Morgunblaðið - 14.10.2011, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011
✝ Björn AndrésEiðsson fædd-
ist í Hörgsholti í
Miklaholtshreppi
13. júlí 1925. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
7. október 2011.
Foreldrar hans
voru Eiður Sig-
urðsson, f. 27. júní
1893, d. 1963 og
Anna Björnsdóttir,
f. 23. febrúar 1903,
d. 2000. Systkini hans eru Guð-
rún Hallfríður, f. 1924, Ingi-
björg Stefanía, f. 1927, Sigrún
Ragnhildur, f. 1933, d. 1972,
Sigurður, f. 1936 og Sveinn
Magnús, f. 1942, d. 2001.
Þann 31. janúar 1953 kvænt-
ist hann Sigurrós Gísladóttur
frá Viðey, f. 28. ágúst 1926.
Foreldrar hennar voru Gísli
Gíslason, f. 14. maí 1871, d.
1948 og Svava Jónína Sigurð-
ardóttir, f. 27. ágúst 1881, d.
1959. Björn og Sigurrós eign-
uðust fimm börn. Þau eru 1)
Svava, f. 1952, leikskólakenn-
ari, maki Sigurbjörn Björnsson,
f. 1953, læknir. Börn þeirra eru
Sólveig, f. 1977, læknir, Björn,
f. 1981, kennari, maki Sif Atla-
dóttir, f. 1985, og Sigurrós
María, f. 1985, nemi, maki
Steinn Steinsson, f. 1977. 2)
Eiður, f. 1953, húsasmíðameist-
ari. Maki 1 Elín Thorarensen, f.
1956, kennari, þau skildu. Börn
þeirra, María Helen, f. 1977,
kennari, dóttir hennar Elfa Dís
Hlynsdóttir, f. 2000. Sigurrós,
grímsson, f. 1962, viðskipta-
fræðingur. Börn þeirra, Guðjón
Hrafn, f. 1985, nemi, Anna
María, f. 1990, nemi, sambýlis-
maður Einar Héðinsson, f. 1990
og Svava Rós, f. 1995, nemi.
Björn ólst upp í Hörgsholti í
foreldrahúsum þar sem hann
sinnti bústörfum. Hann fór í
hefðbundinn farskóla og 1943
fór hann í Héraðsskólann í
Reykholti og var þar í tvö ár.
Áhugi Björns á trésmíði byrjaði
snemma, því hann tók þátt í
byggingu á félagsheimilinu
Breiðablik í Miklaholtshreppi
og nýbýli að Lækjamótum fyrir
foreldra sína. Haustið 1952
flutti hann suður til Reykjavík-
ur með unnustu sína og Svövu,
dóttur þeirra. Er til Reykjavík-
ur kom byrjaði Björn að starfa
hjá Trésmiðjunni Víði og var
þar í tvö ár. 1955 hóf hann
störf hjá Steypustöðinni í
Reykjavík. Árið 1963 ákvað
Björn að læra húsasmíði, þá
kominn með fimm börn, og
stundaði hann námið utan skóla
og gerði það með miklum
ágætum. Björn starfaði við
smíðar í 20 ár. Árið 1986 varð
hann umsjónarmaður Heilsu-
verndarstöðvarinnar og bygg-
ingar Heilsugæslunnar í
Reykjavík. Frá 1991 starfaði
hann hjá Hjúkrunarheimilinu
Eir allt til 2006. Hann dvaldi
þar síðasta æviárið. Birni þótti
vænt um heimasveit sína og
starfaði hann í Félagi Snæfell-
inga í Reykjavík og sat í stjórn
þess. Björn hafði m.a. áhuga á
hestamennsku, söng og bridge-
spili en vinnan var ávallt núm-
er eitt hjá honum.
Útför Björns fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 14. októ-
ber 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
f. 1981, íslensku-
fræðingur, sam-
býlismaður Svavar
Steinarr Guð-
mundsson, f. 1980,
sonur þeirra Kári
Steinarr, f. 2008.
Maki 2 María
Magðalena Guð-
mundsdóttir, f.
1966, húsmóðir.
Börn þeirra Karit-
as, f. 1988, kenn-
ari, Ingibjörg Stef-
anía, f. 1990, nemi,
sambýlismaður Andri Axelsson,
f. 1984 og Monika, f. 1997. 3)
Gísli, f. 1955, kennari, maki
Anna Dórothea Tryggvadóttir,
f. 1960, nemi. Börn þeirra,
Tryggvi Dór, f. 1981, nemi,
Sigurbjörn, f. 1984, nemi, sam-
býliskona Ragnheiður Eiríks-
dóttir, f. 1986, Ingibjörg Huld,
f. 1991, nemi, sambýlismaður
hennar Örnólfur Þorleifsson, f.
1988, sonur þeirra Róbert Kári,
f. 2010 og Elmar Gísli, f. 1996.
4) Anna, f. 1958, tækniteiknari,
maki Róbert B. Agnarsson, f.
1957, viðskiptafræðingur. Börn
þeirra, Helga Sif, f. 1981,
bankastarfsmaður, maki Ragn-
ar Már Sverrisson, börn þeirra
Rómeó Máni, f. 2004, Emilía
Embla, f. 2009, Gunnar Freyr,
f. 1986, nemi, sambýliskona
Harpa Hrund Hinriksdóttir, f.
1987, sonur þeirra Lúkas
Myrkvi, f. 2008 og Andri Björn,
f. 1989, söngvari. 5) Sigurrós
Birna, f. 1961, leikskólakenn-
ari, maki Guðmundur Kr. Hall-
Kynni mín af Birni Eiðssyni
hófust um miðjan áttunda ára-
tuginn, þegar ég og Svava, elsta
dóttir hans og Sigurrósar Gísla-
dóttur eiginkonu hans, fórum að
rugla saman reitum. Allt frá
fyrstu kynnum áttum við einstök
samskipti sem entust fram á síð-
asta dag. Tengdapabbi var í mín-
um huga ímynd Íslendingsins
sem á síðustu öld braust fram úr
litlum efnum úr sveitasamfélag-
inu, fluttist til borgarinnar,
stofnaði fjölskyldu og kom sér
vel fyrir. Þau fluttu í gott raðhús
í Bústaðahverfinu og bjuggu þar
mestalla sína búskapartíð. Á
þessum árum starfaði Björn við
almenn verkamannastörf í bygg-
ingaiðnaðinum, og vann þá
gjarnan svo langa vinnudaga að
fjölskyldan sá hann vart heima.
Síðar settist Björn, þá kominn
nær fertugu, á skólabekk og nam
húsasmíði og í framhaldi af því
varð hann meistari í greininni. Á
sama tíma hafði fjölskyldan
stækkað, börnin orðin fimm og
Sigurrós lengst af útivinnandi.
Samstillt fjölskylda sem tókst á
við lífsbaráttuna með jákvæðu
hugarfari. Þetta er sú saga sem
endurspeglar tilveru margra Ís-
lendinga í dag, saga kynslóðar-
innar sem skóp þá velferð sem
við búum nú við.
En Björn var ekki aðeins í
mínum huga einstakur fjöl-
skyldufaðir og tengdafaðir, held-
ur tókust með okkur góð kynni
og síðar vinskapur sem reyndist
mér mikils virði. Hann var ein-
staklega traustur maður, varkár
og íhugull og að sama skapi góð-
ur verkmaður, sérlega vandvirk-
ur og afkastamikill. Þá var hann
hlýr og gamansamur og náði fyr-
irhafnarlaust sérstökum
tengslum við barnabörnin sem
löðuðust að honum. Á því tíma-
bili sem fjölskylda okkar Svövu
dvaldi í útlöndum, komu tengda-
foreldrarnir oft til okkar og á
þeim tímum styrktust enn vin-
áttuböndin. Aldrei stóð á að veita
aðstoð við flutninga, hlaða í gáma
og dytta að á heimilinu þegar
honum fannst tengdasonurinn
ekki ráða einn við verkið. Eftir
heimkomu, þegar fjölskyldan hóf
stund á hestamennsku, aðstoðaði
Björn okkur í fyrstu við gegn-
ingar og fór síðar að bregða sér á
bak eftir 40 ára hlé frá hesta-
mennsku. Loks keypti hann sinn
eigin hest, sem hann hafði mikla
ánægju af. Í kringum þetta sam-
eiginlega áhugamál náði vinskap-
urinn enn að styrkjast og minn-
ingar úr hestaferðum og frá
öðrum samverustundum hrann-
ast upp og vekja hlýjar tilfinn-
ingar. Síðasta rúma áratug
starfsævinnar vann Björn fyrst
sem eftirlitsmaður að byggingu
hjúkrunarheimilisins Eirar og
síðar sem umsjónarmaður bygg-
inga heimilisins. Þar lágu leiðir
okkar einnig saman á sameigin-
legum vinnustað, þannig að sam-
skipti okkar voru mikil í gegnum
tíðina.
Síðustu árin glímdi Björn við
erfið veikindi sem hann tókst á
við af æðruleysi. Í veikindunum
stóð Sigurrós, tengdamamma
mín, eins og klettur við hlið
manns síns og studdi hann í veik-
indum sínum með dyggri aðstoð
fjölskyldunnar. Síðasta rúma ár-
ið bjó hann á Eir og fékk þar
góða umönnun.
Kæri tengdapabbi, bestu
þakkir fyrir langan og góðan vin-
skap, minningin um þig mun lifa.
Sigurbjörn Björnsson.
Nú er ég aldinn að árum.
Um sig meinin grafa.
Senn er sólarlag.
Svíður í gömlum sárum.
Samt er svo gaman að hafa
lifað svo langan dag.
Enn syrtir af nótt, til sængur er mál
að ganga
– sæt mun hvíldin eftir vegferð
stranga –
Þá vildi ég, móðir mín,
að mildin þín
svæfði mig svefninum langa.
(Örn Arnarson)
Nú er hann tengdapabbi far-
inn frá okkur. Það er mikill miss-
ir að honum fyrir alla sem hann
þekktu. En hann var eflaust orð-
inn nokkuð þreyttur á jarðvist-
inni eftir erfiða tíma, þar sem
hann missti ýmislegt af þeim lík-
amlegu eiginleikum, sem við
þurfum öll til að njóta lífsins. En
slíkum úrvalsmanni verður
örugglega fagnað innilega á nýj-
um stað.
Húsasmíðameistarinn Björn
var mikill hagleiksmaður. Og
alltaf var hann boðinn og búinn
til að hjálpa börnum sínum og
tengdabörnum við alls kyns
hluti, ekki síst þá er sneru að
smíðunum sem hann kunni upp á
tíu. Ég mun aldrei gleyma því
þegar ég og Anna vorum að
byrja að búa í litlu, hlýlegu íbúð-
inni á Ásvallagötunni, sem móðir
Björns átti. Þá áttum við hjóna-
leysin engin húsgögn til að stilla
upp í íbúðinni og litla aura til að
bæta úr því. Fyrir eitt orð smíð-
aði Björn með sonum sínum sófa-
sett ásamt tveimur borðum.
Þessi laglegu húsgögn nýttust
okkur í langan tíma. Eins var
það löngu síðar þegar við hjónin
réðumst í það stórvirki að smíða
sumarbústað og Björn þá orðinn
eldri herramaður. Þá krafðist
Björn þess að fara sem oftast
með okkur í hálfkaraðan bústað-
inn til að leiðbeina okkur og að-
stoða við framkvæmdirnar. Það
er gott að eiga friðsælan sama-
stað fyrir fjölskylduna þar sem
handverk Björns og hans góði
andi svífa yfir vötnum.
En Björn var ekki aðeins vits-
munamaður á sviði smíða. Við
hann var hægt að tala um alla
hluti, stóra sem smáa. Þar fór
greindur og lífsreyndur maður,
sem gaman var að spjalla við. Og
svo hafði hann þennan líka fína
húmor, sem aldrei hvarf. Ekki
einu sinni þegar skynfæri hans
voru farin verulega að gefa sig.
Alltaf var stutt í strákinn og
brosið hjá gamla manninum.
Samferðamenn Björns allir
munu sakna Björns. Hann var
góður vinnufélagi, iðinn og sam-
viskusamur. En hann var líka
samviskusamur og indæll gagn-
vart fjölskyldu sinni og tengda-
fólki. Það var auðvelt að elska
mannvininn Björn Eiðsson. Öll
börn í fjölskyldunni löðuðust að
honum og elskuðu hann inn að
beini. Hann hafði þessa góðu áru,
sem allir þrá að vera í návist við.
Þá er lítilli kveðju minni til
Björns að ljúka. En minningin
um yndislegan tengdaföður mun
aldrei hverfa og áhrif hans á hug
minn munu vara alla mína ævi.
Ég þakka þér fyrir allt sem þú
gafst mér, kæri tengdafaðir.
Megir þú hvíla í ró og friði í fal-
legri sveit þar sem sól skín í
heiði.
Róbert B. Agnarsson.
Mín fyrstu kynni af Birni voru
snemma á níunda áratugnum
þegar ég kynntist Siggu dóttur
þeirra Björns og Sigurrósar.
Myndaðist fljótt með okkur
trygg og góð vinátta sem aldrei
sló skugga á. Með þeim hjónum
áttum við margar góðar stundir
saman, m.a. annars í ferðalögum
víðsvegar um landið ásamt öðr-
um samverustundum.
Björn hafði ávallt góða nær-
veru og var þægilegur í um-
gengni. Hann var natinn við
börnin, gaf sér ávallt tíma í að
hlusta á þau, segja þeim sögur,
lesa og syngja fyrir þau og jafn-
vel bregða sér á leik með þeim.
Hann varði miklum tíma í að
kenna börnunum hvernig ætti að
fara upp og niður stigann í Ás-
garði svo enginn færi sér að
voða.
Björn var ákveðinn og stefnu-
fastur maður, stóð gjarnan fast á
sínum skoðunum en tók samt
rökum ef eitthvert vit var í þeim.
Hann var ekki maður margra
orða en þegar hann lagði eitt-
hvað til málanna var hlustað til
þess sem hann sagði. Kynni okk-
ar urðu meiri þegar ég aðstoðaði
Björn við smíðar og „handlang-
aði“ hjá honum. Ég einsetti mér
að láta hann ekki segja mér
sama hlutinn tvisvar en það var
eitthvað sem ég held að hann
hafi kunnað að meta. Allt sem
Björn tók sér fyrir hendur leysti
hann af dugnaði, nákvæmni og
reglu. Þetta á jafnt við um í
starfi og í hinu daglega amstri.
Ungur missti Björn heyrn á
öðru eyra vegna veikinda, ásamt
því að heyrn á hinu var mjög
skert. Þetta háði honum alla tíð,
sérstaklega í margmenni. Saman
háðum við saman einskonar
vindmyllu-baráttu við bæði
tæknina og kerfið. Ófáar ferð-
irnar fórum við saman í Heyrn-
ar- og talmeinastöðina þar sem
tækin voru prófuð og keypt – allt
var reynt til þess að bæta heyrn-
ina. Björn var söngelskur maður
og söng í kór um tíma en sá sig
síðan tilneyddan að leggja þá
iðju til hliðar m.a. sökum bágrar
heyrnar. Það mátti oft heyra
þegar Björn var ekki fjarri því
hann var sífellt flautandi lagstúf
svo heyrðist langar leiðir.
Fallinn er frá einstakur maður
sem hafði góð áhrif á þá sem
hann umgekkst. Börnin hændust
að honum og við hin eldri virtum
hann. Við gengum oft fjallið sam-
an en það var þér miserfitt, þá
áðum við á bekk og spjölluðum
saman. Það voru gæðastundir.
Ég votta öllum ættingjum og
vinum hans samúð mína.
Kveðja.
Þinn tengdasonur og vinur,
Guðmundur Hallgrímsson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem)
Far þú í friði, elsku pabbi,
tengdapabbi, afi og langafi, og
hafðu þökk fyrir allt.
Þess óska:
Gísli, Anna Dóra, Tryggvi
Dór, Sigurbjörn, Ragnheið-
ur, Inga Huld, Örnólfur,
Elmar Gísli og Róbert Kári.
Elskulegur afi okkar, með
söknuði kveðjum við þig í dag.
Þakklátar fyrir hinar fjölmörgu
minningar sem við eigum um þig.
Ótal minningar úr Ásgarðinum,
þar sem alltaf ríkti gleði. Þar
fengum við barnabörnin að leika
okkur í kjallaranum á verkstæð-
inu þínu, smíða og dytta að ýmsu
og svo gæða okkur á kræsing-
unum hennar ömmu. Okkur þótti
það mikil forréttindi að fá ykkur
ömmu ein í heimsókn til okkar í
Svíþjóð. Þar áttum við góðar
stundir, ferðuðumst og nutum
nærveru ykkar. Mikil var til-
hlökkunin að fá ykkur og sökn-
uðurinn mikill þegar þið fóruð.
Við systur ásamt bróður okkar
vorum líka svo heppin að fá að
starfa þér við hlið á Eir, þar sem
þú reyndir að kenna okkur þín
vönduðu vinnubrögð. Nákvæmni
og vandvirkni voru þitt aðals-
merki og erum við lánsöm ef við
höfum lært að tileinka okkur
brot af þeim eiginleikum þínum.
Elsku afi, það var alltaf svo
gott að vera nálægt þér. Hvort
sem það var í hesthúsinu, á Eir
eða við eldhúsborðið með spil,
krossgátu eða kapal og snúðana
hennar ömmu.
Þínar dótturdætur,
Sólveig og Sigurrós María.
Elsku afi minn, það er með
mikilli sorg í hjarta sem ég kveð
þig. En um leið vil ég gleðjast yf-
ir þeim forréttindum sem ég hef
notið, að vera bæði barnabarn
þitt og um leið mikill vinur.
Meira að segja gekk ég einhvern
tíma svo langt að kalla þig minn
allra besta vin. Þær eru og verða
mér alltaf ógleymanlegar stund-
irnar sem við eyddum saman í
Ásgarðinum, í vinnunni á Heilsu-
verndarstöðinni þegar ég var
bara smástrákur, samvinna okk-
ar í Eir og ótalmargar sundferð-
ir. Eftirminnilegast af öllu eru þó
líklega stundirnar sem við eydd-
um í bílnum þínum þar sem við
sungum hástöfum saman. Þú
söngst virkilega vel, en ég líklega
afar illa, en þú lést mér alltaf líða
eins og ég væri með englarödd.
Ég upplifi það alltaf sem ein-
stök forréttindi að hafa átt heim-
ili fjarri mínu eigin heimili,
heima hjá ykkur ömmu í Ásgarð-
inum. Ég hugsa að á sumrin hafi
ég eytt að minnsta kosti þriðju
hverri nótt heima hjá ykkur og
ég reyndi alltaf að plata ykkur til
að vaka frameftir með mér og
spila Ólsen eða leysa krossgátur.
Það var fátt betra en að sitja við
eldhúsborðið, drekka ískalda
mjólk og háma í sig snúðana
hennar ömmu og spila við ykkur.
Ég veit ekki hvort öllum
barnabörnum þínum hefur liðið á
sama hátt og mér, en mér fannst
vinasamband okkar vera ein-
stakt. Þegar ég og Sif ætluðum
að stinga af og gifta okkur núna í
janúar þá fékkst þú að vita af því
fyrstur af öllum, því að ég gat
ekki hugsað mér að láta mig
hverfa svona án þess að vera bú-
inn að tilkynna þér um áform
okkar. Vissulega var mikill daga-
munur á þér síðustu mánuðina
en að einn af þínum allra bestu
dögum á árinu hafi verið dag-
urinn sem við buðum þér svo að
fagna brúðkaupinu okkar í sum-
ar, var sú allra besta gjöf sem ég
gat hugsað mér.
Það fylgir því mikil pressa að
verða mögulega kallaður í fram-
tíðinni „afi Björn“ eða „afi
Bjössi“, því að við systur mínar
og öll hin barnabörnin þín litum
svo mikið upp til þín og okkur
þykir ennþá svo mikið vænt um
þig. Ef barnabörnum mínum
mun þykja jafnvænt um mig og
mér þykir um þig þá verð ég afar
ríkur maður.
Það hvílir þungt á mér að hafa
ekki geta verið nærri þér und-
anfarna mánuði þar sem ég hef
verið búsettur erlendis en það
hefur varla liðið sá dagur sem ég
hef ekki hugsað til þín og ég hef
spurt mömmu og pabba um
hvernig líðan þín væri. Alltaf lifði
ég í voninni um að fá að hitta þig
að minnsta kosti einu sinni enn
þó að ég vissi að það styttist með
hverjum deginum í að þú myndir
yfirgefa okkur. Við síðustu heim-
sóknirnar mínar til þín var heils-
an hjá þér misjafnlega góð en
eitt var alltaf til staðar, þinn ynd-
islegi húmor. Ég vona bara svo
innilega og trúi því að þú sért nú
á betri stað og einhvern daginn
munu leiðir okkar aftur liggja
saman og við getum setið saman
og hlegið dátt.
Hvíldu í friði, elsku besti afi
minn, þinn afastrákur,
Björn (Bjössi).
Ég sé hann ennþá í huga mér,
brosandi andlit, grátt hár.
Ég vildi hann væri ennþá hér,
ég vildi hann gæti þurrkað þessi tár.
Brosinu mun ég aldrei gleyma,
og í hjarta mínu ávallt geyma.
Í huga mínum sé ég mynd en bara
eina,
og tárunum er erfitt að leyna.
Ég vil þig aftur, afi minn,
ég verð alltaf afastrákurinn þinn.
Elsku Bjössi afi okkar, nú
ertu farinn á vit ævintýranna í
fyrirheitna landinu. Eftir langa
ævi meðal okkar allra þar sem
þú hefur kennt okkur margt,
kennt okkur hvað það er sem líf-
ið hefur upp á að bjóða og um-
fram allt hvað fjölskyldan og
náunginn skipta miklu máli. Þú
fórst fyrir fjölskyldunni í öll
þessi ár með eindæma dugnaði
sem við systkinin reynum að
hafa að leiðarljósi í okkar lífi. Við
munum öll eftir afa brosandi með
kaffibollann og mjólkurkexið, að
leysa krossgátu með skrúf-
blýantinum sínum. Við munum
eftir því hvernig afi gamli kitlaði
okkur með skegginu sínu. Við
munum eftir Blesa og því hversu
gaman afa fannst að hugsa um
hestinn sinn. Við munum eftir
þeim óratíma sem eytt var í kart-
öflurnar, setja niður og taka upp
og þurrka, brjóstsykrinum í bíln-
um og eftir gamla manninum
sem lýsti upp herbergið hvar
sem hann kom, enda öllum
mönnum hjartahlýrri.
Þessa hjartahlýju munum við
bera með okkur um ókomna
framtíð. Takk, elsku afi, fyrir ár-
in sem við áttum með þér. Hvíl í
friði.
Helga Sif, Gunnar Freyr og
Andri Björn Róbertsbörn
Elsku afi.
Það hryggir mig mikið að þú
skulir vera farinn frá okkur og
munt þú eiga stað í hjarta mínu
um ókomna tíð.
Eins og ég á erfitt með að
sætta mig við að þú sért farinn,
þá auðveldar það mér daginn að
vita að þú ert á góðum stað og
hefur það vonandi betra. Sem lít-
ill gutti gat maður ekki annað en
litið aðdáunaraugum á þig. Þenn-
Björn Andrés
Eiðsson
HINSTA KVEÐJA
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Hvíl í friði, elsku langafi,
Rómeó Máni, Lúkas
Myrkvi
og Emilía Embla.