Morgunblaðið - 14.10.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Jura kaffivélar
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Það virðist ekkert vera að draga úr
ásókn Norðmanna í að fá Íslendinga í
vinnu og lítið hefur dregið úr áhuga
Íslendinga á að fara þangað. Vinnu-
málastofnun og EURES, evrópsk
vinnumiðlun, standa nú í áttunda
skipti fyrir starfakynningu þar sem
verða tíu norsk fyrirtæki að leita eftir
íslensku vinnuafli, aðallega menntuðu
fólki. „Nú er byggingarbóla í Noregi
og þeir voru líka að finna nýja olíulind
þannig að það er mikil uppsveifla.
Fyrirtækin sem koma núna eru að
leita eftir menntuðu fólki, t.d. húsa-
smiðum, verkfræðingum, kerfisfræð-
ingum og heilbrigðisstarfsfólki. Á síð-
ustu kynningu í apríl kom
sveitarfélag í Noregi sem var ein-
göngu að leita að leikskólakennurum
og svo hafa mjög margir meiraprófs-
bílstjórar verið ráðnir út,“ segir
Dröfn Haraldsdóttir, verkefnisstjóri
EURES og ráðgjafi.
Sóknin í að komast út hófst eftir
hrun. Árið 2008 mættu 2.500 manns á
kynningu sem var met. Síðan hafa
mætt um 1.000 til 1.500 manns á
hverja kynningu. „Það mætti bara
einn einstaklingur á fyrstu kynn-
inguna sem var haldin 2006 en þá vor-
um við í því að flytja inn vinnuafl. Það
var í kjölfar hrunsins sem okkar
norsku kollegar höfðu samband og
vildu koma á samstarfi. Kynningarn-
ar eru haldnar tvisvar á ári og oft eru
þetta sömu fyrirtækin sem koma.“
Ekki atvinnulausir sem vilja út
Menntað fólk yfir þrítugt er stærsti
hópur þeirra sem flytjast út að sögn
Drafnar. Það glímir yfirleitt ekki við
atvinnuleysi hér heima. „Á síðustu
kynningu spurðum við fólk hvort það
væri í vinnu, því við viljum helst að
þetta sé fólk af atvinnuleysisskrá sem
fer út, en það kom okkur á óvart að
allir sem við töluðum við voru í vinnu.
Þeir voru bara búnir að gefast upp á
ástandinu hér og farnir að hugsa sér
til hreyfings. Við erum líka hreinlega
ekki samkeppnishæf í launum. Fólk
tvöfaldar oft launin við að fara út. Þeir
norsku atvinnurekendur sem sækja
hingað fá líka það fólk sem þeir leita
að og koma því aftur og aftur í leit að
góðum starfskröftum.“
EURES-kynningin fer fram í Ráð-
húsi Reykjavíkur í dag frá kl. 17 til 20
og á morgun frá kl. 12 til 18.
Eru með vinnu en fara samt
Menntað fólk yfir þrítugt sem er í
vinnu leitar helst að betra lífi í Noregi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sækja út Hjúkrunarfræðingar fara mikið til Noregs til að vinna.
380
Íslendingar fluttu til Noregs á 2.
ársfjórðungi 2011. 320 fluttust
þangað á 1. ársfjórðungi.
1.000
Gera má ráð fyrir að rúmlega þús-
und manns flytjist þangað í ár.
Um 10.000
Íslendingar búa alls í Noregi.
1.539 fluttu þangað á árinu 2010.
‹ TIL NOREGS ›
»
Það var líflegt þegar Dóri DNA og Bergur Ebbi
Benediktsson úr Mið-Íslandi tróðu upp á bóka-
stefnunni í Frankfurt í gær með Noru Gomr-
inger. Þar kynntu þau verkefni sem sex íslenskir
og þýskir listamenn hafa brætt saman frá í maí.
Bergur Ebbi sagði að þau vildu færa þýskum les-
endum Íslendingasögurnar, ekki aðeins fá þá til
að lesa orðin – heldur borða þau. Sá gjörningur
kom í hlut Dóra DNA, enda sagðist hann ekkert
þekkja til Íslendingasagnanna: „Í mínum huga
hófst íslensk bókmenntasaga með afa mínum
[Halldóri Laxness], en fyrir það voru aðeins
bændur á Íslandi sem stunduðu hrossarækt.“ Svo
lagði hann Íslendingasögurnar sér til munns, eft-
ir að hafa rifið þær í bita og kryddað vandlega.
Morgunblaðið/Kristinn
Borðaði Íslendingasögurnar en kryddaði þær fyrst
Það er engum vafa undirorpið að
Páll Magnússon hafi verið hæfastur
umsækjenda um starf forstjóra
Bankasýslu ríkisins. Hann uppfylli
laga- og aðrar hæfniskröfur sem
gerðar voru. Þetta kemur fram í
svarbréfi stjórnar stofnunarinnar til
Steingríms J. Sigfússonar fjármála-
ráðherra.
Fór ráðherrann fram á skýringar
á ráðningunni í kjölfar harðrar gagn-
rýni á ráðninguna. Hefur því verið
haldið fram að Páll hafi hvorki
reynslu né menntun til starfsins.
Í rökstuðningi stjórnar Banka-
sýslunnar fyrir ráðningunni kemur
fram að Páll hafi verið metinn hæf-
astur af þeim fjórum umsækjendum
sem taldir voru
hæfir til starfsins.
Er hann sagður
uppfylla þær
kröfur sem lög
áskilji um mennt-
un og sérþekk-
ingu á banka- og
fjármálum. Hann
hafi starfað sem
bæjarritari og
sviðsstjóri hjá
Kópavogsbæ, setið í stjórnum fyrir-
tækja, þar á meðal Landsvirkjunar
og verið þar stjórnarformaður. Þá
hafi hann verið aðstoðarmaður ráð-
herra í iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neyti. kjartan@mbl.is
Segja engan vafa
um hæfni Páls
Bankasýslan rökstyður ráðningu
Páll
Magnússon
Maðurinn sem
lést í vinnuslysi á
Djúpavogi í
fyrradag hét Jón
Ægir Ingimund-
arson. Hann var
41 árs gamall og
lætur eftir sig
sambýliskonu og
tvö börn.
Bænastund var
haldin í Djúpa-
vogskirkju í gærkvöldi til minningar
um Jón Ægi.
Slysið bar að með þeim hætti að
krani á landi sem verið var að nota
til þess að losa salt úr skipi í höfninni
brotnaði og féll ofan á Jón Ægi sem
var þar að störfum.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Eskifirði sem rannsakar
slysið ásamt Vinnueftirlitinu er ekk-
ert sem bendir til þess að ofálag hafi
verið á krananum. Að öðru leyti var
ekki hægt að veita frekari upplýs-
ingar um framvindu rannsókn-
arinnar. kjartan@mbl.is
Lést í vinnu-
slysi á
Djúpavogi
Jón Ægir
Ingimundarson
„Þetta hefur eflaust verið hörku-
bardagi því skrækirnir í þeim voru
miklir þegar ég varð fyrst var við
þá. Þegar ég sá betur til þeirra var
annar að lenda með hinn í klónum
og byrjaði strax að rífa hann í sig,“
sagði Kristján Phillips sem varð
vitni að því þegar fálki drap annan
fálka á Húsavík í gær.
Þurfti fálkinn að hrekja í burt tvo
hrafna sem gerðust aðgangsharðir
um tíma áður en hann byrjaði að
gæða sér á bráð sinni.
Fuglaáhugamenn á Húsavík sem
fréttaritari mbl.is talaði við telja
þetta sjaldgæft en þeir hafa aldrei
orðið vitni að því að fálki veiði sér
annan fálka til matar.
Sá fálka drepa
annan fálka sér til
matar á Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór