Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Myndlistarmaðurinn Tolli segir að með hugleiðslunni þjálfi fólk sig í að eiga samastað í núinu, sem er „eini raun- verulegi staðurinn þar sem þú getur fundið sjálfan þig – og raunverulegur vettvangur til að finna hamngju“. „Höfundurinn er vestrænn fræði- maður sem fer höndum um hina fornu arfleifð búddismans og skil- ar henni til okkar á mannamáli. Þegar kemur að núvitund- arhugleiðslunni þá er búið að strípa af allar umbúðir sem vísa til trúar eða tilbeiðslu. Eftir stendur hrein og klár aðferðafræði sem hver og einn getur gengið að. Hugtökin og nálgunin eru úr okk- ar menningarumhverfi þannig að þetta verður allt mjög skiljanlegt.“ Býður reynsluna velkomna – Fólk notar hugleiðslu á mis- munandi hátt. „Já, til eru mismunandi hug- leiðsluskólar. Hugleiðsla getur verið notuð gagngert til að tengj- ast guði eða til að ná árangri í trúarlegri tilbeiðslu. Hugleiðsla getur verið það að nota ímynd- unaraflið við að ferðast inn á við, tengjast ákveðnum punkti þar, en nú- vitund- arhug- leiðsla er að opna sig fyrir öllu, lífinu sjálfu, og samþykkja það eins og það er. Það er grunn- punkturinn. Þegar ég hugleiði reyni ég ekki að stöðva hugsanir eða tæma hugann, heldur einfald- lega að bjóða velkomna alla þá reynslu sem hugleiðslan færir mér. Ég mynda mér hins vegar stöðu gagnvart þeirri reynslu með því sem ég kalla núvitundarstoðir, sem getur til að mynda verið önd- unin; að vitund mín hvíli í önd- uninni meðan ég virði fyrir mér hugsanir mínar. Með þessari að- ferð þjálfar maður sig smám sam- an í því að eiga samastað í núinu, sem er eini raunveruleikinn sem til er, eini raunverulegi staðurinn þar sem þú getur fundið sjálfan þig – og raunverulegur vettvangur til að finna hamngju.“ Í bókinni gefur bæði að líta málverk Tolla af náttúru og per- sónulega úrvinnslu klassískra búd- daminna. „Bækur um búddisma eru oft mjög hefðbundnar en hér leyfi ég mér, innan ákveðinna marka þó, að móta verkið á minn hátt. Sum- ar myndanna styðjast við gamlar tíbetskar helgimyndir en eru þó í raun bara expressjónískt malerí. Til að búddisminn sé brúklegur í menningu okkar finnst mér nauð- synlegt að við getum nálgast hann á skapandi og róttækan hátt. Við eigum ekki að vera feimin við það.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Morgunhanar hafa ærna ástæðu til að kætast því í dag hefst nýr morg- unþáttur á FM957 sem ber nafnið Magasín. Umsjónarfólk þáttarins er þau Brynjar Már Valdimarsson og Erna Hrönn Ólafsdóttir sem hafa undanfarið stjórnað þættinum Fjög- ur sex á sömu stöð. Þátturinn verð- ur alla virka morgna á milli kl. 7 og 10 en upphitun hefst með endur- teknum brotum milli kl. 6 og 7. Í tilkynningu segir að hlustendur útvarpsstöðvarinnar muni í vetur vakna við frísklegan og skemmti- legan morgunþátt með léttu spjalli um allt milli himins og jarðar nema stjórnmál, fjármál, skuldir og kreppu. Einhver þurfi að vera í því hlutverki að lífga upp á tilveruna á hverjum degi og það hlutverk taki Magasín að sér. Ernu og Brynjari til halds og trausts verður Þórhallur Þórhalls- son sem best er þekktur fyrir uppi- stand, grín og glens. Auðunn Blöndal mun fylla í síð- degisskarð Brynjars og Ernu en þáttur hans, sem enn hefur ekki hlotið nafn, hefur göngu sína 4. nóvember. Nýr útvarpsþáttur í loftið á FM957 Magasín í morgunsárið „Sá sem hugleiðir á stefnu- mót við sjálfan sig,“ segir myndlistarmaðurinn Tolli þeg- ar hann er spurður að því hvað hugleiðsla gerir fyrir fólk. „Þú tengist þeim raun- veruleika sem þú ert, gegnum núið. Hugleiðslan hjálpar þér að yfirstíga blekkingar hug- ans og færir í faðm þér þetta frábæra fyrirbæri – þig!“ seg- ir hann. Tolli hefur stundað hugleiðslu um árabil og er útgefandi bók- arinnar Hugarró eftir Rob Nairn. Í henni er búddatrú kynnt og grunnæfingar fyrir byrjendur í hug- leiðslu. Bókinni fylgir diskur með hug- leiðslutónlist Begga Morthens, bróður listmál- arans. Stefnumót við sjálfan sig HVAÐ GERIR HUGLEIÐSLA? Mikil saltfiskveisla verður haldin í Víkinni – Sjóminja- safni Reykjavíkur hinn 29. október. Veislan kallast Salt- fiskveisla við sjóinn! og er haldin í samstarfi við Byggða- safn Vestfjarða. Þar verður í boði hlaðborð með ótal teg- undum af saltfiski. Meðal þeirra má nefna ítalskt salt- fiskrísottó með parmes- anosti, grafinn saltfisk með ákavíti og kryddjurtum og saltfiskbollur með hnetum og hvítlauk. Þekktir matgæð- ingar töfra fram matinn og er hráefnið m.a. fengið af salt- fiskreitum Byggðasafns Vest- fjarða. Nánari upplýsingar má finna á sjominjasafn.is. Endilega … … smakkið saltfiskrétti Reuters Saltfiskur Ótal réttir verða í boði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.