Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011
✝ Jóhanna Jó-hannsdóttir
fæddist þann 28.
apríl 1923. Hún
andaðist á Grund
17. október 2011.
Foreldrar Jó-
hönnu voru Sigríð-
ur Þórunn Sigurð-
ardóttir, húsfreyja,
f. 22. des. 1885 á
Látrum í Aðalvík,
d. 1974 og Jóhann
Einarsson, kennari, f. 22. des.
1885 á Finnastöðum á Látra-
strönd, S-Þing., d. 1973.
Systir Jóhönnu var Halldóra
S. Jónsdóttir f. 1921, d. 2009.
Börn: Jón Finnur og Soffía
Guðbjörg.
Jóhanna giftist 10. júní 1957,
Baldri Jónssyni frá Mel, f.
31.10. 1923, d. 19.6. 1983, cand.
mag. í íslenskum fræðum og
síðar rektor Kennaraháskóla
Íslands. For.: Ingibjörg Magn-
úsdóttir f. 22. ágúst 1894, d. 3.
júlí 1979. Jón Eyþór Jónasson
f. 12. feb. 1893, d. 22. apríl
1982, bóndi á Torfmýri í
Blönduhlíð, Akrahreppi, síðar
á Mel í Staðarhreppi, Skaga-
firði.
Börn Jóhönnu og Baldurs
eru: 1) Sigurður Baldursson, f.
15. júní 1960, tónlistamaður,
búsettur í Danmörku. Börn
hans: Selma, f. 1984, Henrik
Þór, f. 1985, Katrín Ýr, f. 1986,
Ólafur Jóhann, f.
1987. Elín Edda, f.
1989, Jóhanna, f.
1993, Zephyr
Lauren, f. 1998,
Kjartan Helgi, f.
2000, Anna
Blanka, f. 2000. 2)
Jóhann Bald-
ursson, f. 18. sept-
ember 1962, hér-
aðsdómslögmaður
og rekstrarhag-
fræðingur. 3) Ingibjörg Bald-
ursdóttir, f. 26. ágúst 1965,
hjúkrunarfræðingur og
brjóstagjafaráðgjafi, gift Franz
Jezorski hdl. Börn þeirra eru:
Baldur f. 1990, Kristín f. 1992,
Jóhanna f. 1998, Björg f. 2007.
Jóhanna ólst upp á Ísafirði og
tók síðan stúdentspróf frá Voss
Landsgymnasium í Noregi árið
1951. Hún lauk síðan BA-prófi í
norsku frá Háskóla Íslands árið
1955. Hún starfaði sem löggilt-
ur dómtúlkur og skjalaþýðandi
fram á síðustu ár. Jóhanna var
félagi í Rithöfundasambandi Ís-
lands og varð heiðursfélagi í
Félagi löggiltra dómtúlka og
skjalaþýðenda en þar sat hún í
stjórn til margra ára. Hún
vann m.a. við sjónvarpsþýð-
ingar, sérstaklega á barnaefni,
hjá Ríkissjónvarpinu.
Útför Jóhönnu fer fram í
Dómkirkjunni í dag, 27. októ-
ber 2011 kl. 13.
Í bernskuminningunni eru Jó-
hanna og Baldur órjúfanleg
heild. Heimili þeirra stóð okkur
systkinunum ætíð opið og voru
ferðirnar þangað tíðar meðan
foreldrar okkar bjuggu á Lang-
holtsvegi 54 og þau á 56. Fyrstu
árin voru þau barnlaus og nutum
við Jón bróðir minn óneitanlega
góðs af því. Baldur var einstak-
lega barngóður, eins og þeir
bræður allir, brosmildur með
hlýjan faðm og Jóhanna kunni að
búa til ævintýraheim fyrir okkur
með alls kyns furðuverum, álfum
og tröllum, sem við seinna átt-
uðum okkur á að voru ættaðar
frá frændum okkar í Skandinav-
íu. Hún hafði tileinkað sér fleira
en tungumálið á þeim tíma sem
hún bjó í Noregi, því að hand-
verk, húsbúnaður og annað yf-
irbragð á heimili þeirra Baldurs
bar vitni um þekkingu hennar og
áhuga á norrænni hönnun og
heimilisiðnaði. Jóhanna var sí-
starfandi, ýmist við ritvélina eða
þá að búa til eitthvað sniðugt, því
að hún var mjög flink í hönd-
unum. Hún óf dúka, fléttaði körf-
ur og skreytingar úr basti og
prjónaði eða saumaði alls kyns
fígúrur, sem sátu í makindum
hér og þar. Og við krakkarnir
fengum líka að föndra. Geitaost-
ur úr Guðbrandsdal, rúgbrauð úr
grófu korni og hrökkbrauð var á
borðum, nokkuð sem ekki fékkst
úti í búð í þá daga. Hápunkt-
urinn var alltaf aðventan með
jólaföndri, piparkökustrákum og
stelpum, jólagrísum og heimatil-
búnum jólasveinum.
Svo rann upp árið 1960 og
langþráð barn kom í heiminn.
Sigurður mætti á svæðið, stuttu
síðar Jóhann og svo Ingibjörg.
Það örlaði á afbrýðisemi hjá
frænkunni, enda óttaleg smá-
börn á ferðinni. En óneitanlega
voru þau sæt og mikil krútt, ekki
síst Jói með sínar rauðu krullur
og bollukinnar. Staflar af bleium
hlóðust upp og hurfu aftur. Árin
liðu.
Það ríktu miklir kærleikar
milli þeirra bræðranna frá Mel,
Magnúsar, Baldurs og Halldórs.
Allir létust þeir fyrir aldur fram,
Baldur þeirra fyrstur, aðeins 59
ára gamall. Mikill og sár var
harmur Jóhönnu og barnanna,
sem enn voru ungt skólafólk rétt
að byrja lífið.
Allar götur síðan stóð hún
vaktina keik á Ásvallagötu 28.
Bognaði aldrei, heldur sló lykla-
borðin ótt og títt, þýddi laga-
bálka, sjónvarpsseríur og allt
þar á milli, svo að ekkert skyldi
nú skorta á bænum. Og norska
ævintýrið náði nýjum hæðum
þar með börnum og barnabörn-
um, í draumahúsinu hennar,
réttu umgjörðinni fyrir álfa og
tröll.
Fyrir rúmum tveimur árum
flutti Jóhanna sig um set og sett-
ist að á Grund þar sem hún naut
frábærrar aðhlynningar. Segja
má að brosið hafi ekki farið af
henni þann tíma sem hún bjó
þar. Hún var sátt og þakklát fyr-
ir allt sem fyrir hana var gert,
vopnuð spakmælum og vísum,
sem hún skemmti sjálfri sér og
umhverfinu með. Eins og heima
hjá sér var hún umkringd mynd-
um og bókum, á göngugrindinni
staflar af lesefni sem hún ferðað-
ist með um ganga Grundar.
Óvenju sterkur og eftirminni-
legur persónuleiki er horfinn af
sviðinu. Ég minnist hennar með
virðingu og þökk fyrir allt. Börn-
unum hennar, bæði stórum og
smáum, sendi ég samúðarkveðj-
ur og leyfi mér að vitna í orð
hennar að lokum: „Sagan, hún
endurtekur sig“, börnin góð.
Kristín Magnúsdóttir.
Kveðja frá vinum
og samstarfsmönnum
Okkur langar að minnast Jó-
hönnu Jóhannsdóttur, þýðanda,
með fáeinum orðum, nú þegar
hún hefur fengið hinstu hvíld eft-
ir langt og farsælt æviskeið, þótt
oft reyndi á heilsu hennar og
krafta. Við kynntumst Jóhönnu á
fyrstu árum íslenska sjónvarps-
ins þegar við tókum öll þátt í
þýðingastarfi á vegum þess. Það
var galvaskur hópur sem mótaði
þá textagerð við erlent sjón-
varpsefni.
Jóhanna kom að þessu verki
sem löggiltur dómtúlkur og
skjalaþýðandi í norsku en náði
fljótt góðum tökum á þessum ný-
stárlegu verkefnum.
Við sem þetta ritum bárum
líka gæfu til þess að eignast Jó-
hönnu að vini og áttum margar
góðar stundir með henni og
börnum hennar á heimili þeirra á
Ásvallagötu 28.
Árin liðu en alltaf var gest-
risnin þar söm við sig. Börnin
uxu úr grasi en þá komu barna-
börn í staðinn en þau áttu jafnan
sitt annað heimili hjá ömmu á
Ásvallagötunni meðan heilsa
hennar leyfði, allt þar til hún
fékk vist á Landakotsspítala þar
sem hún lést.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til afkomenda
hennar, barna og ekki síður
barnabarna, sem sjá nú á bak
„bestu ömmu í heimi“.
Kristrún Þórðardóttir,
Ellert Sigurbjörnsson.
Jóhanna
Jóhannsdóttir
Páll Hersteins-
son prófessor, fyrrverandi kenn-
ari minn og samstarfsmaður,
hefur yfirgefið þennan heim allt
of fljótt og skyndilega. Ég
kynntist Páli fyrst sem kennara
í námskeiði um vistfræði spen-
dýra, Páll var afburðakennari,
ávallt vel undirbúinn og af-
bragðssnjall í sínu fagi. Það
kveikti áhuga okkar nemend-
anna og mikla virðingu hjá mér
sem ég hef borið fyrir honum æ
síðan.
Vorið 1998 auglýsti hann eftir
starfsmanni til að dvelja sumar-
langt í Hlöðuvík á Hornströnd-
um við refarannsóknir. Ég sótti
um og fékk starfið, þessi ráðning
hafði mikil áhrif á mitt líf og í
hönd fór eitt skemmtilegasta
sumar lífs míns.
Í upphafi dvalarinnar vorum
við þrjú, Páll, ég og Ester Rut
sem ráðin var til verkefnisins
fyrir hönd Náttúrustofu Vest-
fjarða. Þrjú í óbyggðum, fallegu
friðlandi Hornstranda að fylgj-
ast með melrökkum.
Okkar fyrsta verk var að
finna greni í ábúð og komast á
Páll
Hersteinsson
✝ Páll Her-steinsson fædd-
ist í Reykjavík 22.
mars 1951. Hann
lést á Landspítala
við Hringbraut 13.
október 2011.
Útför Páls fór
fram frá Graf-
arvogskirkju 21.
október 2011.
refatíma, þ.e.a.s. að
vaka á nóttunni og
sofa á daginn. Í
Hlöðuvík var mikið
spjallað, Páll
kenndi margt, bæði
í fræðunum og
sagði sögur, hann
var einstaklega
skemmtilegur
sögumaður.
Sumarið 2000
vann ég með Páli í
verkefni um refi á Reykjanesi,
við fengum ágætar niðurstöður
en þær rannsóknir voru ekki
eins skemmtilegar og nálægðin
við tófurnar á Hornströndum.
Ég ákvað að snúa mér að öðrum
verkefnum og koma aftur í rebb-
ana síðar. Rannsóknarverkefnið
var ákveðið en sett í bið, nú er
ljóst að við vinnum það ekki
saman, því miður. Ég átti margt
ólært hjá Páli.
Á nýjum starfsvettvangi hef
ég oft verið í sambandi við Pál,
hann hefur upplýst mig um
rannsóknir sínar og tekið á móti
nemendahópum frá mér sem
hafa fengið að vera viðstaddir
krufningar. Páll var einstaklega
góður fræðari og gaf sér alltaf
tíma fyrir þá sem vildu hlusta þó
að næg verkefni biðu hans.
Hann var mjög starfssamur og
við getum þakkað fyrir allt sem
hann hefur skrifað. Elsku Páll,
takk fyrir að ráða mig í vinnu og
að skrifa Refina á Hornströnd-
um sem gaman er að fletta til að
rifja upp refasumarið.
Virðing, fyrirmynd, heiðar-
leiki, sögur og skemmtileg uppá-
haldspersóna eru lýsingar sem
koma upp þegar maður minnist
Páls Hersteinssonar. Hans
verður sárt saknað. Elsku Ásta,
synir, fjölskylda, Ester refasyst-
ir og aðrir vinir, ég votta ykkur
innilega samúð mína.
Hólmfríður Sigþórsdóttir.
Páll Hersteinsson hefur verð
kallaður á brott frá fjölskyldu,
starfi og vinum. Það er afar
þungbært því Páll var einstakur
og gagnheill maður. Undanfarna
daga hafa leitað á vitundina
minningabrot þar sem Páll birt-
ist, harðduglegur, yfirvegaður,
réttsýnn, staðfastur. Glaðvær en
mátulega alvarlegur þó. Maður
sem hægt var að leggja allt sitt
traust á.
Við Páll unnum fyrst saman
sumarið 1972 við rannsóknir á
Mývatni og Laxá. Einn síðsum-
arsdag var ferð gerð að Öskju-
vatni sem birtist fagurt en dul-
magnað í eðli sínu og sögu. Upp
frá því togaði Öskjuvatn til sín
og margar spurningar vöknuðu.
Tækifæri gafst svo 1975 til að
fara að vatninu, með bát, tjöld
og allan útbúnað til að ná þar
vatnssýnum grunnt sem djúpt.
Ég naut liðsinnis margra í und-
irbúningi en þegar Páll var til í
að koma með mér í þennan leið-
angur vissi ég að ferðin gæti
lukkast þótt óvissa og óvænt at-
vik væru fylgifiskar. Við vorum
ungir og fórum ótrauðir að vatn-
inu, slógum upp búðum sunnan
þess, upplifðum dulúðina, kyrrð-
ina og einnig veðraham, fórum
um fjöllin og vatnið, náðum
markmiðum. Okkur fannst við
vera að gera margt sem enginn
hafði áður gert, mæla það sem
enginn hafði áður mælt, við vor-
um að leita nýrrar þekkingar og
nýs skilnings.
Dagarnir í Öskju greyptust í
minnið og aðstæður sem ráða
þurfti fram úr. Fyrir nokkru
rifjuðum við Páll upp þessa sam-
eiginlegu reynslu sem var mik-
ilvæg. Að Páli gengnum fá minn-
ingarnar á sig annan blæ, þær
verða tregafullar en jafnvel enn
dýrmætari.
Hvort heldur sem viðfangs-
efnið er raunvísindi eða skáld-
verk þá kostar það vinnu sem
verður aðeins knúin áfram af
innri þörf. Hjá Páli var þörfin
fyrir hvort tveggja rík, eljan og
staðfestan nóg. Það sýna verk
hans, rannsóknir á melrakkan-
um í einveru og vetrarríki á
Ströndum, bók hans Agga gagg
sem ber vitni um lotningu fyrir
náttúru landsins og mannlífi.
Önnur minning er um Pál sem
veiðistjóra sem kappkostaði að
styrkja fræðilegan grunn að
veiðum í landinu og miðla um
leið af þekkingu sinni. Ekki ein-
falt verk þegar margs konar
hagsmunir koma við sögu. Þeg-
ar við bættist pólitískur bægsla-
gangur með yfirvofandi til-
færslu á embættinu milli
landshluta reyndi ekki aðeins á
starfsaðferðir og yfirvegun
veiðistjóra heldur einnig af
miklum þunga á siðferðilegan
styrk. Páll Hersteinsson stóðst
það, kiknaði ekki. Upp frá því
var Páll ráðinn prófessor við
Háskóla Íslands, líffræði-
kennslu og rannsóknum þar til
heilla.
Kveðjustund hefur borið að
skjótt.
Við Sigrún vottum fjölskyldu
Páls dýpstu samúð.
Vertu sæll vinur og ljósinu
falinn.
Jón Ólafsson.
✝
Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
okkar ástkæra
SIGFÚSAR SVAVARSSONAR
fv. brunavarðar,
Löngubrekku 11,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda 12G og 11E á
Landspítalanum, sem annaðist hann af alúð og umhyggju.
Einnig viljum við þakka fyrrverandi samstarfsmönnum í
slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fyrir auðsýnda virðingu við
útför hans.
Sólborg Sæunn Sigurðardóttir,
Ágústa Kolbrún Sigfúsdóttir, Þröstur Valdimarsson,
Steinunn Björk Sigfúsdóttir,
Bjarki Sigfússon, Marta Kristín Hreiðarsdóttir
og barnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS EIÐSSONAR
húsasmíðameistara,
Sléttuvegi 15,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks B1 hjúkrunarheimilinu Eir fyrir
einstaka umönnun og alúð.
Sigurrós Gísladóttir,
Svava Björnsdóttir, Sigurbjörn Björnsson,
Eiður Björnsson, María M. Guðmundsdóttir,
Gísli Björnsson, Anna Dóróthea Tryggvadóttir,
Anna Björnsdóttir, Róbert B. Agnarsson,
Sigurrós Birna Björnsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma,
dóttir og systir,
ARNDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR
blómaskreytir og
skrúðgarðyrkjufræðingur,
Álfaskeiði 94,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans aðfaranótt miðvikudagsins
26. október.
Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
4. nóvember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu
Landspítalans.
Emanúel Þórður Magnússon, Eva Lind Breiðfjörð,
Magnús Guðni Emanúelsson,
Jón Þór Magnússon, Guðrún María Jónsdóttir,
Guðlaugur Magnússon,
Áslaug Halla Villhjálmsdóttir, Þórður Jón Sveinsson,
Sveinn, Sólveig, Kristján og fjölskyldur.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur stuðning, samúð og hlýhug við andlát
og útför okkar ástkæru eiginkonu, dóttur,
móður, ömmu, systur og tengdadóttur,
HAFDÍSAR JÓNSTEINSDÓTTUR,
Daggarvöllum 11,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar
11 E Landspítalanum, Heimahjúkrun Karítas og öllu
starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.
Ólafur Örn Jónsson,
Jónsteinn Haraldsson, Halldóra Kristjánsdóttir,
Halldóra Ólafsdóttir, Ísold Braga Halldórudóttir,
Ólafur Örn Ólafsson, Ástrós Ósk Jónsdóttir,
Borgar Jónsteinsson, Þórunn Inga Sigurðardóttir,
Jón Gestur Jónsson, Rósa Arnórsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar