐINGURINN Í
BEKKNUM OG ÉG
HEF ÁHYGGJUR
AF ÞVÍ AÐ
KRAKKARNIR
SKILJI EKKI
SIÐINA OKKAR
AF
HVERJU
HELDURÐU
ÞAÐ?
VEGNA
ÞESS AÐ
STUNDUM SKIL
ÉG ÞÁ EKKI
EINU SINNI!
ÞÁ SKULUM VIÐ
BARA HAFA ÞETTA
EINFALT
Og svo kýs það
íhaldið, væni minn
Margt spaklegt var
sagt á Alþingi Ís-
lendinga um daginn
þegar innanbúð-
armenn þar ræddu
um stefnu forsætis-
ráðherrans, sem
sumir bendla við svo-
kallað Dýrafjarðar-
heilkenni, en sagt er
að þeir sem því eru
haldnir viti stundum
ekki hvað snýr upp
og hvað niður. Þrá-
inn Bertelsson kom,
sá og sigraði í ræðu
sinni. Hann sagði að það væru góð
þjóðfélög sem færu vel með börn
og gamalmenni og að við værum
rík þjóð. Einnig að helsta heil-
brigðisvandamál okkar væri offita.
Þá rifjaðist upp það sem hinn
merki guðsmaður síra Baldur Vil-
helmsson í Vatnsfirði í Djúpi sagði
um það mál í góðu
tómi á Ísafirði forð-
um: Spítalarnir eru
troðfullir af fólki sem
hefur étið yfir sig,
góði. Og svo kýs það
íhaldið væni minn!
Öllu gamni fylgir
nokkur alvara, en við
Íslendingar hlaupum
yfirleitt út og suður
þegar komið er að
kjarna máls eins og
kunnugt er. Á það
ekki síst við um lög-
gjafarsamkomu þjóð-
arinnar, en þar eru
menn á sprettinum út
og suður dag út og
dag inn. Það er algjör þjóð-
arnauðsyn að þeim spretthlaupum
fari nú að linna.
Hallgrímur Sveinsson.
Ást er…
… sambandið sem þú
hélst að þú myndir aldrei
lenda í.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.45,
vinnustofa kl. 9, vatnsleikfimi kl.
10.50, útskurður/myndlist kl. 13 , hekl
kl. 20.
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9.
Handavinna kl. 13. Félagsvist kl.
13.30. Myndlist kl. 16.
Boðinn | Jóga kl. 9, botsía kl. 11.
Tálgað kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Haustfagnaður
14. okt. Matur frá Lárusi Loftssyni.
Þorvaldur Halldórsson sér um fjörið.
Dalbraut 18-20 | Myndlist og postu-
lín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8.
Listamaður mánaðarins.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skrifstofa í Gullsmára opin mán. og
mið. kl. 10, Gjábakka á mið. kl. 15. Fé-
lagsvist í Gullsmára mán. kl. 20 og
Gjábakka mið. kl. 13, fös. kl. 20.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids kl. 13. Kaffi/spjall kl. 13.30.
Danskennsla/námskeið kl. 17.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnuleiðb. til kl. 12, botsía kl. 9.20,
gler- og postulín kl. 9.30/13, lomber
kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl.
16.30, skapandi skrif kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 |
Postulín kl. 9, ganga kl. 10, handav./
brids kl. 13. Félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Sel-
tjarnarnesi | Gler Mýrarhúsaskóla kl.
9. Leir Skólabraut kl. 9. Biljard í Seli
kl. 10. Kaffispjall kl. 10.30. Íþróttahús
kl. 11.20, handav. kl. 13. Vatnsleikf. kl.
18.30.
Háteigskirkja - starf eldri borgara |
Félagsvist kl. 13.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9,
leikfimi kl. 9.15, bænastund kl. 10.15,
myndlist kl. 13. Tímapantanir hjá fó-
tafr. í s. 6984938, á hárgreiðslust. s.
8946856.
Hraunsel | Ganga frá Haukah. Ásv. kl.
10, kóræfing fellur niður, glerbræðsla
kl. 13, botsía og félagsvist kl. 13.30,
tréskurður kl. 14. Biljard í kjallara
Hraunsels, opið alla daga kl. 9-16.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30/
9.30. Vinnustofa kl. 9. Brids kl. 13.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 13.30
í Smáranum.
Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga í Eg-
ilshöll kl. 10, skartgripagerð á Korp-
úlfsstöðum kl. 13.30. Á morgun þri. er
sundleikfimi kl. 9.30.
Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handa-
vinna kl. 9/13. Samverust. með
djákna kl. 14. Útskurður kl. 13.
Vesturgata 7 | Á morgun kl. 10.55-12
leiðbeina nemendur úr 10. bekk Vest-
urbæjarskóla í tölvufærni ókeypis.
Skrán/uppl. í s. 535-2740. Botsía kl.
9, handav. kl. 9.15, leikfimi kl. 10.30,
kóræf. kl. 13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja,
bókband og postulín kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, botsía kl. 10, upp-
lestur kl. 12.30, handavinna kl. 13,
spil/stóladans kl. 13.
Sigurður Einarsson sendirVísnahorninu kveðju:
„Ég hef nú ekki áður blandað
mér í þennan hóp hagyrðinga á
þínum vegum. Hins vegar les ég
pistilinn daglega mér til mikillar
skemmtunar oft á tíðum. En nú
datt mér í hug smá svar við einni
af hinum stórgóðu ferskeytlum
hennar Hólmfríðar á Sandi (sem
er raunar systir mágkonu minn-
ar). Þessi vísa birtist fyrir
skömmu í pistli þínum, um það
þegar hún leit í spegil eftir norð-
lenska sumarið og var eitthvað á
þessa leið:
Engan góðan á ég kost.
Ekkert finnst mér gaman.
Ég minni helst á merarost,
mjólkurhvít í framan.
Auðvitað hefur sumarið ekki
verið svipur hjá sjón á Norður-
landi þetta sumarið en á Suðvest-
urlandi hafa hins vegar ekki
mælst fleiri sólardagar í yfir 80
ár. Og þar sem ég bý í Reykjavík
datt mér í hug þessi vísa:
Allan góðan á ég kost.
Alltaf finnst mér gaman.
Ég minni helst á mysuost
mikið brúnn í framan.“
Full ástæða er til að undir-
strika það, að umsjónarmaður
fagnar öllum kveðjum sem Vísna-
horninu berast, einkum þó í
bundnu máli.
Hjálmar Freysteinsson heyrði
frá því sagt í hádegisfréttum út-
varps að miklu af sprengiefni
hefði verið stolið úr geymslu í ná-
grenni höfuðborgarinnar. Tekið
var fram að efnið væri stó-
hættulegt í
höndum þeirra sem ekki kynnu
með það að fara. Honum varð að
orði:
Dínamít, það dæmin sanna
svo dylst nú fáum lengur að,
er hættulegt í höndum manna
sem hafa ekki lært að sprengja það.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af merarosti og dínamíti
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is