Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 40
LHG/Árni Sæberg Heimkoma Þór kom til Íslands í gær og voru Vestmannaeyjar fyrsti viðkomustaðurinn. Þyrlur Landhelgisgæslunnar fylgdu varðskipinu síðasta spölinn. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það var vel við hæfi að Vestmannaeyjar væru fyrsti íslenski viðkomustaður varðskipsins Þórs, nýja eftirlits- og björgunarskips Íslendinga, en skipið lagðist að bryggju í Friðarhöfn í gær eft- ir að hafa verið afhent í Síle fyrir rúmum mán- uði. „Hér er vagga Gæslunnar,“ sagði Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á Þór, skömmu áð- ur en hann kom með áhöfn sinni á nýja skipinu til Eyja, en 18 manns eru í áhöfn. Hann rifjaði upp að Eyjamenn hefðu stofnað Björgunarfélag Vestmannaeyja 1918 og keypt fyrsta varðskipið Þór 1920. „Hann var ýmist kallaður fyrsti Þór, Vestmannaeyja-Þór eða Fjöru-Þór af því að hann strandaði.“ Skipið var afhent 23. september og var lagt af stað frá Talchuano í Síle 28. september. Siglt var um Panamaskurð 6. og 7. október, stoppað í fjóra sólarhringa í Boston, þar sem meðal ann- ars var tekið hús á bandarísku strandgæslunni áður en siglt var til Halifax í Kanada þar sem allur dráttarbúnaður var tekinn um borð. Nýja skipið er fjórða skip Landhelgisgæsl- unnar sem ber nafnið Þór. Landssjóður keypti fyrsta skipið af Björgunarfélagi Vestmannaeyja og var afsalið gefið út 1. júlí 1926, sem jafn- framt er stofndagur Landhelgisgæslu Íslands. Leiðindaveður var um hádegisbil í gær, 40 til 50 hnútar, þegar Þór nálgaðist Vestmanneyjar, en síðan rættist úr því. „Það fer vel á því,“ sagði skipherrann og bætti við að skipið hefði reynst mjög vel á leiðinni frá Síle. „Þó að siglingin hafi verið löng er einn kostur við það – það er búið að taka flesta barnasjúkdóma úr skipinu nú þeg- ar við komum heim.“ Sigurður Steinar segir að skipið sé mjög tæknivætt. „Það hefur verið brotið blað í sögu íslensku þjóðarinnar,“ segir hann og áréttar að starfsmenn ASMAR-skipasmíðastöðvarinnar í Talchuano í Síle hafi lagt mikinn metnað í smíði skipsins, hlutir hafi komið víða að og nauðsyn- legur undirbúningur verið tímafrekur. »16-17 Brotið blað í sögu þjóðar  Varðskipið Þór, nýja eftirlits- og björgunarskip Íslendinga, komið til landsins  Tók út flesta barnasjúkdómana á leiðinni og fór síðan í vöggu Gæslunnar FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ævintýrahús í Reykjavík 2. Aftur til sölu en 70% dýrari 3. Úrin úr ráninu fundin 4. Fimm flytja úr landi á dag »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hermann Gunnarsson mun stýra söngveislunni Jólastjörnur Hemma Gunn á skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi fyrir jól. Veislan hefst að loknu jólahlaðborði en meðal jóla- stjarna verða Mugison og Bjarni Ara. Morgunblaðið/Ernir Hemmi Gunn og jólastjörnur á SPOT  Tenórsöngvar- inn Kristján Jó- hannsson þurfti að vera yfir nótt á Landspítalanum fyrir hálfum mán- uði, þá nýkominn frá Ítalíu þar sem hann söng á tón- leikum. Kristján sagðist í samtali við blaðamann í gær hafa ofgert sér ytra en færir starfs- menn spítalans hefðu komið honum í gírinn á ný. Kristján brattur eftir stutta sjúkrahúsdvöl  Gagnrýni um kvikmyndina Okkar eigin Osló birtist sl. mánudag á vef kvikmyndatímaritsins Variety. Í henni segir m.a. að í myndinni séu hnyttin samtöl en nokkuð vanti þó upp á trúverðugleika ást- arsambands aðal- persónanna sem Þorsteinn Guð- mundsson og Brynhildur Guð- jónsdóttir léku. Hnyttin samtöl en ótrúverðugt samband Á föstudag Norðaustan 5-10 og dálitlar skúrir eða él um landið norðvestanvert, en annars hægari og þurrt að mestu. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt, rigning eða súld um landið norðanvert, en yfirleitt þurrt sunnan- lands. Heldur hvassara um landið norðvestanvert í kvöld. VEÐUR Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann Norður- Íra í undankeppni Evrópu- móts landsliða í Belfast í gærkvöld, 2:0. Sigurinn var sannfærandi en Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Íslands með tveggja mínútna millibili fyrir hlé. Íslendingar eru efstir í riðl- inum með 13 stig eftir fimm leiki. Næsti leikur verður í vor. »4 Ísland trónir á toppnum Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á öðrum hring á fyrsta stigi úrtöku- mótanna fyrir bandarísku PGA- mótaröðina í golfi í Norður-Karólínu í gær og lék á 70 höggum, tveimur höggum undir pari vallarins. Reiknað er með að um 22 kylfingar komist áfram á 2. stigið að loknum fjórum keppnisdögum á föstudags- kvöldið. »1 Birgir Leifur á tveimur undir pari eftir 2 daga ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Knattspyrnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason gerir ráð fyrir því að yfir- gefa norska úrvalsdeildarliðið Sta- bæk þegar samningur hans við félag- ið rennur út eftir tímabilið. Pálmi segir að áhugi sé frá liðum í Skandi- navíu en hann hefur leikið með Stabæk í fjögur ár. »1 Pálmi Rafn á förum frá norska liðinu Stabæk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.