Morgunblaðið - 14.10.2011, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011
✝ Ingvar Ólafs-son fæddist í
Reykjavík 27. nóv-
ember 1960. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítal-
ans hinn 6. október
2011.
Foreldrar hans
voru Ólafur Ágúst
Örnólfsson frá
Suðureyri við Súg-
andafjörð, fæddur
3. ágúst 1923, dáinn 4. janúar
1990 og Kristín Ingvarsdóttir
frá Hafnarfirði, fædd 25. júní
1922, dáin 16. janúar 1991.
Bræður Ingvars eru Bjarni
Grétar, fæddur 1948, eiginkona
Sigrún Ólafsdóttir, og Örnólfur
Jóhannes, fæddur 1955. Kona
hans er Arnfríður Anna Jóns-
dóttir.
Fyrri kona Ingvars var Arn-
hildur Ásdís Kolbeins. Þau
eignuðust tvo syni; Ásgeir
Bjarna, f. 5. desember 1982, og
ittu eru Hekla og Katla, Ester
Valgerður, fædd 22. júlí 1987.
Ingvar átti heima í Hlíða-
hverfinu öll uppvaxtarárin og
gekk í Hlíðaskóla. Hann lauk
landsprófi frá Vörðuskóla 1976
og hóf nám við Menntaskólann
við Hamrahlíð sama ár en
hvarf frá námi. Eftir það
stundaði hann ýmis störf til
sjós og lands. Frá árinu 1982
varð starfsvettvangur hans á
sviði tölvumála hjá ýmsum
stofnunum og fyrirtækjum.
Haustið 2005 söðlaði Ingvar
um og hóf nám í tölv-
unarfræðum við Háskólann í
Reykjavík og lauk þaðan BS-
gráðu 2008. Eftir útskrift starf-
aði Ingvar sem tölvunarfræð-
ingur, fyrst hjá Landspítala –
háskólasjúkrahúsi og síðar hjá
Actavis.
Ingvar verður jarðsunginn
frá Kópavogskirkju í dag,
föstudaginn 14. október 2011,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Kristófer Guðna, f.
27. október 1986.
Eftirlifandi eig-
inkona Ingvars er
Kolbrún Olgeirs-
dóttir kennari,
fædd 22. nóvember
1956. Foreldrar
hennar voru Ol-
geir Kristinn Ax-
elsson frá Reykja-
vík, fæddur 6.
apríl 1921, dáinn
9. júní 2008 og Ester Vilhjálms-
dóttir frá Reykjavík, fædd 4.
júní 1931. Dóttir Kolbrúnar og
Ingvars er Kristín Sóley Ingv-
arsdóttir, fædd 12. júní 1995.
Ingvar gekk í föðurstað þrem-
ur börnum Kolbrúnar. Þau eru
Guðmundur Þór, fæddur 15.
apríl 1983, unnusta hans er
Ragnheiður Benediksdóttir,
Örn, fæddur 29. apríl 1985,
unnusta hans er Birgitta Ás-
björnsdóttir, barn þeirra er
Askja Bjargey og dætur Birg-
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast Ingvars föðurbróður
míns sem nú er farinn frá okkur
allt of fljótt. Þegar ég hitti Ingvar
í sumar datt mér aldrei í hug að
það væri í síðasta skipti sem ég
hitti hann. Þegar ég horfi um öxl
standa eftir fallegar minningar
um góðan mann sem ég á ætíð
eftir að sakna.
Ein besta minningin mín um
Ingvar er frá því fyrir um rúm-
lega tveimur árum þegar þau
Kolla og Kristín komu í heimsókn
til okkar Bjössa á ferð sinni í
Bandaríkjunum. Eins og allir vita
var Ingvar haldinn græjudellu á
alvarlegu stigi og þegar litla
frænka flutti til gósenlandsins
mikla sá minn maður sér leik á
borði og spurði hvort hann mætti
panta og senda á mig nokkra
hluti sem hann myndi svo sækja
þegar þau, fjölskyldan, kæmu út.
Ég sagði að sjálfsögðu já en
grunaði ekki hvað væri í vændum
því innan skamms hafði litla íbúð-
in mín breyst í hálfgert pósthús
fyrir pakkana hans Ingvars og
þeir streymdu inn nánast dag-
lega. En ég gleymi ekki hvernig
hann ljómaði eins og lítið barn á
jólunum þegar hann kom svo til
mín og sótti góssið. Það var ynd-
islegt að fá þau þrjú í heimsókn
og þetta er góð minning um
frænda minn sem ég mun aldrei
hitta aftur.
Önnur yndisleg minning um
Ingvar er frá því í fimmtugsaf-
mælinu hans fyrir tæplega ári.
Það er gaman að muna eftir Ingv-
ari svona glöðum og kátum eins
og hann var þetta kvöld, umvaf-
inn góðum vinum og ættingjum.
Þannig vil ég alltaf muna hann.
Ingvar var góður frændi. Ef
maður lenti í tölvuvandræðum
var Ingvar ávallt boðinn og búinn
að hjálpa. Það var alltaf gaman að
hitta hann og spjalla og í minn-
ingunni hló hann mikið og hlát-
urinn hans heyri ég enn óma í
hausnum á mér. Það er svo sorg-
legt og ósanngjarnt að hann hafi
verið tekinn svona snemma frá
okkur.
Elsku Kolla, ég votta þér og
börnunum ykkar Ingvars mína
dýpstu samúð. Ég hef hugsað
mikið til ykkar síðustu daga og
vona að þið finnið styrk til að
komast í gegnum þessa erfiðu
tíma. Missir okkar allra er mikill
en ykkar þó mestur. Eftir lifir
minningin um yndislegan mann
sem ég er glöð að hafa fengið að
kynnast.
Margrét Halla Bjarnadóttir.
Við systur, mamma og svilar
Ingvars sitja við eldhúsborðið,
Ingvar glaðhlakkalegur að útbúa
eitthvað ljúffengt handa okkur og
Kolla sér um að allt gangi upp.
Þetta er bara ein af mörgum
myndum frá góðum stundum sem
við áttum saman. Það er ótrúlegt
og óhugsandi að við séum að
kveðja Ingvar í dag langt fyrir
aldur fram.
Ingvar og Kolla systir okkar
kynntust fyrir rúmum 18 árum
og hafa gert margt saman á þess-
um tíma. Þeirra sameiginlega
gleði var Kristín Sóley sem nú er
16 ára en á vissan hátt sameinaði
hún barnahópinn þeirra, strák-
ana hans Ingvars og börn Kollu.
Ingvar og Kolla nutu lífsins, þau
ferðuðust mikið, en ferðalög voru
m.a. þeirra sameiginlega áhuga-
mál. Í sumar fóru þau til Berlínar
og Tallinn og létu gamlan draum
um Parísarferð verða að veru-
leika. Ingvar átti óteljandi áhuga-
mál, hann var einstaklega fróður,
vel lesinn og hafði gott vald á ís-
lenskri tungu. Það var mjög gott
að leita til Ingvars og hann hefur
aðstoðað og lesið yfir ófáar mast-
ers- og BA-ritgerðir þó að hann
hafi sjálfur ekki lokið við mast-
erinn. Það voru ekki bara hans
vinir sem leituðu til hans og nutu
aðstoðar, einnig vinkonur Kollu
og fjölskyldan. Þar kom enginn
að tómum kofunum. Hann elskaði
rökræður og var stundum óþol-
andi „besserwisser“ sem ekki var
til í að gefa eftir.
Ingvar var tækninörd og
tækjaglaður með eindæmum.
Það er okkur systrum og mömmu
minnisstætt þegar við vorum
saman í Boston og það vantaði
hleðslutæki fyrir farsíma. Kolla
leysti málið en Ingvar hafði sent
hana með hleðslutæki með 10
leggjum fyrir mismunandi sím-
tæki, þetta lýsir Ingvari meira en
mörg orð. Tónlist átti hug hans
allan, hann söng í tveimur kirkju-
kórum og síðustu ár hefur hann
verið að læra á gítar. Kolla og
Ingvar voru komin á fullt í golfið
með okkur systrum og svilum og
nutum við margra góðra stunda í
sumar á golfvellinum. Ingvar var
mikill áhugamaður um matar-
gerð og voru þau hjónin dugleg
við að bjóða vinum og fjölskyldu í
mat. Gestrisni Ingvars var mikil
og oft glatt á hjalla hjá okkur.
Við kveðjum góðan mann og
einstakan vin og þökkum allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman. Guð gefi ykkur, elsku
Kolla, Kristín Sóley, Ásgeir,
Kristófer, Guðmundur, Ester og
Örn styrk til þess að takast á við
þennan mikla missi. Við skiljum
ekki alltaf lífið og það er ekki allt-
af sanngjarnt en þið eigið hvert
annað og getið sameinast í minn-
ingu um góðan mann sem við
munum minnast með hlýju alla
okkar daga.
Valgerður Olgeirsdóttir,
Edda Olgeirsdóttir, Sigríður
Olgeirsdóttir og fjölskyldur.
Við Ingvar vorum vinir í yfir 40
ár. Við kynntumst þegar við vor-
um átta ára. Ég var nýlega flutt-
ur frá Vestmannaeyjum, að byrja
í Hlíðaskóla og aðlagast nýju um-
hverfi. Þessi ljóshærði strákur
með gleraugu var svo vel að sér
um marga hluti að ég hlaut að
fyllast aðdáun. Hann var líka svo
skemmtilegur og góður félagi og
við urðum vinir. Og svo nánir vin-
ir urðum við að við gerðum eig-
inlega allt saman. Við vorum
saman í Hlíðaskóla, í landsprófi
og þaðan fórum við í MH og
Hamrahlíðarkórinn og löngu síð-
ar í Dómkórinn. Saman byrjuð-
um við að djamma og skoða stelp-
ur og saman fórum við til
Kaupmannahafnar sumarlangt
um tvítugt. Við æfðum saman
borðtennis, fórum í sund, í ung-
lingavinnuna, á þjóðhátíð og
margt fleira. Öll okkar unglings-
ár vorum við saman upp á nánast
hvern einasta dag og stóðum
saman gegn vonsku heimsins
sem svo margir unglingar þurfa
að upplifa. Okkar vinátta hélst
alla tíð og hafði ég væntingar um
að við gætum gert eitthvað sam-
an á efri árum en það verður ekki
af því.
Ingvar var mjög greindur og
hafði einstaka lestrarhæfileika.
Hann var snemma farinn að
kynna sér margt fleira en krakk-
ar á hans aldri voru að pæla í.
Hann miðlaði því gjarnan til ann-
arra við mismiklar undirtektir.
Mér fannst þetta svo merkilegt
að einn strákur skyldi vita svona
margt og jók það enn meir að-
dáun mína á honum. Hann pældi í
öllu, vísindum, listum, kvikmynd-
um, bókmenntum, tónlist og var
eiginlega alæta í þessum efnum.
Hann varðveitti þennan eignleika
alla tíð og kenndi mér svo margt
og kynnti mér alls kyns hluti sem
mér hafði aldrei dottið í hug að
spá í. Ingvar var góðum gáfum
gæddur og miklum viljastyrk ef
því var að skipta. Hann sýndi það
og sannaði þegar hann tók upp á
því að fara í háskólanám í tölv-
unarfræði 45 ára gamall sem
hann lauk með glæsibrag.
Upp úr tvítugu fór Ingvar að
búa, gifti sig og eignaðist tvo
góða drengi. Það hjónaband end-
aði með skilnaði og skildi eftir sig
djúp sár sem tóku tíma sinn að
gróa. Daginn sem ég gifti mig
kom Ingvar að minni beiðni til
mín og hjálpaði mér við að klæð-
ast kjól og hvítu. Hann mætti síð-
an til brúðkaupsins með glæsi-
lega konu upp á arminn. Það var
Kolla sem síðan varð eiginkona
hans, ást og hamingja allt til síð-
asta dags. Kolla, sem kemur úr
samheldinni og skemmtilegri
fjölskyldu, færði honum svo
margt sem hann hafði farið á mis
við áður. Hún kallaði fram allt
það besta í Ingvari og kveikti í
honum kátínu, lífsgleði og trú á
lífið og tilveruna. Og sama árið og
Ási minn fæddist eignuðust þau
Kristínu Sóleyju sem var yndi og
augasteinn föður síns. Ingvar var
hamingjusamur maður síðustu 18
ár ævinnar.
Það er svo sárt og svo ósann-
gjarnt að hann skuli deyja svona
ungur, maður í blóma lífsins. Það
eru margir sem þarfnast hans og
missa svo mikils. Mér þótti afar
vænt um þennan dreng og því er
tilfinningin sár. En minningar
um allar þær stundir sem við átt-
um saman bjarga því sem bjarg-
að verður. Það að eiga vináttu
manns, svo góða og svo lengi er
ómetanlegt og fyrir það verð ég
ævarandi þakklátur.
Blessuð sé minning Ingvars
Ólafssonar.
Ólafur Ástgeirsson.
Okkur hjónin langar að segja
nokkur orð um vin okkar Ingvar,
en það er einkennileg og óraun-
veruleg tilfinning að hann sé far-
inn langt um aldur fram. Ingvar
var góður vinur, hlýr og einstak-
lega greiðvikinn. Alltaf var hann
tilbúinn að aðstoða, svo ekki sé
talað um ef það var um einhvers
konar tölvumál að ræða, þá mun-
aði hann ekki um að koma og
redda málunum.
Það er margs að minnast því
margt skemmtilegt gerðum við
hjónin með þeim Ingvari og
Kollu. Skemmtilegar sumarbú-
staðaferðir, þar sem við nutum
samverunnar og elduðum saman
og borðuðum góðan mat, og oft
hittumst við og þá til skiptis hjá
okkur eða þeim og grilluðum
saman og skemmtum okkur.
Einnig fórum við nokkrar ferðir
saman til útlanda og í eina ferð
þar sem við tókum flug og bíl og
keyrðum um Evrópu og er sú
ferð sem og hinar ógleymanleg.
Það var mikið gaman að ferðast
með Ingvari þar sem við höfðum
skemmtilegan ferðafélaga svo og
algjöran fararstjóra því hann var
alltaf búinn að undirbúa sig vel og
kynna sér alls kyns hluti og staði
sem skemmtilegt var að skoða.
Og gaman er að segja frá því að
þegar við vorum í Evrópuferðinni
munaði hann ekki um að fara úr
þýskunni yfir í frönskuna með
sínum skemmtilega og tilheyr-
andi hreim.
Við kveðjum góðan vin til
margra ára með sárum söknuði
en minningin um góðan vin mun
vara að eilífu.
Takk fyrir allt og allt.
Elsku Kolla, við vottum þér og
fjölskyldunni okkar dýpstu sam-
úð og Guð styrki ykkur og styðji.
Gyða og Sigurður.
Yndislegur vinur, Ingvar
Ólafsson er látinn, aðeins fimm-
tugur að aldri.
Söknuðurinn er mikill og erfitt
að skilja hvers vegna maður á
besta aldri er hrifinn burt frá ást-
kærri fjölskyldu sinni og vinum,
langt fyrir aldur fram. Ég hugga
mig við góðar minningar um ein-
staklega mætan mann sem ég bar
mikla virðingu fyrir.
Ég kynntist Ingvari fyrir 18
árum þegar vinkona mín Kolbrún
Olgeirsdóttir kynnti mig fyrir
kærasta sínum og síðar eigin-
manni. Ég man að ég hugsaði að
þarna færi traustur og góður
maður sem ætti eftir að reynast
vinkonu minni vel. Sú varð raun-
in. Þau hjónin voru höfðingjar
heim að sækja. Veislurnar og
heimboðin eru ógleymanleg og
þar var Ingvar einatt hrókur alls
fagnaðar. Hann hafði yndi af að
búa til góðan mat og bjóða til
veislu af rausnarskap. Þar var
einatt mikið hlegið og spjallað um
landsins gagn og nauðsynjar
fram á rauða nótt. Ingvar var vel
menntaður og ákaflega fróður og
kom iðulega með skemmtilegt og
áhugavert innlegg í umræðuefn-
ið, sem varð til þess að samræð-
urnar náðu nýjum hæðum.
Ég minnist með hlýju
skemmtilegrar ferðar sem vina-
hópurinn fór til Póllands haustið
2007, en nýjasta áhugamálið var
golf sem átti hug okkar allan. Það
var mikið rætt og stefnt að
stórum sigrum á því sviði. Þá átti
ég því láni að fagna að kynnast
Ingvari mjög vel þegar hann
hjálpaði mér við rannsókn sem ég
var að vinna að við Háskóla Ís-
lands. Þeir dagar eru mér
ógleymanlegir og dýrmætir því
ekki aðeins var frábært að njóta
leiðsagnar hans, fróðleiks og
færni á því sviði, heldur undum
við okkur lengi við að ræða málin,
spá og spekúlera og velta upp
hugmyndum. Þá var mikið hlegið
við eldhúsborðið og maulað á ein-
hverju góðgætinu sem Ingvar
töfraði fram af sinni alkunnu
snilld.
Við, sem urðum þeirrar gæfu
njótandi að þekkja Ingvar, erum
lánsöm. Við kynntumst manni
sem hafði svo marga góða og eft-
irsótta eiginleika. Hann var fyrst
og fremst góður maður, mikill
gleðigjafi og hvers manns hug-
ljúfi. Hann laðaði fólk að sér með
glaðlegu og hlýju viðmóti, já-
kvæðni og hjálpsemi. Vildi allt
fyrir alla gera og gaf þá gjöf sem
er dýrmætari en margt annað;
hrós, hvatningu og einlæga vin-
áttu. Ég mun alla tíð varðveita
minninguna um yndislegan vin og
bið Guð að veita fjölskyldu hans
styrk á sorgartíma. Blessuð sé
minning Ingvars Ólafssonar.
Kristín Helgadóttir.
Það eru bráðum 40 ár síðan sá
sem þetta skrifar hitti Ingvar
fyrst, á haustkvöldi í Hlíðunum.
Hann var á 12. ári, þybbinn, með
gleraugu og síðast en ekki síst
með munninn fyrir neðan nefið.
Hann ávarpaði nýbúann í Máva-
hlíð í 3. persónu, með hæfilegri
lítilsvirðingu. Kynnin urðu smám
saman meiri og upphaf skóla-
göngu í Menntaskólanum við
Hamrahlíð markaði upphaf vin-
skapar sem hefur staðið allar göt-
ur síðan.
Árin liðu og hvor fór í sína átt.
Eftir áratug eða svo lágu leiðir
saman á ný og þá var þráðurinn
tekinn upp, eins og ekkert hefði í
skorist. Vináttan hefur haldist æ
síðan og aldrei borið skugga á.
Það var gaman að hafa verið með
í för þegar fundum Ingvars og
Kollu bar saman. Ingvar lét það
þá þegar uppi að nú vissi hann
hvað hann vildi. Áður en langur
tími leið var hann orðinn ómiss-
andi hluti af stórfjölskyldu Kollu,
þeim góða og samheldna hópi.
Tengslin við Ingvar breyttust
með tíð og tíma; vinirnir urðu
fjölskyldufeður og héldu sam-
bandinu áfram á þeim nótum. Við
slíkar aðstæður stækkar vináttan
þegar best lætur, makar og börn
bætast inn í myndina. Hjá Ingv-
ari var kynslóðabilið heldur ekki
til baga, hann náði auðveldlega til
barna og unglinga. Þess vegna
syrgir hann öll fjölskyldan hér á
Njarðargötu. Hugurinn er hjá
Kollu og börnunum öllum.
Það var einhvern veginn
dæmigert fyrir Ingvar að heilsa
manni með kveðju sem hljómaði
alltaf jafn notaleg: „Sæll bróðir“.
Þau orð gáfu gjarnan fyrirheit
um að nú ætti að fara að slá upp
veislu eða bara fara í heita pott-
inn í Kópavogslauginni. Allt að
einu varð samveran og spjallið
sem fylgdi trygging fyrir
skemmtun og ánægju.
Já, bróðir; þín verður sárt
saknað.
Oddgeir.
Elsku vinur, eitt er víst að lífið
er hverfult og enginn veit hvað
morgundagurinn ber í skauti sér.
Veit ég þó að þú hefur alla tíð
verið mér kær og traustur vinur.
Þú varst ekki bara Ingvar sem
bjó „ská“ á móti. Þú varst vinur
sem ég gat leitað til. Þú varst vin-
ur sem gaf mér ráð sem ég fylgdi
eftir. Þú varst vinur sem var víð-
sýnn, vel lesinn og uppfullur af
fróðleik. Bjartsýnn á lífið og til-
veruna og ávallt stutt í skopið.
Stundirnar sem ég átti með þér
og Kollu voru ófáar í gegnum árin
og kalla þær minningar fram
bros og hlýju í huga mínum.
Ég er svo þakklát fyrir þá
stund sem við áttum saman, þú,
ég og Kolla síðastliðna menning-
arnótt þegar við löbbuðum svo öll
saman heim úr bænum og rædd-
um um alla heima og geima eins
og okkur einum var lagið.
Þrátt fyrir að þér hafi verið
kippt alltof snöggt í burtu frá fjöl-
skyldu þinni og vinum veit ég að
þú lætur gott af þér leiða á nýjum
stað.
Elsku Kolla og börn, minning
um góðan mann lifir áfram í huga
okkar og hjarta. Megi guð veita
ykkur dug og styrk í sorg ykkar.
Elsku Ingvar, guð geymi þig,
kæri vinur.
Sonja Jóhannsdóttir.
Þær sviplegu fregnir bárust
okkur að morgni mánudags í síð-
ustu viku að okkar kæri vinur,
Ingvar, berðist fyrir lífi sínu á
gjörgæsludeild Landspítalans.
Hann beið lægri hlut í þeirri bar-
áttu og skilur eftir sig mikið tóm
hjá okkur sem hnípin eftir lifum.
Sár tregi býr í brjósti okkar og
óbærilega tómlegt er að hugsa til
þess að hann Ingvar smalar ekki
vinahópnum saman í bráð, hlýr,
hress og kátur, lífið og sálin í
gleðskapnum. Við hlið hans er
Kolla, ástin hans og ævifélagi,
þau voru sem sköpuð hvort fyrir
annað. Kærleikurinn sem ríkti
milli þeirra duldist engum sem sá
þau saman og þannig var það allt
frá þeirra fyrstu kynnum. Bæði
höfðu yndi af því að bjóða fólki
heim og þær eru ófáar glæsiveisl-
urnar sem haldnar hafa verið hjá
greifahjónunum á Sæbólsbraut.
Ingvar lét sig ekki muna um að
grilla nokkur læri ofan í liðið og
hann var sannkallaður snillingur
í matargerð. Heimilið sitt prýddu
þau fagurlega og hlýja þeirra um-
vafði gestina.
Ingvar var traustur maður og
staðfastur og tók óhræddur á sig
Ingvar Ólafsson
Elsku afi minn, ég elskaði þig
alltaf og dáði, ég er svo heppin
að eiga frábærar minningar um
þig. Minningar sem gleymast
aldrei, eins og til dæmis bara
núna í sumar þegar við fórum öll
saman í hestaferð í Fjall í Kol-
beinsdal, þar var hlegið saman
og haft gaman af lífinu, þessari
Sigurbjörn
Þorleifsson
✝ SigurbjörnÞorleifsson
fæddist í Lang-
húsum í Fljótum 2.
júlí 1944. Hann
varð bráðkvaddur
23. september
2011.
Útför Sig-
urbjörns fór fram
frá Sauðárkróks-
kirkju 30. sept-
ember 2011.
ferð mun ég seint
gleyma. Þú varst
frábær maður,
traustur og mun ég
reyna að feta í fót-
spor þín. Þú munt
ætíð eiga stað í
hjarta mínu, elsku
afi minn.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum
degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Þitt ástkæra barnabarn,
Sonja Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir.