Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Já. Einmitt. Hvar eigum viðað byrja? Hvað gerist eig-inlega þegar Flóaþrass-ararnir í Metallica og utan- garðsrottan Lou Reed leggja saman í púkk? Höfum þetta aðeins ná- kvæmara: Hver verður útkoman af samstarfi vin- sælustu þungarokkssveitar sem fram hefur komið og mannsins sem svo gott sem fann upp utan- garðs/neðanjarðarrokkið í gegnum sveit sína Velvet Underground, lík- lega mikilvægustu rokksveit allra tíma (já, ég var ekki að gleyma Bítl- unum). Tveir plúsar. Einn mínus? Lulu byggir textann á tveimur leikritum hins þýska Franks Wede- kinds. Textinn er blóðugur og all- kröftugur, saga fordæmdra ásta og Lou Reed flytur hann yfir rokki Metallica. Þannig er nú uppbygg- ingin. Reed syngur og talar á víxl og Metallica þrassar undir. Það er búið að vera ótrúlegt fjargviðri út af þessari plötu undan- farna daga og flestir finna henni allt til foráttu. Ég á eiginlega bágt með að skilja af hverju, sérstaklega eftir að hafa hlustað. Þetta er plús í kladdann fyrir báða aðila sem stíga hér út fyrir þægindasvæðið með höfuðið hátt. Lou Reed sýnir á gam- als aldri mikil tilþrif, ekki bara að hann sé að orga yfir argasta þunga- rokki, geiri sem hann hefur haft lítil afskipti af, heldur flytur hann text- ann á afar sannfærandi hátt. Metal- lica-menn koma eiginlega meira á óvart, sýna að þeir geta vel soðið saman álitlegasta tilraunaokk í bland við kunnuglegt þrass sitt. Á köflum verður platan dulítíð þung- lamaleg en lög eins og „Pumping Blood“, „Cheat on Me“ og „Frustra- tion“ vega allt slíkt upp. Þegar best lætur tekst að skapa skuggalega, áleitandi stemningu sem svínvirkar. Semsagt; sæmilegasti tilraunahrær- ingur og ekkert meira um það að segja. Það er í raun merkilegt að menn æsa sig lítt yfir því að önnur hver hljómsveit gengur venjulega eftir löngu troðnum stígum, meira að segja þessar „tilraunakenndu“. Svo þegar þessir ágætu aðilar ákveða að reyna aðeins á sköpunarklærnar verður allt vitlaust!? Vani og vænt- ingar virðast stýra umræðunni, fólk á erfitt með að nálgast gripinn fyrir það sem hann er, sem er eina leiðin til að nálgast hann. Ég ætla að kasta inn sprengju hér í lokin. Ég vil sjá framhald á þessu samstarfi. PS: Til vara, Lou Reed syngi Master of Puppets í heild sinni á tónleikum. Hér koma reiðmennirnir fimm Brattir Lou Reed ásamt Metallica-liðum. Karlinn er flottur þarna í miðjunni! Geisladiskur Lou Reed /Metallica - Lulu bbbmn ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Aðdáendur bresku hljóm-sveitarinnar Coldplay hafaþurft að bíða í þrjú ár eftirnýrri hljóðversskífu frá sveitinni og loksins er hún komin og ber þann einkennilega titil Mylo Xy- loto. Þetta er fimmta hljóðversskífa Coldplay og það konseptplata. Ein- hvern veginn virkar það miklu gáfu- legra og listrænna að vinna plötu út frá ákveðnu konsepti en það er þó alltaf tónlistin sem skiptir höfuðmáli. Kannski er Coldplay að reyna að ná til nýs hóps hlustenda, hver veit, en því ber auðvitað að fagna að hún sé leitandi og vilji þróa list sína. Kons- eptið er ástarsaga með jákvæðum endi. Segir af tveimur persónum, Mylo og Xyloto, sem búa í samfélagi kúgunar og kynnast í gegnum gengi sem kallast The Lost Boys og fella hugi saman. Textarnir munu vera innblásnir af gamaldags, bandarískri veggjalist, graffítí, Hvítrósahreyfing- unni þýsku og sjónvarpsþáttunum The Wire (!). Platan hefur að geyma 14 lög sem er býsna vel í lagt og hefst á draum- kenndu inngangs- stefi, 43 sekúndna löngu, sem rennur svo saman við lagið „Hurts Like Heav- en“ sem er hið ágæt- asta. Þá tekur við Coldplay-smellurinn „Paradise“, afar grípandi lag, að vísu í væmnari kant- inum með sínum englabakröddum, klappi, strengjasveit, tja – bara öllum pakkanum! Meistari Brian Eno veitti drengjunum aðstoð við gerð plöt- unnar og það hefur skilað sér í mun tilkomumeiri og flóknari útsetningum en maður hefur áður heyrt hjá hljóm- sveitinni. Það er allt orðið miklu lit- skrúðugra, ef svo mætti að orði kom- ast en þó á það ekki við um öll lögin. Coldplay-hljómurinn er enn til staðar og þeir sem kunna að meta hann verða ekki sviknir af þessari plötu. Þetta er hinn fínasti gripur, hvað sem gáfaðir skeggstrokumenn kunna að segja um konsept-pælinguna og það allt saman. Coldplay er sem fyrr í sínu leikvangarokki, poppskotnu, tónlist sem hentar íþróttakynningar- myndböndum fullkomlega og eykur vellíðan. Má þar sérstaklega nefna smellinn „Every Teardrop is a Wa- terfall“, á köflum glettilega U2-legur og það má svo sem segja um fleiri lög. Joshua Tree kemur vissulega upp í hugann. Þetta er upplífgandi og hressandi tónlist, lögin að vísu misgrípandi og sum hefðu alveg mátt missa sín. Söngvarinn Chris Martin er sem fyrr hátt uppi og á rósrauðu skýi. Djúpar nótar henta rödd hans illa, það heyrist greinilega í laginu „Us Against The World“ sem er þó bráðfallegt. Mylo Xyloto er nokkuð fjölbreytileg, ballöður í bland við hraðskreiðara efni og lagið með Ri- hönnu kemur skemmtilega á óvart, besta lag plötunnar. Seiðandi Coldplay-popp með hipphopp-keim. Já, menn eru í tilraunastarfsemi. Það er vel. Prýðilegt leikvangarokk með meiru Geisladiskur Coldplay – Mylo Xyloto bbbmn HELGI SNÆR SIGURÐSSON TÓNLIST Reuters Kaldir Drengirnir í Coldplay troða óhræddir nýjar slóðir og því ber að fagna. Hér sést söngvarinn Chris Martin hoppandi kátur á tónleikum. Það verður seint sagt um Noel Gall- agher að hann sé frumlegur laga- smiður og fram- sækinn; hann fann fjölina sína fyrir löngu og heldur sig á henni, með Bítlana sér á aðra hönd og Rollingana, Who og Kinks á hina. Á þau mið sækir hann innblástur sem heyra má á að segja öllum lög- um Oasis og eins á þessari sólóskífu. Þeir sem aldrei kunnu að meta Oasis, hvort sem það var fyrir tón- listarsnobb eða Bítlaóþol, ættu að láta þessa skífu vera, en aðrir ættu að gefa henni gaum. Víst er Noel ekki eins góður söngvari og Liam bróðir hans, en hann er lunkinn lagasmiður, sem heyra má í fyrsta laginu, Everybody’s On The Run, en If I Had A Gun … er líka fínt lag (og ekki svo lítið Bítlalegt), AKA … What A Life! stuðsmellur og (I Wanna Live In A Dream In My) Re- cord Machine er Oasis-lag dauðans. Já, Noel er ekki mikill söngvari, en hann er nógu góður. Noel leitar á sömu mið Noel Gallagher – Noel Gallagher’s High Flying Birds bbbmn Árni Matthíasson LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE THING Sýnd kl. 8 - 10:10 BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 ÞÓR 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 JOHNNY ENGLISH REBORN Sýnd kl. 6 KILLER ELITE Sýnd kl. 8 - 10:20 NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN SEM ÞÚ ELSKAR? ROWAN ATKINSON HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL HHH AK. DV -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum „TIL HAMINGJU ÍSLAND“ - H.S.S., MBL HHHHH 15.000 MANNS Á AÐEINS 11 DÖGUM! HHHH - R.E., FBL FRÁ STEVEN SPIELBERG OG PETER JACKSON SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% HEADHUNTERS KL. 8 - 10.15 16 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 5.50 L BORGRÍKI KL. 10.20 14 MIDNIHGT IN PARIS KL. 5.50 - 8 L WHAT´S YOUR NUMBER KL. 10.10 12 ELDFJALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 L ÆVINTÝRI TINNA 3D FORSÝNING KL. 8 7 HEADHUNTERS KL. 5.45 - 8 - 10.20 16 HEADHUNTERS LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 16 THE THING KL. 8 - 10.20 16 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L BORGRÍKI KL. 6 - 8 - 10 14 WHAT´S YOUR NUMBER KL. 10.20 12 RAUÐHETTA 2 3D ÍSL.TAL KL. 3.40 L STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL.3.30 L K.H.K. - MBLA.K. - DV - TÓMAS VALGEIRSSON, KVIKMYNDIR.IS FORSÝNING Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI „FULLT HÚS STIGA OG HREINT ÚT SAGT FRÁBÆR MYND!“ -K.G., DV Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN “TIL HAMINGJU, ÍSLAND” -Þ.Þ., FT ÆVINTÝRI TINNA 3D FORSÝNING KL. 8 7 HEADHUNTERS KL. 10 16 THE THING KL. 10 16 ÞÓR 2D KL. 6 L BORGRÍKI KL. 6 - 8 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.