Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Það er búið að vera mjögfróðlegt að fylgjast meðframþróun rokksveitar-innar Sólstafa í gegnum tíðina. Hún hóf ferilinn sem til- tölulega hefð- bundin svart- málmssveit en snemma var ljóst að meðlimir höfðu lítinn áhuga á að gerast tónlistarlegir sporfarar; hófu að skekkja formið og skæla, okkur hlustendum til mikilla heilla. Motör- head-legt grúvrokk, Sonic Youth skotin nýbylgja, síðrokk að hætti Sigur Rósar, allt þetta hefur poppað upp í hinni einstöku Sólstafahræru. Í hittiðfyrra tók sveitin svo mjög ákveðið skref framávið með útgáfu plötunnar Köld en með henni mark- aði hún sér eftirtektarverða sér- stöðu. Tónlistin þar hljómar ekki eins og neitt annað sem þú hefur heyrt í þessum blessaða þunga- rokksheimi, tónlistin nokkurs konar gotneskt kuldarokk, þrætt með dramatískum síðrokksköflum og undirlagið melankólískt mjög. Á þessari nýjustu plötu, hinni ógur- legu Svartir sandar (tvöfaldur geisladiskur takk fyrir) nær þessi þróun ákveðnum hápunkti. Þrátt fyrir lengdina heldur platan þér í ljúfum heljargreipum allt frá fyrsta lagi til hins síðasta og hlutir sem ýj- að var að á síðustu plötu verða að snjóbjörtum veruleika hér. Fyrsta lagið, „Ljós í stormi“ hefst á Sigur Rósarlegri gítarbjögun en svo er allt keyrt í gang. Gítarar rifn- ir og hráir og söngrödd Adda, Að- albjarnar Tryggvasonar, er tilfinn- ingaþrungin og ástríðufull. Lagið, sem er tólf mínútur, er svo brotið upp með fallegu, dramatísku viðlagi, sem færir þig á bríkina. Og þar ertu svo meira og minna út plötuna. Lagatitlar eins og „Stinnings- kaldi“, „Stormfari“ og „Ljós í stormi“ segja sitt, þessi plata er ep- ísk og „stór“, þrjú lög fara yfir tíu mínúturnar en samt er aldrei dauður punktur. Allir textar eru á íslensku og það gefur plötunni enn frekari vigt. Í stuttu máli sagt, þá gengur allt upp á þessari plötu. Við þekkjum það að besta tónlist- in selur sig alltaf sjálf. Sannir braut- ryðjendur eins og Björk og Sigur Rós náðu eyrum umheimsins í krafti tónlistarinnar, ekki einhverra láta- láta. Köld vakti verðskuldaða athygli í alþjóðlegum þungarokksheimi á sínum tíma en þessi plata er þegar komin mun lengra og eyru sperrast nú upp um allar grundir. Með því að nesta sig upp af áhrifum héðan og þaðan en halda svo óhikað út á ókönnuð svæði með allan pakkann og skeyta í engu um utanaðkomandi kröfur hefur Sólstafa-liðum tekist að meitla út sannkallað þrekvirki. Svartir sandar sýna glögglega að listræn heilindi er eitthvað sem menn eiga að halda í, sama hvað á dynur og ef þú vinnur af elju að markmiðum þínum, sama hvað taut- ar og raular, þá muntu á endanum uppskera. Til hamingju, strákar. Sólstafir – Svartir sandar bbbbb ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Hugrekki „… en halda svo óhikað út á ókönnuð svæði með allan pakkann“. Spáð er vaxandi stormviðri af norðri AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þeir sem hafa tuðað hvað mestyfir lýsingunni sem ÓlafurElíasson hannaði inn í gler- hjúp Hörpu, og segja hana daufa, hefðu átt að sjá bygginguna á laug- ardagskvöldið var. Lýsingin á alla jafna að vera hófstillt – og þannig hefur hún verið á stjörnubjörtum haustkvöldum; mislitir glampar sem kallast á mildilegan hátt á við umhverfið. En á laugardaginn dönsuðu skærbláir tónar eftir hjúpnum og fylltu hann stundum al- veg upp. Úti í Viðey boraði friðar- súla Yoko Ono sér upp í ský. Það voru ekki amalegar móttökur fyrir gesti á frumsýningu Töfraflaut- unnar í Hörpu; ljósaverk Ólafs og Ono, sem eru númer 21 og 92 á lista Artfacts.net yfir áhrifamestu myndlistarmenn samtímans.    Anddyri Hörpu var troðfullt aftónlistarunnendum enda stórir viðburðir í húsinu; tónleikar Bjark- ar og fyrsta frumsýning Íslensku óperunnar í Eldborg. Þetta var tals- vert önnur aðkoma en í Gamla bíói; gestir á annað þúsund og ekkert brak í sætum. En þótt Gamla bíó sé lítið og rúmi fáa, þá eru þó sviðs- tjöld þar og rými fyrir leikmyndir. Svo er ekki í Eldborg, fyrir þá heimsku í hönnunarferlinu að gera ekki ráð fyrir óperuuppfærslum í húsinu. Og þar sam ég sat í salnum á laugardaginn og naut flutningsins og tónlistarinnar sem barst mjög vel um salinn, þá gat ég ekki annað en hneykslast á þessum kjánaskap – og velti fyrir mér hvort ekki hefði verið hægt að stækka sviðsdyr á lokastigi framkvæmdanna eftir hrun, þegar ákveðið var að salurinn yrði á vissan hátt fjölnota.    Hlutverk leikmyndarhönn-uðar sem tekst á við þetta svið er ekki öfundsvert. En Axel Hall- kell Jóhannesson gerir þó vel. Í raun er aðdáunarvert hvað þeim Páli Ragnarssyni ljóshönnuði auðn- ast með hugkvæmni sinni. Fremst eru flennistór tré, sem skýla söngv- urum sem eru að fara út um sviðs- dyr, og aftast virðist strengt net fyrir baksviðið og með lýsingu og myndvörpun á það fær áhorfandinn tilfinningu fyrir staðsetningunni, í hofi reglubræðra eða í náttúrunni. Yfir öllu saman er skjár sem þrír pattaralegir englar hanga á og er söngtextunum varpað á hann. Framlag Bernds Ogrodniks brúðumeistara á sinn þátt í að gæða ævintýrið lífi, hvort sem um er að ræða snákinn sem hrellir Tamínó prins og virðist sóttur í leyniklefa Harrys Potters, broslegan fuglinn sem Papagenó eltist við eða krókó- díla sem verða sæhestar. Listrænir stjórnendur sýning- arinnar hafa verið meðvitaðir um að þeir þyrftu virkilega að taka á sínu til að gæða þetta stóra rými lífi, og Filippía I. Elísdóttir lætur ekki sitt eftir liggja; búningar hennareru svalir og víðáttumiklir. Ég skildi ekki alveg hvað Nætur- drottningin var að gera með pá- fugla í eftirdragi, eða í páfuglsbún- ingi, en margt var virkilega vel gert hvað klæðin varðaði. Og víð- áttumiklar hárkollur kvennanna; þar var eins og Þóra Einarsdóttir, sem söng eins og engill, hefði laum- ast inn í búningsklefa Bjarkar og stolið Biophiliu-kollu hennar.    Vissulega er tónlistin aðal-atriðið þegar komið er í óper- una en sjónarspilið skiptir líka máli. Þótt sviðslausnirnar hafi margar verið snjallar, þá var vandræðalegt að sjá hvernig aðstoðarmaður þurfti að reisa mastur með frímúr- aratáknum á báti andanna, sem nokkrum sinnum sigldi inn á sviðið, um leið og hann var kominn inn um lágar sviðsdyrnar. Þegar bátsskelin ók út hinum megin héldu óperu- 0gestir niðri í sér andanum í spenn- ingi yfir því hvort það tækist að „fella seglin“. Einu sinni lá við að það tækist ekki. En þetta var gam- an. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tignarleg sena í hofinu Það drundi í bassanum Jóhanni Smára Sævarssyni í hlutverki Sarastrós, þar sem reglubræður greiddu atkvæði um nýja félaga. Ævintýri í óvinveittu umhverfi Undir frímúraraseglum Ágúst Ólafsson sem Papagenó hlýðir á þrjá anda leggja honum lífsreglur úr báti með frímúraratákn sem segl. Hátt uppi Diddú þandi raddböndin sem Næturdrottningin. »Þar var eins og ÞóraEinarsdóttir, sem söng eins og engill, hefði laumast inn í búnings- klefa Bjarkar og stolið Biophiliu-kollu hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.