Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Evrópa unga fólksins styrkti fyrir stuttu AFS-skiptinemasamtökin í ungmennaskiptum sem höfðu yfir- skriftina „Sjálfboða- liðastarf á ham- faratímum“. Í þessum ung- mennaskiptum voru þátttak- endur frá Ís- landi, Belgíu, Portúgal og Tékklandi og voru þar margar smiðjur, verkefni og umræður tengdar sjálfboða- liðastarfi. Þessi ungmennaskipti vöktu þátttakendur til umhugsunar um sjálfboðaliðastarf í sínum heimalöndum og einnig um mik- ilvægi og gildi þess. Þegar fólk heyrir orðið sjálfboða- liðastarf koma ýmsar myndir upp í hugann. Sumum verður hugsað til Rauða krossins, björgunarsveitar- innar, Mæðrastyrksnefndar, Amn- esty International og sjálfboða- liðavinnu í þriðja heiminum. Þetta eru vissulega allt virk samtök sjálf- boðaliða sem eiga viðurkenningu og hrós skilið fyrir vinnu sína, en hversu mikið meira veit almenn- ingur um sjálfboðaliðastarf? Sjálfboðaliðavinna er skilgreind sem ólaunuð vinna einstaklings, oft- ast fyrir einhver samtök eða félög, sem oftar en ekki eru ætluð til upp- byggjandi starfa. Margir virðast telja sjálfboðaliða- starf vera eitthvað mjög bindandi og ábyrgðarmikið og vera hlutverk ofur-einstaklinga; ofurgöfugra einstaklinga sem fórna sínum dýr- mæta tíma í tilraun til þess að bjarga heiminum. Raunin er þó sú að sjálfboðaliðastarf felst ekki að- eins í að bjarga mannslífum og vera hetja, heldur getur sjálfboðaliða- starf falist í svo rosalega mörgu. Það getur verið fólgið í t.d. papp- írsvinnu samtaka, kynningu á hlut- verkum samtaka, fjáröflun, ungliða- starfi, fræðslu, námskeiðahaldi, að rétta fram hjálparhönd á tímum hamfara og jafnvel að aðstoða náungann. Sjálfboðaliðastarf þarf ekki að vera neitt bindandi og ábyrgð- armikið – það getur verið jafn ein- falt og að aðstoða nágrannann við að setja upp nýja girðingu eða að aðstoða við að þrífa upp ösku eins og gert var þegar Eyjafjallajökull gaus. Margir þeirra sem hafa búið í öðru landi hafa áttað sig á hversu gott við höfum það hér á landi og hafa séð hvað við fáum mikið upp í hendurnar – því er tilvalið (og ætti að vera sjálfsagt) að gefa eitthvað, þó það sé ekki nema hjálparhönd, tilbaka út í umheiminn og sam- félagið. Það eru ýmis störf sem fólk fær greidd laun fyrir hér á Íslandi, sem í öðrum löndum eru alveg, eða að hluta til, sjálfboðaliðastörf. Sem dæmi má nefna slökkviliðsstarf í ýmsum löndum, eins og t.d. Portú- gal – þar treystir almenningur á al- menning fyrir lífi sínu. Annað dæmi er elliheimili – í mörgum löndum gefur fólk vinnu sína við að t.d. skipuleggja atburði fyrir aldraða. Það er eitthvað um að fólk geri það á Íslandi, en það mætti aukast til muna. Sem fleiri dæmi má nefna aðhlynningu á borgum/bæjum, aðhlynningu á náttúru og dýrum, sjálfboða- liðastarf í félagsheimilum og upp mætti lengi telja. Þó að maður gefi vissulega af sér við sjálfboðaliðavinnu, þá er svo margt sem maður fær til baka. Fyrst og fremst er sjálfboðaliða- vinna einstaklega gefandi og gefur manni hreina og góða samvisku. En að auki skapar sjálfboðaliðavinna gjarnan víðsýni, maður fær að prófa eitthvað nýtt, maður fær oft góðan félagsskap og eignast góðan hóp vina. SVANDÍS ÓSK SÍMONARDÓTTIR, móttökustarfsmaður og er sjálf- boðaliði í AFS-samtökunum. Sjálfboðaliðastarf Frá Svandísi Ósk Símonardóttur Svandís Ósk Símonardóttir Einelti er það erfiðasta sem barn og jafnvel fullorðinn getur gengið í gegnum og sú umræða sem farið hefur í gang í Garðinum er farin að verða frekar ljót. Við getum bara sagt okkar sögu og er hún ekki falleg en ákváðum bara að stikla á því helsta. Við eigum stelpu sem í dag er orðin 17 ára. Hún er ennþá að vinna sig út úr þeirri vanlíðan sem hún varð fyrir þar. Við gáfumst upp á skólanum og fluttum burt frá bæjarfélaginu. Dóttur okkar leið það illa að hún vildi deyja. Að heyra hana segja þetta var okkur mjög erfitt. Ótt- inn sem við upplifðum var mikill og við vorum hrædd um að missa hana. Hún var heppin, ef heppin skyldi kallast, hún varð aldrei fyr- ir líkamlegu ofbeldi. Henni var hafnað af stelpunum og uppnefnd af strákunum. Svo er það þannig í þessum skóla að ef við erum til vandræða þá lendum við foreldrar í vanda með það fólk innan skól- ans sem kemur að barninu. Þess- ari yndislegu stelpu sem við eig- um og elskum leið svo illa og við gátum ekkert gert til þess að lina þjáningar hennar. Sem barn var hún róleg og glaðvær, alltaf bros- andi. Svo sáum við glampann í augunum hennar deyja hægt og rólega. Hún fór að loka sig meira og meira af frá umheiminum þar til hún hætti að taka þátt í hinu daglega amstri lífsins. Í dag treystir hún engum, hún fer í skólann en ekkert meir, er heima Einelti, ekki gera lítið úr fórnarlömbunum Frá Önnu Kristínu Kristófersdóttur og Viktori Þór Reynissyni alla daga. Hverjir voru það sem brugðust barni okkar? Það full- orðna fólk sem við áttum að treysta fyrir henni á daginn yfir vetrartímann. Við foreldrar eigum að láta börnin okkar í skólann, það eru lög. Við foreldrar hennar brugðumst henni líka. Við létum hana vera í þessu umhverfi sem drap lífsneistann hennar alltof lengi. Við létum þetta viðgangast í 9 ár en þá gáfumst við upp. Bar- áttan varð alltof hörð og líf dóttur okkar í húfi. Við hjónin pökkuðum niður öllu okkar dóti og fórum. Hvað ætlar þessi skóli að kom- ast upp með þetta lengi? Þau eru að rústa lífi barna og þegar loksins upp um þau kemst þá gera þau lít- ið úr þolendunum og neita því að vandamál sé fyrir hendi. Þau voga sér að segja að barn okkar hafi ekki upplifað þetta og mörg önnur börn sem þarna hafa verið. Að fullorðið fólk skuli haga sér svona. Skólaganga stelpunnar okkar eyði- lagði æsku hennar svo mikið er víst og við grátbiðjum ykkur: Stoppið þetta núna, það eru alltof mörg börn í þessum sporum. Hvaða máli skipta einhverjar pró- sentutölur, þó svo að um eitt barn væri að ræða eða 10 ætti líðan þeirra og reynsla þeirra að vera í fyrirrúmi. Það á ekki að gera lítið úr þessu heldur vinna saman til þess að finna leið sem kemur í veg fyrir að æsku þessara barna sé rústað. Það eiga öll börn rétt á áhyggjulausri æsku. ANNA KRISTÍN KRISTÓFERSDÓTTIR OG VIKTOR ÞÓR REYNISSON. Enn einu sinni hafa samgöngur á sunn- anverðum Vest- fjörðum komist í frétt- irnar eftir að innanríkisráðherra ákvað að styðja Ólínu Þorvarðardóttur sem berst gegn þverun fjarðanna og leggur þess í stað til að grafin verði veggöng undir Hjallaháls samhliða vel uppbyggðum heilsársvegi yfir Ódrjúgsháls. Best væri að losna strax við báða hálsana ef menn vilja klára dæmið fyrir fullt og allt. Að öðrum kosti heldur það áfram og stoppar hvergi. Samhliða jarð- gangagerðinni undir Hjallaháls leysir það engan vanda ef heima- menn sitja áfram uppi með einn ill- viðrasaman og snjóþungan farar- tálma milli Gufufjarðar og Djúpa- fjarðar. Þar tryggir uppbyggður vegur aldrei öruggar vetrarsam- göngur á meðan 3,7 km löng jarð- göng undir Klettsháls eru ekki í sjónmáli. Samhliða þverun fjarðanna sem Ögmundur Jónasson og Ólína Þor- varðardóttir berjast gegn væri vel hægt að stytta landleiðina frá Bjarkarlundi inn í Kollafjörð um 30 km ef grafin yrðu stutt veggöng undir Skálanesfjall sem kæmu út í gegn sunnan við Galtará. Sam- anlagt hverfa þá þrír farartálmar á milli Þorskafjarðar og Kollafjarðar ef hætt yrði við fyrirhugaðan veg sem á að standa hærra en núver- andi vegur við Skálanes. Í þeirri hæð sem þessi vegur er ákveðinn veit enginn hvort þetta vegstæði sleppur við 25 til 35 metra veð- urhæð og ísingu sem enginn getur séð fyrir. Útilokað er að Vegagerð- in geti tryggt að nýr vegur fyrir of- an Skálanes verði hindrunarlaus allt árið um kring. Mestu máli skiptir að fram- kvæmdum við nýjan Vestfjarðaveg verði lokið áður en talað verður um þverun fjarðanna. Á sunnanverðum Vestfjörðum komast byggðirnar aldrei í öruggara vega- samband við Dala- byggð og Hólmavík án vegganga undir Klettsháls. Sunnan Dynjand- isheiðar má alls ekki láta byggð- irnar, atvinnulífið, þjónustuna og mannlífið bíða eftir varanlegri teng- ingu við þjóðvegakerfi landsins lengur en orðið er. Í stað þess að magna upp pólitískan hrepparíg á milli byggðanna ættu Barðstrend- ingar og Dalamenn frekar að standa saman næstu 10 árin og kynna sér hvort þessi tenging verði best tryggð með vel uppbyggðum heilsárvegi um Laxárdalsheiði eða stuttum veggöngum undir Bröttu- brekku sem fyrrverandi þingmenn Vesturlands vildu aldrei tala um áð- ur en kjördæmabreytingin var sam- þykkt. Með tillögunni um göng undir Hjallaháls og heilsársveg yfir Ódrjúgsháls leggjast innanrík- isráðherra og fyrrverandi skóla- meistari gegn B-leið um Teigsskóg og þverun Gufufjarðar og Djúpa- fjarðar sem þýðir að báðir hálsarnir hverfa endanlega. Milli Þorska- fjarðar og Gufufjarðar eru tveir hálsar erfiðir yfirferðar. Þar eru brekkurnar brattar og vegurinn niðurgrafinn á köflum. Þessi áform mættu strax mikilli andstöðu land- eigenda í Þorskafirði sem stofnuðu til málaferla og höfðu sitt fram í Hæstarétti. Hart geta menn deilt um dóminn og hversu sanngjarnt það sé fyrir heimamenn að verða af góðri samgöngubót vegna formgalla í úrskurði ráðherrans um fram- kvæmdina. Forystumenn allra sveitarfélag- anna sem vilja láglendisveg á sunn- anverðum Vestfjörðum hafa hvað eftir annað hafnað tillögu ráð- herrans. Allar sveitarstjórnirnar í fjórðungnum skulu ásamt heima- mönnum berjast gegn þessari ákvörðun um uppbyggðan veg yfir báða hálsana til að stöðva þetta svikabrigsl Ögmundar. Í samráðs- ferlinu leggja fulltrúar heimamanna fram málamiðlunartillögu sem gerir ráð fyrir veggöngum undir Hjalla- háls og að vegurinn verði lagður út Djúpafjörð að vestanverðu og yfir Gufufjörð. Þannig yrði sneitt hjá Ódrjúgshálsi og Teigsskógi. Þessari leið hafa Skipulagsstofnun og um- hverfisráðuneytið hafnað. Eins og við mátti búast olli það fulltrúum heimamanna miklum von- brigðum. Eftir marga fundi með fulltrúum sveitarfélaganna lagðist innanríkisráðherra undir feld og bar fram tillögu um að byggður yrði nýr vegur yfir báða hálsana samhliða hugmyndinni um jarðgöng undir Hjallaháls. Vetrareinangrun byggðanna norðan Reykjanesfjalls hverfur aldrei á meðan deilurnar við heimamenn um Vestfjarðaveg og þverun fjarðanna verða áfram í óleysanlegum hnút þótt jarðgöng undir Klettsháls komi síðar til álita. Bíðum þess að ríkisstjórnin falli. Svikabrigsl Ögmundar Eftir Guðmund Karl Jónsson »Útilokað er að Vegagerðin geti tryggt að nýr vegur fyrir ofan Skálanes verði hindrunarlaus allt árið um kring. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Einhvers staðar rak ég augun í eitt- hvað um hávaxta- stefnu íslenskra banka. Kom það frekar spánskt fyrir sjónir. Ég á ofurlít- inn varasjóð sem ætl- aður var til þess að ég gæti keypt mér brækur til skiptanna þegar kæmi fram á elliárin, sem nú er orðið. Hæstu vextir sem mér er kunnugt um að mér standi til boða nú um veturnætur 2011 eru tæp 3%. Af þeim hávöxtum tekur ríkið þar að auki 20% í fjármagns- tekjuskatt. Verðbólgan er, ef ég hef ekki misst af nýrri mælingu, 5,6%. Forlátið mér þó ég sjái ekki í hendi mér hverjar fjármagns- tekjur mínar eru. Hverjir eru það sem eiga eitt- hvað á innlánsreikningum bank- anna – bankanna sem geta ekki einu sinni hunskast til að halda í við verðbólguna þannig að þeir sjóðir sem þeim er trúað fyrir, og væntanlega eru það sem bank- arnir hafa til þeirra útlána sem þeir hafa milljarða rekstrarhagnað af, haldi sjó? Ég veit það ekki, en þykist vita að einhver hluti þeirra séu eftirlaunaþegar sem með ráð- deild og útsjónarsemi hafa komið sér upp varasjóði eins og ég nefndi hér að framan. Með því að halda til haga því litla sem eftir stóð þegar búið var að greiða alla skatta og skyldur eins og vera bar og því sem þurfti til framdráttar lífsins hverju sinni. Sem bankar og ríkisstjórn landsins eru nú að éta niður með neikvæðum vöxt- um og ósanngjörnum fjármagns-„tekju“- skatti ofan á þessa neikvæðu vexti. Hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að neikvæðir vextir séu fjármagns- tekjur? Og svo eru þessir vesældarvextir ofan í kaupið látnir rýra grunnlífeyri okkar frá TR alla leið niður í ekki neitt. Á sama tíma ríða aðrar kjara- skerðingar yfir okkur gaml- ingjana. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár á lífeyrir okkar aðeins að hækka um 3,5% meðan gert er ráð fyrir 5,1% verð- bólgu. Hér er ég til dæmis að vitna í grein Björgvins Guðmunds- sonar viðskiptafræðings í Morg- unblaðinu 19. október síðastliðinn. Lægstu laun í þjóðfélaginu hækk- uðu 1. júní síðast liðinn um 10,3% en lægstu bætur (ellilaun munu flokkast undir bætur) bara um 6,5%. Björgvin bendir ennfremur á að um áramótin 2008-2009 hafi þrír fjórðuhlutar lífeyrisþega að- eins fengið hálfa verðlagsuppbót, 9,6%, þegar verðbólgan var tæp 20%. „Árin 2009 og 2010 hækkaði kaup láglaunafólks um 16% en á því tímabili fengu aldraðir og ör- yrkjar enga hækkun,“ segir Björgvin ennfremur. Er það velferðarstjórn sem stendur svona að velferð aldraðra? Eru brækur ódýrari fyrir okkur gamla fólkið en þá sem yngri eru? Eða þurfum við síður á þeim að halda? Kostar súpuketið okkur minna? Eða brauðið? Eða raf- magnið? Og skattar hækka jafnt og þétt. Hvað er það annað en skatta- hækkun þegar bifreiðagjald hækk- ar um 5,1%? Eða þegar álagning á vörugjald af bensíni og olíugjald hækkar um 5,1%? Svo ég nefni nú bara þær hækkanir sem ég rek augun í akkúrat núna. Við gamla fólkið hljótum að gera kröfur. Við hljótum að heimta að bankarnir tryggi okkur að lágmarki þá vexti á ellisjóði okkar að þeir jafni verðbólguna hverju sinni. Við hljótum að heimta að 25-30 milljóna heildar- eign hvers eins okkar í þessum ellisjóðum verði undanþegin fjár- magnstekjuskatti. Við hljótum að heimta að neikvæðir vextir séu ekki fjármagns-„tekjur“. Við hljót- um að heimta að við fáum sömu lágmarks-kjarabætur á okkar laun og annað fólk í landinu fær á sín laun. Því eftirlaun eru laun en ekki ölmusa. Eftir Sigurð H. Hreiðarsson Sigurður H. Hreiðarsson » Fjármagns- „tekju“-skattur af neikvæðum vöxtum. Neikvæðir vextir rýra grunnlífeyri frá TR niður í ekkert. Lífeyr- ishækkun næsta árs undir verðbólguspá. Höfundur er eftirlaunaþegi án eftirlauna. Opið bréf til banka og ríkis- stjórnar – Við hljótum að heimta Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.