Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Miele þvottavélar og þurrkarar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Bolvíkingar eru langefstir í leikhléi á Íslands-
móti skákfélaga með 27,5 vinninga af 32 mögu-
legum. Í fjórðu og síðustu umferð fyrri hlutans
sem fram fór í gær unnu Bolvíkingar Eyjamenn
6-2. TR er í öðru sæti með 19 vinninga eftir 5,5-
2,5 sigur á Fjölni. Hellismenn eru þriðja með 18
vinninga eftir 4-4 jafntefli við b-sveit Bolvíkinga.
Akureyringar lögðu svo Máta, 4,5-3,5.
Á meðfylgjandi mynd má sjá A-sveit Bolvík-
inga tefla á mótinu. Frá vinstri eru í röð; Loek
Van Wely, Kuzubov, Baklan, Stelios, Jóhann
Hjartarson og Bragi Þorfinnsson.
Bolvíkingar með öflugustu skáksveitina
Morgunblaðið/Ómar
Icelandair auglýsti eftir flugmönnum til starfa í atvinnu-
auglýsingum helgarinnar vegna aukinna umsvifa. Guðjón
Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir aug-
lýsingarnar vera í samræmi við þær áætlanir sem félagið
hefur fyrir næsta ár en þá er gert ráð fyrir stærstu áætl-
un í 75 ára sögu félagsins. „Við erum að bæta við nýjum
áfangastað í Bandaríkjunum og auka við tíðni á aðra
staði. Við gerum ráð fyrir að vaxa um 15% á næsta ári svo
það kallar á fleiri flugmenn og fleiri starfsmenn víðar um
fyrirtækið. Við erum fyrst og fremst að auglýsa eftir flug-
mönnum til starfa fyrir næsta sumar, yfir háönnina.“
Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna, segir það fagnaðarefni þegar auglýst er eftir
flugmönnum. „Við gleðjumst yfir því að fyrirtækið sé að
treysta sína undirstöðu og óska eftir fleiri flugmönnum.“
Í nýliðnum septembermánuði flutti Icelandair 168 þús-
und farþega sem er mesti farþegafjöldi í september í
sögu félagsins og jafngildir 15% aukningu frá síðasta ári.
Farþegaaukning varð mest á ferðamannamarkaðnum til
Íslands, eða um 24%. Farþegar hjá Flugfélagi Íslands
voru tæp 30 þúsund í september sem er aukning um 9%
frá því í fyrra. ingveldur@mbl.is
Aukin umsvif á næsta ári
kalla á fleiri starfskrafta
Morgunblaðið/Ernir
Aukning Icelandair flutti 168 þúsund farþega í sept-
ember sem er mesti fjöldi í september í sögu félagsins.
Icelandair gerir ráð fyrir
að vaxa um 15% árið 2012
„Ég tel engan
vafa leika á að
stjórnarmanni í
fyrirtæki beri að
fá slíkar upplýs-
ingar sé eftir því
leitað. Aðgangur
stjórnarmanna að
gögnum er mjög
ríkur, ekki síst
hjá opinberum
fyrirtækjum,“
segir Kjartan Magnússon, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokks og
stjórnarmaður í Orkuveitu Reykja-
víkur. Ráðið var í stöðu fram-
kvæmdastjóra fjármála hjá OR í vor
og hinn 20. maí óskaði Kjartan eftir
gögnum um hverjir aðrir sóttu um
stöðuna. „Forstjóri réð í umrætt
starf og kom stjórnin ekki að því. Á
fundinum óskaði ég eftir að fá það
uppgefið, í trúnaði, hvaða umsækj-
endur hefðu verið um stöðuna. Nú 5
mánuðum síðar hef ég ekki enn feng-
ið þær upplýsingar.“
Meirihluti stjórnar fékk álit frá
innri endurskoðanda hjá OR sem gat
ekki mælt með því að stjórnin fengi
upplýsingarnar og vísaði til að trún-
aður þyrfti að ríkja um ráðninguna.
Kjartan er ósammála því áliti. „Nú-
verandi stjórn virðist vera að taka
upp sömu leyndarhyggju og stunduð
var í stjórn OR á árunum 2000-2006.
Horfið var frá henni á síðasta kjör-
tímabili en nú er gamla fyrir-
komulagið snúið aftur. Ég held
áfram að berjast fyrir að fá þessar
upplýsingar svo ég geti myndað mína
skoðun á því hvort þarna hafi verið
faglega staðið að verki eða ekki.“
Neitað um
upplýsing-
ar hjá OR
Kjartan
Magnússon
Snúa að ráðningu
sem forstjórinn sá um
Fjöldi smærri skjálfta hefur mælst á
Hellisheiðinni um helgina og er talið
að upptök þeirra megi rekja til nið-
urdælingar affallsvatns við Hellis-
heiðarvirkjun. Orkuveita Reykjavík-
ur dælir niður köldu vatni til að ná
hringrás í kerfið á svæðinu og halda
þrýstingi á einstaka holum. Vatnið
streymir um sprungur og misgengi í
jörðunni og virkar þá eins og hvati á
höggun og hnik í jarðlögunum sam-
kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu
Íslands. Ekki er enn vitað um fjölda
skjálftanna.
Áfram kippir
á Hellisheiði
Anna Björns-
dóttir, fegurð-
ardrottning og
leikkona, fékk
sem svarar 230
milljónum kr.
fyrir að benda
bandarísku alrík-
islögreglunni,
FBI, á dvalarstað
James „Whitey“
Bulgers, sem verið hafði á flótta í
16 ár. Frá þessu var greint í Boston
Globe um helgina. Bulger er talinn
bera ábyrgð á a.m.k. 19 morðum og
hefur gerst sekur um fjárkúgun,
eiturlyfjasölu og peningaþvætti.
Anna, sem starfað hefur sem leik-
kona í Bandaríkjunum, sá mynd af
Bulger á CNN og þóttist kannast
við manninn sem líktist nágranna
hennar í Santa Monica í Kaliforníu.
Hún reyndist hafa rétt fyrir sér og
fær að launum 230 milljónir kr.
Fær 230 milljónir
fyrir ábendingu til
alríkislögreglunnar
Anna Björnsdóttir
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalm@mbl.is
Um 300 kg af dínamíti og þónokkru
af kjarna, hvellhettum og sprengi-
hnöllum var stolið úr sprengiefna-
gámi verktakafyrirtækisins Háfells í
Þormóðsdal ofan við Hafravatn í síð-
ustu viku. Jóhann Gunnar Stefáns-
son, framkvæmdastjóri Háfells, seg-
ir að efnin hafi verið geymd í
viðurkenndum sprengiefna-
geymslum sem lúti eftirliti og um-
sjón Vinnueftirlitsins. „Öryggi og að-
búnaður var allur í lagi af okkar
hálfu og það þurfti logsuðutæki til að
komast að efnunum sem ber vott um
einbeittan brotavilja.“ Einungis tvö
fyrirtæki flytja inn sprengiefni á Ís-
landi og fáir verktakar notast við
sprengiefni í dag. Því ætti markaður
fyrir stolin sprengiefni að vera lítill
sem enginn. „Ég furða mig á því að
menn skuli stela þessu. Það er ekki
gert neitt með þessu annað en að
gera gagn eða skemma. Þetta er
ekki vara sem þú kemur í verð á Ís-
landi,“ segir Jóhann og bætir því við
að hægt sé að valda töluverðu tjóni
með þetta miklu magi af sprengiefni.
„Það er hægt að sprengja fleiri rúm-
metra af bjargi með þessu og þetta
gæti jafnað hús við jörðu, fleiri en
eitt og fleiri en tvö.“ Rannsókn máls-
ins stendur enn yfir og hefur ekki
borið árangur enn sem komið er.
Ekki er vitað í hvaða tilgangi efn-
unum var stolið en varsla þeirra er
stóhættuleg. Lögreglan biður alla þá
sem kunna að hafa upplýsingar um
málið að hafa samband við lögreglu í
síma 444 1000 eða 800 5005.
Sprengiefnin ófundin
Mikil hætta stafar af geymslu sprengiefnanna og geta þau
valdið gífurlega miklu tjóni Málið er enn óupplýst
Morgunblaðið/Júlíus
Hætta Sprengiefnin geta valdið
mjög miklu tjóni.