Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta breytir öllu,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, um nýjasta skipið í flotanum, varðskipið Þór, sem kom til Vest- mannaeyja í gær. Georg bendir á að Landhelgisgæsl- an hafi síðast fengið nýtt skip 1975 en vekur um leið athygli á því að Týr og Ægir, varðskipin sem fyrir eru, hafi reyndar verið endurbyggð nær þrisv- ar sinnum og séu því í góðu lagi. „Þau eru samt barn síns tíma í grunninn, hafa ekki stækkað og vélarnar eru þær sömu, þó ýmiss konar tæknibún- aður hafi verið mikið endurbættur. Siglingamynstrið í kringum landið hefur líka gjörbreyst og stærri skip sigla nú með meiri, verðmeiri og hættulegri farm.“ Nauðsynlegt skip Georg rifjar upp að þegar Dettifoss hafi misst stýrið suðaustur af landinu fyrir nokkrum árum hafi bæði eldri varðskipin verið á svæðinu og þeim hafi rétt tekist að halda í við Dettifoss og bjarga því að skipið, sem væri mun minna en skipin á hafsvæðinu væru núna, ræki til lands. „Það er algjör- lega nauðsynlegt að hafa öflugt drátt- ar- og björgunarskip,“ segir hann. Skipið er búið öflugum mengunar- varnar- og upphreinsibúnaði. Einnig fjölgeislabúnaði sem notaður er við leit og rannsóknir neðansjávar. Um borð er jafnframt öflugur eftirlitsbún- aður sem sameinast í stjórnstöð í miðri brúnni. Skipið getur þannig verið færanleg stjórnstöð í neyðarað- gerðum og tengt björgunarhópa við samhæfingarstöð Almannavarna þó að allt venjulegt fjarskiptasamband liggi niðri. Í Þór er björgunarbúnaður fyrir 48 manns en Georg segir að í neyðartilfellum geti skipið flutt allt að 2.000 manns. Með tilkomu Þórs verða kaflaskipti í öryggismálum sjómanna og vöktun íslenska hafsvæðisins. Að mati Land- helgisgæslunnar verður skipið öflug- ur hlekkur í keðju björgunarhópa á Norður-Atlantshafi. Georg segir að nú þegar hafi skipaumferð aukist stórlega frá Norður-Noregi og Rúss- landi og með væntanlegri opnun norðaustursiglingaleiðarinnar sé því spáð að hún eigi eftir að aukast til muna. Þór gegni því mjög mikilvægu hlutverki. Stefnt er að því að halda nýja skip- inu á heimaslóðum næstu mánuði en vera áfram með eldri skipin sem mest í verkefnum erlendis. Ægir er í Mið- jarðarhafinu og er væntanlegur til landsins í lok nóvember, en Týr, sem er við fiskveiðieftirlit við Nýfundna- land, er væntanlegur í desember. Flugvél Gæslunnar fer í nóvember til Ítalíu og verður þar fram að jólum. Þá verður önnur þyrlan fjarri góðu gamni að minnsta kosti þrjá fyrstu mánuði komandi árs. Georg segir að reynt verði að hafa Þór á sem bestum stöðum. Skipið efli Gæsluna og veiti ákveðna öryggistil- finningu. Það fer til almennra gæslu- starfa annan laugardag og er hug- myndin að það fari til sem flestra hafna landsins á næstu vikum svo eig- endurnir geti kynnt sér það sem best. „Við lítum svo á að það sé mikill feng- ur fyrir alla landsmenn enda er skipið að sjálfsögðu eign þeirra,“ segir Georg. „Fyrsta króna skattgreiðand- ans á að renna til þess að tryggja ör- yggi og þarna er króna skattgreið- andans svo sannarlega komin í varðskip.“ LHG/Árni Sæberg Kaflaskipti í öryggismálum og vöktun hafsvæðisins  Varðskipið Þór til flestra hafna landsins á næstu vikum til að eigendurnir geti kynnt sér það sem best Athöfn Fulltrúar bæjarstjórnar Vestmannaeyja tóku á móti skipherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar. Varðskipið Þór » 4. mars 2005 samþykkti ríkisstjórn Íslands tillögu Björns Bjarnasonar, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, um endurnýjun skipa og flug- vélar Landhelgisgæslunnar. » 20. desember 2006 var gerður samningur við Asmar- skipasmíðastöðina í Talchuano í Síle um smíði nýs varðskips. Smíðin hófst 16. október 2007. » Varðskipið var sjósett 29. apríl 2009 og hlaut nafnið Þór. » Miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni í jarð- skjálfta 27. febrúar 2010 og seinkaði afhendingu skipsins um rúmt ár, til 23. september 2011. » Varðskipið Þór er 93,80 m að lengd, 16 m breitt og með 120 tonna dráttargetu. » Varðskipin Ægir og Týr eru 71,15 m að lengd, 10 m breið og með um 56 tonna dráttar- getu. » Nær 37 ár eru síðan Íslend- ingar fengu síðast nýtt varð- skip en Týr kom til landsins 24. mars 1975 og Ægir 12. júní 1968. » Kostnaður er um 29 millj- ónir evra og er innan heildar- áætlunar, samkvæmt upplýs- ingum frá Gæslunni. Varðskipið Þór til Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.