Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Árið 1951 gerðu borg- aryfirvöld og eigendur Bræðraborgarstígs 31 með sér makaskipa- samning þar sem þeir skiptu á lóðarskikum A við Bræðraborgarstíg og B við Hávallagötu. Ætlun borgarinnar með þessum samningi var að færa bílastæði af skika B yfir á skika A þegar hús á lóðinni yrði endur- byggt. Í samningnum segir svo: „Hinsvegar er um það samkomulag milli aðilanna, að þar til húsið Bræðraborgarstígur 31 verður end- urbyggt, nýtt hús reist á lóðinni og gatan breikkuð, hafi eigendur Bræðraborgarstígs 31 afnotarétt spildunnar A, án endurgjalds. Á sama tíma hefir bæjarstjórnin endurgjalds- lausan afnotarétt spildunnar B, sem að undanförnu hefir verið notað fyrir bifreiðastæði.“ Ekkert hefur raskað þessu ákvæði samningsins á undanförnum 60 árum. Borgin hefur haft skika B til afnota sem almenn bílastæði og eigandi Bræðraborgarstígs 31 haft skika A til afnota. Nú ætla borgaryfirvöld hins vegar að falla frá hinum samningsbundna afnotarétti sínum á spildu B og fella niður 7-8 almenn bílastæði sem þar hafa verið frá því fyrir miðja síðustu öld. Þetta ætla þau er gera án þess að gera eiganda Bræðraborgarstígs 31 að rýma reit A svo þar megi gera bíla- stæði í stað þeirra sem falla niður á reit B. Í einfaldri mynd fer þarna fram eftirgjöf á samningsbundnum réttindum borgarinnar til eiganda Bræðraborgarstígs 31. Andmæli á annað hundrað næstu nágranna þessa svæðis höfðu, þar til núverandi meiri- hluti í borgarstjórn komst til valda, dugað til að stöðva málið. Nú er málið hins vegar keyrt í gegn. Eigandinn, sem hagnast á þessari eftir- gjöf borgarinnar, er nefndarformaður hjá núverandi meirihluta borgarstjórnar, Sam- fylkingar og Besta flokks. Gjöfin er til afgreiðslu í borgarráði í dag. Í borgarráði situr Dagur B. Eggertsson sem hefur lýst því yfir að hann vilji standa vörð um bílastæði í þessum borgarhluta. Í skriflegri yfir- lýsingu um þetta tiltekna mál árið 2006 sagði Dagur: „… því þótt um einkalóð sé að ræða hefur borgin af- not af stæðunum skv. sérstökum samningi sem mér sýnist að ekki verði breytt nema í samkomulagi beggja.“ Hefur þessi skilningur Dags á samningsbundnum rétti borgarinnar breyst til hins besta? Eftir Glúm Jón Björnsson »Nú ætla borgar- yfirvöld hins vegar að falla frá hinum samningsbundna af- notarétti sínum á spildu B og fella niður 7-8 almenn bílastæði sem þar hafa verið frá því fyrir miðja síðustu öld. Glúmur Jón Björnsson Höfundur er efnafræðingur og er íbúi í Vesturbæ. Bestuvinavæðing í Vesturbæ Þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins hefur nú í fjórða sinn lagt fram ítarlegar efna- hagstillögur. Nái efna- hagstillögur okkar fram að ganga er það til bóta fyrir sam- félagið í heild, hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki. Þing- flokkur Framsókn- arflokksins lagði í síð- ustu viku einnig fram sínar efnahagstillögur og það er óhætt að segja að stærstur hluti stjórnarand- stöðunnar á þingi gerir sér fyllilega grein fyrir því hver brýnustu verk- efnin eru í dag. Við getum ekki áfram búið við þá stöðnun sem nú á sér stað hér á landi. Við erum með atvinnulíf sem stendur í baráttu við stjórnvöld á hverjum degi og hinum megin er- um við með stjórnvöld sem ætla sér að fórna öllu fyrir hugmynda- fræðilega sigra. Á meðan hjaðnar kaupmátturinn, skattbyrðin verður þyngri, fleiri missa vinnuna og færri einstaklingar gera sér vonir um bjartari framtíð hér á landi sem sýnir sig best í því að nú flytur að meðaltali heill fjölskyldubíll af fólki úr landi í hverri viku. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra og formaður Samfylking- arinnar, fór mikinn í setningarræðu sinni á annars daufum landsfundi flokksins um helgina. Eftir að hafa þulið upp sama verkefnalista og Samfylkingin hefur þulið upp sl. tvö ár sagði Jóhanna að hinu svokallaða björgunarstarfi ríkisstjórnarinnar væri að mestu lokið og sókn til betri lífskjara væri nú vel á veg kominn. Það er alveg sama hversu langan verkefnalista ríkisstjórnin birtir. Ef verkefnin snúa ekki að því að bæta Eftir Ólöfu Nordal »Ég hef margoft, bæði í ræðu og riti, ítrekað það að Sjálf- stæðisflokkurinn er tilbúinn að vinna með ríkisstjórninni að góð- um málum. hag heimila og fyrir- tækja eru þau að öll- um líkindum til einsk- is. Verkefnin þurfa að vera áþreifanleg. Heimilin og fyrir- tækin þurfa að finna að hagur þeirra sé betri í dag en í gær. Þjóðin þarf frið Ég hef margoft, bæði í ræðu og riti, ítrekað það að Sjálf- stæðisflokkurinn er tilbúinn að vinna með ríkisstjórn- inni að góðum málum. Málum sem bæta hag heimila og fyrirtækja. Nú er það sem betur fer ekki svo að stjórnmálamenn leysi öll heimsins vandamál. En þeir geta unnið sam- an að nauðsynlegum verkefnum. Þegar þjóðin þarf mest á því að halda að stjórnmálamenn komi sér saman um verkefni sem bæta hag heimila og fyrirtækja kýs forsætis- ráðherra að hefja nýja orrustu í stríði sínu. Stríði sem beinist gegn öllum þeim sem ekki eru móttæki- legir fyrir þröngum skoðunum Samfylkingarinnar. Í stað þess að taka með málefnalegum hætti á móti hugmyndum stjórnarandstöð- unnar kýs hún að kasta þeim út í hafsauga með tilheyrandi stríðs- yfirlýsingum. Þetta stríð þarf að enda. For- sætisráðherra veit sem er að stærstur hluti stjórnmálamanna kýs að starfa í stjórnmálum til að láta gott af sér leiða og bæta sam- félagið. Það þarf hins vegar ekkert að koma forsætisráðherra á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn skuli taka til varna þegar ríkisstjórnin dregur upp úr hatti sínum hverja skatta- hækkunina á fætur annarri. Það þarf ekki að koma á óvart að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli berjast gegn illa ígrunduðum og háskalegum breytingum á fiskveiðistjórnunar- kerfinu þegar mörg hundruð manns í landinu hafa af því atvinnu og sjávarútvegurinn skapar þjóðinni ógrynni af tekjum. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að Sjálfstæð- isflokkurinn skuli setja spurningar- merki við aðildarumsókn að Evr- ópusambandinu þegar umsóknin sjálf nýtur ekki stuðnings þjóð- arinnar eða pólitískrar forystu. Forgangsröðum rétt Allt snýst þetta um forgangs- röðun. Ekkert af ofangreindum verkefnum er liður í því að bæta hag heimila og fyrirtækja. Tökum frekar höndum saman, lækkum skatta, gerum það sem þarf að gera til að rétta af ríkisfjármálin, förum skipulega í að greiða úr skuldum heimila og fyrirtækja, bætum hag fjölskyldufólks, minnkum álögur hins opinbera, verum sammála um að renna styrkum stoðum undir at- vinnulífið og náum fram sáttum á grundvelli stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn vill taka þátt í því að bæta hag heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn vill sjá at- vinnulífið blómstra þannig að fyrir- tæki sjái sér fært að fjárfesta á ný, hvort sem er í fólki eða tækjum. Heimili og fyrirtæki þurfa að vera efst á lista stjórnmálamanna. Er Jóhanna tilbúinn til þess að grafa stríðsöxina og einbeita sér að þessu verkefni með stjórnarandstöðunni? Ólöf Nordal Stríð Jóhönnu þarf að enda Höfundur er þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Sælgæti Hann er sannarlega einn af litum haustsins sá rauði og hér hefur hann heillað þröst í formi gómsætra reyniberja. Ómar Samkvæmt yfirlýsingum Alcoa hætti fyrirtækið við uppbyggingu fyrir norðan því ekki bauðst nægilega mikil orka á svæðinu. Þá var rafmagnið ekki á samkeppn- ishæfu verði. Af þessu má dæma að það var greinilega farsæl ákvörðun hjá stjórn- völdum árið 2009 að segja upp einokunarsamningi við Alcoa um orkuna og ræða við aðra aðila. Annars vær- um við búin að tapa tveimur dýrmætum árum á leið okk- ar til uppbyggingar við Húsavík. Það er markmið ríkis- stjórnarinnar að styðja við áform Landsvirkjunar á Norðausturlandi. Við nýt- ingu megum við þó ekki ganga of freklega fram gagnvart náttúrunni né heldur selja rafmagnið of ódýrt. Verkefnið verður að vera sjálfbært og rekið á við- skiptalegum forsendum. Nú eru fimm aðilar sem eru að ræða við Lands- virkjun. Þar á meðal álfyrirtæki. Landsvirkjun er greini- lega full alvara enda búin að bjóða út frumhönnun virkj- ana og fleira. Verkefni upp á þrettán milljarða króna. Ég tel farsælt að Landsvirkjun fái að stýra viðræðun- um fyrir norðan án afskipta stjórnmálamanna. Mik- ilvægt er að tryggja að sú uppbygging verði á for- sendum sjálfbærni svo ekki verði gengið of nærri auðlindinni. Landsvirkjun á að fá að semja á viðskipta- legum forsendum við þá aðila sem geta keypt orkuna á samkeppnishæfu verði. Það er besta leiðin til að tryggja uppbyggingu við Húsavík og verið mín skoðun alla tíð. Orkan fyrir norðan Eftir Magnús Orra Schram Magnús Orri Schram » Lands- virkjun á að semja á við- skiptalegum forsendum við þá sem geta keypt orkuna á samkeppnis- hæfu verði. Það er leiðin til upp- byggingar við Húsavík. Höfundur er þingmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.