Morgunblaðið - 14.10.2011, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 2011
Hún er eðlilega búin aðvera þónokkur, spennaní garð þess sem hér er tilumfjöllunar. Því að hvað
er þetta nákvæmlega? Tónleikar,
upplifun, kennsla? Og hvað er þetta
Biophilia? Plata, „app“, hug-
myndafræði? Allt þetta og meira til
kannski?
Það er verið að fara í saumana á
þessu öllu í greinaskrifum sem nú
standa yfir um allan heim en beinum
nú sjónum að tónleikahluta Biophili-
unnar – metnaðarfyllsta verkefni
Bjarkar hingað til á ferlinum – en á
tónleikavettvanginum víkja orð og
útskýringar fyrir tilfinningalegri
upplifun á því sem Björk er að reyna
að koma á framfæri með Biophili-
unni.
Og þó … í upphafi og á milli laga
koma reyndar nokkur vel valin orð
og það úr munni sjálfs Davids Atten-
boroughs. Rödd hans kynnir hvert
og eitt lag sem tengist Biophiliuplöt-
unni og hugmyndinni á bak við það.
Fyrsta lagið var „Thunderbolt“ og
við það fór í gang ógurleg maskína
sem hékk í lofti, hólkur líkt og úr
Frankensteinmynd. Inni í honum
slógu eldingar svo taktinn.
Já, eins og sjá má voru þetta engir
venjulegir tónleikar. Björk er að
fara inn á lendur sem hafa hingað til
verið ókannaðar í dægurtónlist sam-
tímans. Það er nánast með hreinum
ólíkindum, svona þegar maður hugs-
ar um það, að Björk njóti svona mik-
illar hylli um allan heim á sama tíma
og hún gerir hluti sem eru í ljós-
árafjarlægð frá því sem telja mætti
„markaðsvænt“. Þessi listamaður
virðist búa yfir töfrum – og aðdrátt-
arafli – sem fær mann ennþá og allt-
af til að klóra sér í hausnum.
Engir venjulegar tónleikar, sagði
ég. Lykillinn að þeirri upplifun sem
fólk varð fyrir í Hörpunni á miðviku-
daginn liggur m.a. í því hvernig svið-
ið er sett upp. Björk stendur í miðju
salarins á hringlaga sviði sem er svo
umkringt undarlegustu hljóðfærum,
sum þeirra smíðuð sérstaklega fyrir
tónleikana. Áhorfendur hverfast svo
um þennan hring og eru því í mikilli
nálægð við söngkonuna allan tím-
ann. Hún nýtur síðan fulltingis
stúlknakórsins Graduale Nobili sem
í eru 24 meðlimir og þeir Matt Ro-
bertson (tölvur og hljómborð) og
Manu Delago (ásláttur) sjá svo um
að fylla upp í rest. Við þetta bætast
svo skjáir sem lyfta undir framvindu
laganna með sjónrænum hætti. Á
tónleikunum mætast þannig margir
og ólíkir þættir í einum skurðpunkti
og áhrifin eru ekkert minna en
mögnuð. Eftir nokkur lög af Bio-
philiu-plötunni fóru tónleikarnir á
annað stig þegar „Hidden Place“ af
hinni frábæru Vespertine var flutt.
Lagið smellpassaði í Biophiliubún-
inginn og sama má segja um önnur
eldri lög, glúrnar útsetningar sem
taka mið af Biophiliuheimi settu
einkar áhugaverðan snúning á smíð-
arnar. „Isobel“, „Mouth’s Cradle“ og
„Where Is the Line“ nutu góðs af
þessu en ég verð að viðurkenna að
ég hafði mest gaman af „Vertebræ
by Vertebræ“ sem Björk og Jónas
Sen fluttu saman af miklu listfengi. Í
þessu umhverfi og saman með vír-
uðum semballeik Jónasar var þetta
svolítið eins og að horfa á atriði úr
einhverri mynd eftir David Lynch –
framleiddri af Salvador Dali! Þetta
var eitthvað svo innilega súrrealískt
og flott.
Björk sjálf var rólegri og yfirveg-
aðri en hún hafði verið þegar verkið
var frumflutt í Manchester í sumar.
Þetta þýddi að hún var tilfinnanlega
öruggari og gat hellt sér í lögin af
óhindruðum krafti. Í uppklappi
renndi hún sér t.d. í „One Day“ af
Debut við undirleik Delago sem lék
undursamlega á hið torkennilega
hljóðfæri „hang“. Stórkostlegur
flutningur.
Ég var að sjá þessa tónleika í ann-
að sinn, þannig séð, hafði séð Björk
flytja efnið í Manchester í sumar.
Hrærður gekk ég úr salnum –
hvernig ætli þeim sem voru að upp-
lifa þetta í fyrsta sinn hafi liðið?
Eftir alla þessa lofgjörð, þennan á
stundum tilfinningaþrungna texta
og allar þessar stjörnur sem hanga
með dómnum, kannt þú að spyrja,
lesandi góður: „Bíddu, er sem sagt
allt sem Björk gerir óumdeild
snilld?“ Og svar mitt er: „Uuu … já.“
Þangað sem enginn annar þorir
Harpa (Silfurberg)
Björk
bbbbb
Biophilutónleikar Bjarkar Guðmunds-
dóttur í Hörpu, Silfurbergi, miðvikudag-
inn 12. október.
ARNAR EGGERT
THORODDSEN
TÓNLEIKAR
Ljósmynd/Ari Magg
Snilld Björk Guðmundsdóttir gefur sig alla fyrir framan pendúlana góðu sem spiluðu mikilvæga rullu í „Solstice“.
- CHICAGO READER
HHHH
- NEW YORK TIMES
HHHH HHHH- A.E.T MORGUNBLAÐIÐ
- K.I. PRESSAN.IS
HHH
FOOTLOOSE kl. 5:40 - 8 - 10:30 2D 10 JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D 7
BANGSÍMON Ísl. tal kl. 4 - 6 2D L KONUNGURLJÓNANNA Ísl. tal kl. 4 3D L
REAL STEEL kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 KONUNGURLJÓNANNA Ísl. tal kl. 3:30 2D L
REAL STEEL kl. 8 - 10:30 2D VIP DRIVE kl. 8 2D 16
CONTAGION kl. 8 - 10:30 2D 12 ALGJÖR SVEPPI kl. 4 - 6 2D L
CONTAGION kl. 5:50 2D VIP CRAZY,STUPID,LOVE kl. 10:30 2D 7
ÞÓR kl. 3:30 - 5:40 3D L KONUNGUR LJÓNANNA kl. 3:30 Ísl. tal 3D L
FOOTLOOSE kl. 5:40 - 8 - 10:30 2D 10 ALGJÖR SVEPPI kl. 3:30 - 5:40 2D L
BANGSÍMON Ísl. tal kl. 3:30 - 5:40 3D L DRIVE kl. 8 - 10:20 2D 16
REAL STEEL kl. 8 - 10:40 2D 12 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 2D 7
CONTAGION kl. 10:30 2D 12
/ EGILSHÖLL/ ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL
á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr.
SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK
ROWAN ATKINSON
HHH
- K.I. -PRESSAN.IS
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Fyrsta
íslenska
teiknimyndin
í fullri lengd
og 3-D
FRÁBÆ
R TÓN
LIST-
MÖGN
UÐ
DANSA
TRIÐI
-ENTERTAINMENT
WEEKLY
HHHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
NÝJASTA
ÆVINTÝRIÐ UM
BANGSANN SEM
ALLIR ELSKA
ÍSLENSK TAL
LADDI - EGILL ÓLAFSSON - ÖRN ÁRNASON
TÖFRANDI
FJÖLSKYLDUSTUND
FRÁ DISNEY