Morgunblaðið - 14.10.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011
NÝLEGIR
GÆÐABÍLAR
Á GÓÐU VERÐI
Audi A6 3.2 Quattro
Árgerð 2004, bensín,
sjálfsk. Ekinn 79.000 km
Ásett verð:
2.990.000,-
BMW 320 S/D E90
Árgerð 2006, bensín,
sjálfsk. Ekinn 76.000 km
Ásett verð:
2.650.000,-
VW Tiguan Sport
Árgerð 2008, bensín,
sjálfsk. Ekinn 40.000 km
Ásett verð:
4.590.000,-
MM Pajero 3,2 Intense
Árgerð 2007, dísel,
sjálfsk. Ekinn 78.000 km
Ásett verð:
4.990.000,-
MM Pajero, 3.2 Instyle
Árgerð 2008 dísel
sjálfsk. Ekinn 69.000 km
Ásett verð
6.490.000,-
María Ólafsdótttir
maria@mbl.is
Þ
egar ljóst varð að ekki
væri lengur fjárhags-
legur grundvöllur hjá
Íþrótta- og tóm-
stundaráði Reykjavíkur
fyrir því að halda Nema hvað?,
spurningakeppni grunnskólanna í
Reykjavík, ákvað Hannes Daði Har-
aldsson að taka keppnina upp á sína
arma. Hannes Daði er nemandi í
leiðsögumannanámi og vinnur meðal
annars á frístundaheimili.
Metþátttaka í ár
„Fyrir tveimur árum hafði ég
verið í sambandi við Breiðholtsskóla
um að þjálfa lið hans. Síðan fékk ég
símtal frá þeim um áramót og þeir
tjáðu mér að keppnin yrði ekki hald-
in. Ég sendi þá tölvupóst á alla
skólana í Reykjavík til að athuga
hvort það væri enn áhugi fyrir þess-
ari keppni. Svo reyndist vera og þá
ákvað ég að taka þetta í mínar hend-
ur og fékk skólana til að hýsa þetta
sjálfa. Fyrsta árið tóku 14 skólar
þátt og 15 í fyrra en í ár var ákveðið
að halda keppnina á landsvísu. Því
taka nú alls 63 skólar úr öllum lands-
hlutum þátt og hefur þar með orðið
algjör sprenging í þátttöku,“ segir
Hannes Daði. Hann sér um alla
framkvæmd keppninnar á hverjum
stað og semur einnig spurningarnar.
Rúmlega 3200 spurningar
Mikil vinna liggur að baki
spurningagerðinni enda þarf að búa
til rúmlega 3200 spurningar fyrir
keppnina í ár. Hannes Daði hefur
fengið góða hjálp frá vinum sínum
sem einnig hafa tekið þátt í keppn-
unum sem dómararar. En langmest
gerir hann þó sjálfur og koma spurn-
ingarnar úr öllum áttum.
Alveg bannað að
hringja í vin
Fyrir Spurningakeppni grunnskólanna þarf að búa til rúmlega 3200 spurningar.
Það er Hannes Daði Haraldsson sem sér í þriðja sinn í ár um alla framkvæmd
keppninnar. Alls taka nú 63 grunnskólar um land allt þátt í keppninni og hefur
fjöldi þátttakenda aukist verulega frá síðasta ári. Hannes Daði segir þessa
skemmtilegu keppni skapa aukna samstöðu innan skólanna.
Morgunblaðið/Golli
Atorkusamur Hannes Daði Haraldsson skipuleggur keppnina frá a til ö.
Á köldum og dimmum haustkvöldum
er gott að kúra undir sæng eða teppi
og vafra á netinu. Við slíkar aðstæður
er óhætt að mæla með vefsíðunni
kuddlekittens.com, en þar segir af
kettlingum tveim, þeim Komfy og
Kozy, sem birtast á síðunni í nýrri
teiknimyndasögu þrisvar í hverri
viku. Þetta eru skondnir kettlingar
sem þurfa að takast á við hitt og
þetta. Í sögunum kemur líka fyrir
ormur nokkur sem býr í holu ofan í
jörðinni en kettlingarnir fara í taug-
arnar á honum og hann kýs frekar að
lesa en leika við þá. Svo er það Kett-
lingakonungurinn (King Kitty) sem
ríkir yfir Kettlingaborg, en hann á
tvær dætur, Prinsessukettlinga. Eins
og í öllum ævintýrum er líka hinn
ómissandi vondi kettlingur, Monster
Kitty, eða Skrímslakettlingurinn.
Kettlingar þessir eru skemmtilegir,
hver með sínum hætti.
Vefsíðan www.kuddlekittens.com
Þrjár sólir Engan skal undra að Komfy og Kozy hafi orðið heitt þennan dag.
Knúsukettirnir krúttlegu
Eitt af því sem við getum ekki breytt í
þessu lífi (alla vega ekki með stutt-
um fyrirvara) er veðrið. Og nú þegar
Airwaves stendur sem hæst og fólk
þarf að hlapa milli margra staða til
að njóta alls þess sem er í boði á tón-
listarhátíðinni, þá er um að gera að
láta ekki rokið og rigninguna draga
sig niður. Þetta er allt spurning um
hugarfar. Aðalatriðið er að vera í
vatnsheldum flíkum og skóm, koma
sér upp litríkum pollagalla og fá lán-
uð eða kaupa sér glaðleg gúmmístíg-
vél. Eða bara vatns- og vindhelda
úlpu svo ekki verði kalt að standa í
biðröðum. Sá sem treystir sér til að
ráða við regnhlíf í þessum veðurham
ætti hiklaust að vaða út með eina
slíka, ekki aðeins veita þær gott skjól
fyrir dropum og roki heldur geta þær
líka leitt til mjög skemmtilegra sam-
skipta, því ólíklegasta fólk á það til
að leita undir regnhlífar hjá öðrum.
Gaman og gott er að veita öðrum
skjól og fá kannski koss að launum.
Endilega …
… elskið rign-
inguna og rokið
Smart Smá rigning ætti ekki að hafa
nein áhrif á útlitið með svona græju.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.