Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. „Við mátum það þannig að dagurinn í dag væri einfaldlega dagur til þess að gleðjast og þakka fyrir það sem gert hefur verið. Við tókum þann pól í hæðina,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á líknardeild Landakotsspítala, en haldið var upp á 10 ára afmæli deildarinnar í gær. Fögnuðurinn fór þó fram í skugga þess að tek- in hefur verið ákvörðun um að loka deildinni í niðurskurðarskyni. Á myndinni sést Páll ræða við nokkra af gestunum í röðum starfsmanna og annarra sem tóku þátt í því að minnast þessara tímamóta í skugga lokunar. hjorturjg@mbl.is Morgunblaðið/Ómar 10 ára afmæli í skugga lokunar Egill Ólafsson egol@mbl.is Fækka þarf stöðugildum við Sjúkra- húsið á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks um 55-65 ef stofnanirn- ar eiga að ná fram markmiðum fjár- lagafrumvarpsins um sparnað á næsta ári. Störfum verður fækkað að hluta til með starfsmannaveltu en ekki verður komist hjá beinum upp- sögnum. Stjórnendur Sjúkrahússins á Ak- ureyri hafa lagt fram tillögur um sparnað en spítalinn þarf að spara 69 milljónir á næsta ári og 100 milljónir vegna halla á þessu ári. Spítalinn miðar við að störfum við sjúkrahúsið fækki um 20-25, en aðgerðirnar koma til með að hafa áhrif á störf 30- 40 starfsmanna. Spítalinn vonast eft- ir að fækkun starfsmanna gerist með starfsmannaveltu og ekki þurfi að koma til uppsagna. Tillögur stjórnenda spítalans gera ráð fyrir að dregið verði saman í skurðlækningum. Rúmum verður fækkað á hand- og bæklunarlækn- ingadeild. Þá verður deildum breytt í fimm daga deildir. Gerðar verða breytingar á vinnufyrirkomulagi og mönnun stoðdeilda svo sem á rann- sókn og myndgreiningu. Einnig verður dregið úr trúarlegri þjónustu spítalans. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þarf að skera niður um 71 milljón. Jón Helgi Björnsson, framkvæmda- stjóri stofnunarinnar, segir að þetta þýði að spítalinn þurfi að fækka stöðugildum um 9 sem feli í sér fækkun um 9-13 störf. Hann segir að niðurskurðurinn sé það umfangs- mikill að ekki verði komist hjá upp- sögnum. Sparnaðaraðgerðunum verði hins vegar ekki hrundið í fram- kvæmd fyrr en í nóvember. Bíða með aðgerðir fram yfir aðra umræðu Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þarf að skera niður um 64 milljónir. Hafsteinn Sæmundsson, fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, segir að þetta þýði fækkun starfa um 10- 13. Þetta gerist að hluta til í gegnum starfsmannaveltu en ekki verði kom- ist hjá uppsögnum ef áform um nið- urskurð verða ekki endurskoðuð. Hann segir að beðið verði með að- gerðir þangað til annarri umræðu um fjárlög er lokið. Hann segist ekki trúa því að þetta komi til fram- kvæmda enda sé verið að skemma svo mikið með þessu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þarf að spara 73 milljónir á næsta ári sem þýðir fækkun stöðugilda um 15- 17. Stjórnendur stofnunarinnar til- kynntu í vikunni að fólki yrði sagt upp fyrir mánaðamót. Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar þarf að spara um 21 milljón. Konráð Baldvinsson framkvæmdastjóri seg- ir að komist verði hjá uppsögnum. Tekið hafi verið vel á í rekstrinum á síðasta ári og starfsfólki hafi fækkað í ár með starfsmannaveltu. Fækka stöðugildum um 55-65  Fjögur af stærri sjúkrahúsum á landsbyggðinni þurfa að fækka starfsfólki verði fjárlagafrumvarpið samþykkt  Ekki verður alls staðar komist hjá uppsögnum Stjórnendur sjúkrahúsanna á landsbyggðinni segja að kostn- aður við hvert stöðugildi á sjúkrahúsum sé u.þ.b. 5 millj- ónir. Heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni er gert að spara á næsta ári rúmlega 600 milljónir. Ef ná á þeim sparnaði öllum með fækkun starfa þýðir það að fækka verður stöðu- gildum um 120. Landspít- alanum er gert að spara um 630 milljónir, en hann reiknar með að fækka stöðugildum um 85. Spara 600 milljónir ÞURFA AÐ FÆKKA FÓLKI Í drögum að fjarskiptaáætlun til næstu 12 ára sem innanríkisráðu- neytið hefur birt opinberlega er gert ráð fyrir að 90% heimila og vinnustaða eigi kost á 30 Mb net- tengingu fyrir árið 2014 og að allir hafi þennan aðgang fyrir árið 2022. Jafnframt er sett það mark- mið að 50% heim- ila og vinnustaða eigi kost á 100 Mb háhraðaneti árið 2014 og 99% árið 2022. Ráðuneytið hefur einnig birt drög að fjarskiptaáætlun til fjög- urra ára. Þar er sett það markmið að yfirfærsla hliðrænnar útsend- ingar sjónvarps yfir á stafrænt form verði lokið fyrir árslok 2014. Ennfremur er gert ráð fyrir að þjóðskrá, skipaskrá, ökutækjaskrá og fleiri skrár verði sameinaðar í samvinnu við nýja upplýsinga- tæknimiðstöð. Innleiða á eftir þörf- um tilskipun ESB varðandi opinn póstmarkað. Þá á að opna fyrir að- gang að skjölum og samskiptum einstaklinga og lögaðila við opin- bera aðila á Ísland.is. egol@mbl.is Setja ný markmið um háhraðanet Ögmundur Jónasson Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele uppþvottavélar Horfur eru á að útsvarstekjur Hafn- arfjarðarbæjar verði 9% hærri í ár en reiknað var með í fjárhagsáætlun. Útgjöldin hækka hins vegar veru- lega vegna kjarasamninga sem gerð- ir voru á árinu. Útgjöld fræðslusviðs aukast um 11%. Á fundi bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar í gær var lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun. Áætlaðar skatttekjur hækka sam- kvæmt áætluninni um 994 milljónir. Útsvarstekjur hækka um 819 millj- ónir og verða 8,7 milljarðar króna. Áætlaður launakostnaður hækkar samtals um 989 milljónir vegna nýrra kjarasamninga og leiðrétting- ar á áætlaðri hagræðingu vegna upp- sagna starfsmanna. Í bókun sjálfstæðismanna sagði að endurskoðuð fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs sýndi að áætlanir meirihlutans stæðust ekki og útgjöld væru enn að aukast umfram tekjuaukningu. „Tekjur aukast um 9% en samhliða eykst kostnaður hjá fræðslusviði um 11% og um 11% í málaflokknum íþrótta- og tómstundamál. Ebitda lækkar um 100 milljónir frá fyrri áætlun og þannig er framlegð að minnka jafnvel þó að tekjur séu að aukast. Auknar tekjur eiga að auka framlegð, en forsendur þess eru að kostnaðaráætlunum sé fylgt.“ Í bókun meirihluta bæjarstjórnar segir að fjárhagsáætlunin hafi það að leiðarljósi að Hafnarfjörður standi við skuldbindingar sínar, tryggi óskerta grunnþjónustu og lágmarki álögur á bæjarbúa. „Sýnir endur- skoðun fjárhagsáætlunar 2011 að það hafi tekist.“ egol@mbl.is Tekjur Hafnarfjarðarbæj- ar hækkuðu um milljarð  Útgjöld fræðslusviðs og vegna íþróttamála jukust um 11% Aukin útgjöld » Í endurskoðaðri áætlun hækkar kostnaður fræðslu- sviðs um 11% eða 704 millj- ónir. Laun og launatengd gjöld hækka um 400 milljónir en þar af er hækkun vegna kjara- samninga áætluð 310 milljónir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.