Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011
✝ Kristín Ingv-arsdóttir fædd-
ist á Garðavegi 5 í
Hafnarfirði 14.
febrúar 1933. Hún
lést á hjartadeild
Landspítalans 17.
október 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Ingvar Ingi-
mundarson, f. 21.9.
1897 frá Skarðshjá-
leigu í Dyrhóla-
hverfi, d. 12.4. 1974 og Sigríður
Jónsdóttir, f. 20.10. 1910 frá Vík í
Mýrdal, d. 24.8. 2002. Kristín var
þriðja í systkinaröðinni en systk-
ini hennar eru: 1) Sveinn Ingv-
arsson, f. 20.8. 1930, var giftur
Þorbjörgu Helgu Óskarsdóttur,
d. 7.2. 1997. Sveinn er í sambúð
með Guðlaugu Torfadóttur. 2)
Sigurjón Ingvarsson, f. 10.2.
1932, giftur Sigrúnu Sigurð-
ardóttur. 4) Karl Friðrik Ingv-
arsson, f. 11.6. 1938, giftur Eddu
K. Þorgeirsdóttur. 5) Sigríður
Ingvarsdóttir, f. 7.12. 1940, gift
Jónasi Baldri Sigurðssyni. 6)
Gylfi Ingvarsson, f. 13.11. 1944,
giftur Nínu Sonju Karlsdóttur. 7)
Haraldur Ingvarsson, f. 9.7.
1946, giftur Höllu Leifsdóttur. 8)
Ingvar Ingvarsson, f. 17.7. 1951,
giftur Fjólu Benediktsdóttur.
Kristín var gift Svavari Hall-
dórssyni, f. 16.11. 1932, d. 16.6.
1989, hann starfaði sem lag-
erstjóri hjá varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli. Börn Kristínar og
Svavars: 1) Sigríður Inga Svav-
arsdóttir, f. 14.11. 1952, gift
Steingrími Guðjónssyni, þau eiga
tvær dætur: a) Krist-
ín Lind Steingríms-
dóttir, f. 26.8. 1975,
gift Kristjáni Ragn-
ari Þorsteinssyni,
þau eiga tvo syni,
Steingrím Daða og
Ragnar Kára. b)
Hrund Steingríms-
dóttir, f. 22.10. 1981,
sambýlismaður
hennar er Erik
Edward Sverrisson.
2) Ólöf Svavarsdóttir, f. 2.6. 1955,
d. 26.12. 2004, eftirlifandi eig-
inmaður hennar er Garðar Fly-
genring, börn þeirra eru: a)
Hilmar Darri Flygenring, f. 22.1.
1980, sambýliskona hans er
Hólmfríður Kristjánsdóttir, börn
þeirra eru Jack Wallace, Ísfold
Ólöf og Úlfur Ólafur. b) Margrét
Ýr Flygenring, f. 2.11. 1985, sam-
býlismaður hennar er Þengill
Ólafsson. 3) Halldór Svavarsson,
f. 21.5. 1958, giftur Jósefínu V.
Antonsdóttur, börn þeirra eru: a)
Guðmundur Grétar Sigurðsson, f.
1.9. 1977, giftur Jóhönnu Þórunni
Egilsdóttur, börn þeirra Jóna
Kristín, Lovísa Mist og Tómas
Logi. b) Svavar Halldórsson, f.
15.5. 1986. c) Friðrik Anton Hall-
dórsson, f. 1.11. 1993. d) Rakel
Rún Halldórsdóttir, f. 21.6. 1995.
Kristín sinnti ýmsum störfum;
fiskvinnslu, afgreiðslustörfum og
síðast starfaði hún sem aðstoðar-
kona í eldhúsi á leikskólanum
Smáralundi.
Útför Kristínar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 27.
október 2011, kl. 13.
Elsku mamma, tengdamamma,
amma og langamma. Þær eru
margar minningarnar sem koma
upp í hugann. Margar góðar
stundir áttum við saman í Kjósinni
þar sem þið pabbi byggðuð ykkur
sumarhús sem þið gáfuð nafnið
Brekka. Allar helgar og sumarfrí
fóru í að byggja húsið og rækta
landið, sælureitur sem þetta var.
Dugleg varstu að mæta í allar
veislur innan fjölskyldunnar því
fjölskyldan skipti þig miklu máli.
Þú varst mikil Haukakona og
hafðir dálæti á handbolta og það
gladdi þig mikið að börnin í fjöl-
skyldunni væru í íþróttum, og
sagðir þú alltaf að það skipti ekki
máli með hvaða félagi börnin æfðu,
bara að þau væru í því félagi sem
þau vildu.
Þú hafðir svo sterkar skoðanir á
hinum ýmsu málum og lást ekkert
á þeim. Húmorinn var aldrei langt
í burtu og var alltaf gaman að
hlusta á þig. Þótt þú værir orðin
mikið veik var húmorinn alltaf til
staðar, fram til síðustu stundar.
Samverustundirnar voru marg-
ar hjá okkur og minningarnar lifa
áfram.
Komin er skilnaðarstund.
Löngu dagsverki er lokið, hvíld-
inni varstu fegin.
Móðir mín kæra er farin á braut,
til mætari ljósheima kynna.
Hún þurfti að losna við sjúkdóm og
þraut,
og föður minn þekka að finna.
Vönduð er sálin, velvildin mest,
vinkona, móðir og amma.
Minningin mæta í hjartanu fest,
ég elska þig, ástkæra mamma.
Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt,
af gæsku þú gafst yl og hlýju.
í heimi guðsenglanna hafðu það blítt,
uns hittumst við aftur að nýju.
(Höf. ók.)
Takk fyrir allt og allt.
Þín elskandi fjölskylda,
Halldór, Jósefína og börn,
Guðmundur, Jóhanna og börn.
Látin er eftir stutta sjúkrahús-
vist tengdamóðir mín Kristín
Ingvarsdóttir.
Þetta var ekki hennar eina spít-
alavist um ævina, því þær voru
orðnar æði margar og oft máttum
við búast við að hún kæmi ekki aft-
ur heim úr þeim. Stína mátti búa
við heilsuleysi mestan hluta ævi
sinnar, og aðeins 51 árs fór hún í
fylgd Svavars eiginmanns síns til
London til að fá gervihjartaloku.
En þrátt fyrir heilsuleysi og sáran
ástvinamissi um ævina kvartaði
hún aldrei og hélt fullri reisn til
hins síðasta.
Kristín var glæsileg kona og
bar sig vel alla ævi, stundaði hand-
knattleik með Haukum sem ung-
lingur og var í fyrsta Íslandsmeist-
araliði félagsins. Hún stundaði
einnig skíði þar til hún varð að
hætta því þegar hún fór í sína
fyrstu hjartaaðgerð.
Í sumarbústaðnum var hún í
essinu sínu. Þar var hennar para-
dís, rótaði í moldinni, gróðursetti
og hlúði að trjánum og öðrum
gróðri. Ánægðust var hún ef börn-
in og barnabörnin voru með.
Stína fylgdist vel með sínu fólki
og hafði brennandi áhuga á skóla-
göngu barnabarnanna og hvað þau
og síðan barnabarnabörnin höfðu
fyrir stafni. Stína fylgdist vel með
landsmálunum og hafði ákveðnar
skoðanir á stjórnmálamönnum og
hvernig stýra mætti landinu. Hún
var einlægur verkalýðssinni og
skildi aldrei hvernig framlegð til
þjóðfélagsins gæti átt sér stað á
bak við skrifborðin. Ef hún hafði
myndað sér skoðanir á einhverjum
hlutum þá bakkaði hún aldrei með
þær.
Stína hafði unun af ferðalögum.
Þær voru ófáar ferðirnar sem þau
hjónin fóru í, bæði sólarlanda-,
borgar- og skíðaferðir, og þreytt-
ist hún aldrei á að segja sögur úr
þeim ferðum.
Stína hafði alla tíð mikinn áhuga
á íþróttum og var mikill Hauka-
maður. Hún fylgdist vel með, sér-
staklega ef hennar lið, Haukar, var
að keppa og hafði skoðun á
frammistöðu leikmanna og dóm-
ara. Eftir að Stína var orðin ekkja
bjó hún á Höfn í þjónustuíbúð fyrir
aldraða og líkaði vel.
Ég vil þakka Stínu fyrir góðvild
og umhyggju í minn garð og minn-
ar fjölskyldu alla tíð.
Guð veri með þér.
Steingrímur.
Elsku amma.
Á kveðjustundu rifja ég upp svo
margar góðar og fallegar minn-
ingar um þig. Ég var svo heppin
að vera elsta barnabarnið ykkar
afa, í rúmlega fjögur ár var ég ein
um alla athygli ykkar og naut þess
til hins ýtrasta. Ég fékk mikið að
vera hjá ykkur alla barnæskuna
og þú hafðir endalausa þolinmæði
til að syngja með mér, spila við
mig eða leyfa mér að búa til tjald í
holinu með stólum og teppum,
tæma svo stóra eldhússkápinn og
setja allt dótið inn í tjaldið. Já,
þetta var skemmtilegt og ég fékk
seint leiða á þessu. Þær voru líka
ófáar næturnar sem ég fékk að
gista hjá ykkur og ástæðan var
ekki alltaf sú að mömmu og pabba
vantaði pössun fyrir mig heldur
ákvað ég sjálf að ég ætlaði að gista
hjá ykkur og beitti til þess skot-
heldri aðferð sem virkaði í hvert
sinn. Þetta rifjaðir þú iðulega upp
þegar ég komst til vits og ára og
við hlógum mikið. Ég man eftir
skemmtilegu kvöldsögunum þín-
um sem ég gat hlustað á aftur og
aftur og var farin að leiðrétta þig
ef þú vogaðir þér að breyta þeim.
Það var líka unun að fylgjast
með því hvað þið afi voruð sam-
hent hjón. Á hverju kvöldi vösk-
uðuð þið upp saman eftir matinn
og rædduð atburði dagsins á með-
an. Þið nutuð þess líka að ferðast
saman bæði innanlands og utan.
Þið fóruð oftast í sólarlandaferðir
til Spánar og Flórída en einnig á
skíði til Austurríkis. Ég naut svo
sannarlega góðs af skíðaáhuga
ykkar því ég var ekki nema
þriggja ára gömul þegar þið fóruð
með mig í Bláfjöllin í fyrsta skipti
og kennduð mér á skíði. Þær urðu
allmargar skíðaferðirnar sem ég
fór með ykkur og alltaf fannst mér
jafngaman.
Þú varðst ung ekkja, ekki nema
56 ára þegar afi lést fyrirvaralaust
úr hjartaáfalli þegar þið voruð tvö
saman í sumarbústaðnum ykkar í
Kjósinni á fallegum degi í júní.
Missir þinn var mikill en þú stóðst
sem klettur og huggaðir brostið
hjarta 14 ára ömmu- og afastelp-
unnar sem átti voðalega erfitt að
missa afa sinn.
Alla tíð hefur þú verið iðin við
handavinnu og sérstaklega eftir
að þú fluttir að Höfn þar sem þú
naust félagsskapar fleiri kvenna
við handavinnuna. Strákarnir
mínir fengu svo sannarlega að
njóta góðs af því, prjónaðir vett-
lingar og sokkar komu sér alltaf
mjög vel. Ég á líka ýmislegt fal-
legt sem þú hefur saumað út. Fyr-
ir tveimur mánuðum færðir þú
mér fallega útsaumsmynd sem þú
lést ramma inn. Myndina þykir
mér mjög vænt um og hún minnir
mig ávallt á hvað þú lagðir mikið á
þig fyrir börnin þín, ömmubörn og
langömmubörn.
Við strákarnir heimsóttum þig
reglulega og þú varst alltaf svo
áhugasöm um þroska þeirra, lær-
dóm og áhugamál. Við gáfum okk-
ur líka alltaf góðan tíma til að
spjalla saman og þú hafðir unun af
að segja mér frá lífinu þegar þú
varst ung og ég hafði mjög gaman
af að hlusta. Svo lauk heimsókn-
inni alltaf á því að þú gekkst út að
stofuglugga og veifaðir okkur,
einnig undir það síðasta þegar
þrek þitt var orðið ansi lítið.
Elsku amma, það er ekki ofsög-
um sagt að ferðalag þitt í þessu lífi
hafi verið þyrnum stráð. Mikil
veikindi og sviplegur missir ást-
vina tóku sinn toll af þér en alltaf
stóðstu keik og enga uppgjöf var á
þér að finna í gegnum öll þessi ár.
Minningin um ótrúlega sterka
konu lifir hjá okkur öllum og
þakklæti fyrir að hafa átt þig að.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Kristín Lind Steingrímsdóttir.
Stína systir er látin, hún hafði
átt við veikindi stríða um nokkurt
skeið og á síðasta ári hefur hallað
undan fæti. En það var ekki henn-
ar háttur að kvarta og kveina, það
var öðru nær, hún tókst á við sín
áföll í lífinu af einstöku æðruleysi.
Stína var þriðja elst átta systk-
ina, barna Ingvars Ingimundar-
sonar sjómanns og Sigríðar Jóns-
dóttur húsmóður og bjuggu þau
allan sinn búskap að Garðavegi 5.
Stína, eða Kristín eins og hún hét
fullu nafni, ólst upp í stórum
systkinahópi þar sem snemma
þurfti að taka til hendi við aðstoð á
fjölmennu heimili. Ung fór hún í
sveit í Reynishverfið til ættingja
og hafði hún ætíð sterkar taugar
þangað.
Ung kynntist hún Svavari Hall-
dórssyni og ekki var langt að fara
því hann bjó á Garðavegi 6. Hann
hafði fótbrotnað á skíðum og Stína
sagði mömmu að hún ætlaði að
heimsækja Svavar, en þar sem
hún hafði verið að passa Harald
bróður þá sagði mamma að hún
ætti að taka stráksa með sér. Er
þau komu til baka þá spurðu eldri
bræðurnir Harald hvað þau hefðu
verið að gera og hann svaraði:
„Kelerí og bíta“ og síðan hefur
þetta orðatiltæki verið mikið not-
að. En ljóst er að keleríið hefur
haldið áfram því þau trúlofuðu sig
og gengu síðar í hjónaband og
eignuðust þrjú börn. Elst er Sig-
ríður Inga, gift Steingrími Guð-
jónssyni, börn þeirra eru tvö, Ólöf,
látin, gift Garðari Flygenring,
börn þeirra tvö og Halldór, giftur
Jósefínu og eru börn þeirra þrjú
og einn fóstursonur, barnabörnin
eru fimm. Stína og Svavar bjuggu
allan sinn búskap í Firðinum,
einnig áttu þau sumarbústað við
Meðalfellsvatn.
Stína og Svavar voru mér
meira en systir og mágur, einnig
miklir og góðir félagar og vinir. Á
ég þeim að þakka að ég fór á skíði
og fórum við margar ferðirnar
saman í Bláfjöllin og var hámarkið
er við fórum saman í skíðaferð til
Austurríkis og það var tekið eftir
okkur er við gengum í matsalinn í
nýprjónuðum lopapeysum, svo
flott vorum við að gestir héldu að
það væri hafin topp-tískusýning. Í
ferðinni átti Stína afmæli og var
ákveðið að hópurinn hittist í fjalla-
kofa áður en við færum úr fjallinu,
en við biðum uns ljóst var að þau
kæmu ekki, var haldið á hótelið og
þá kom skýringin, en Svavar og
Stína tóku ranga beygju er þau
komu niður og ætluðu að taka
lyftu upp svo hægt væri að hitta
hópinn, en búið var að loka lyft-
unum, en það var síðan bætt um
betur og afmælið tekið með trukki
næsta dag.
Nú þegar kemur að kveðju-
stund er gott að geta rifjað upp
allar þær góðu minningar um fjöl-
skylduboð, ættarmót og allt það
sem hægt er að minnast með þökk
og gleði. Einnig að minnast hvern-
ig Stína tókst á við áföllin í lífinu er
hún missti Svavar sinn í blóma
lífsins aðeins 57 ára og síðar svip-
legt fráfall Ólafar dóttur hennar,
49 ára. Stína tókst á við sorgina af
einstöku æðruleysi og þreki. Í öll-
um þeim mörgu heimsóknum und-
anfarin misseri, þá var það hún
sem hressti og kætti. Ég færi
börnum hennar tengdabörnum og
barnabörnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ég kveð kæra systur og vin
með trega og þökkum fyrir allt og
allt.
Gylfi Ingvarsson
og fjölskylda.
Kristín
Ingvarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma.
Það var alltaf svo gott að
koma í heimsókn til þín, þú
áttir alltaf köku handa okk-
ur bræðrunum og svo feng-
um við að horfa á barnaefni
og sátum saman í þægilega
stólnum þínum. Ég mun
minnast þín þegar ég fer á
handboltaæfingar því þú
varst svo góð í handbolta
þegar þú varst ung og þú
gafst mér líka minn fyrsta
handbolta.
Ég vildi að þú hefðir lifað
lengur en minningarnar um
þig munu lifa í hjarta mínu.
Elsku langamma ég mun
sakna þín mikið.
Steingrímur Daði
Kristjánsson.
✝
Elskulegur bróðir minn,
ÓLAFUR ÁRNASON
múrarameistari,
Patreksfirði,
sem lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar
miðvikudaginn 19. október, verður jarð-
sunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn
29. október kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erlendur Árnason.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
HARALDUR MAGNÚSSON,
Dalseli 35,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
15. október.
Útför hefur farið fram.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir
fyrir góða umönnun.
Hjördís Hannesdóttir,
Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðbrandur Jónsson,
Hannes Haraldsson, María Correa Fong,
Magnús Már Haraldsson, Fríða Guðlaugsdóttir,
Bjarki Þór Haraldsson, Hildur Elfarsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, afi og langafi,
HÓLMSTEINN VALDIMARSSON
frá Blönduósi
lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn
17. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Blessuð sé minning hans.
Jóhanna Hrefna Hólmsteinsdóttir,
Margrét Kristín Hólmsteinsdóttir,
Valdimar Stefán Hólmsteinsson,
Baldur Helgi Hólmsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
KRISTRÚN MATTHÍASDÓTTIR
á Fossi
í Hrunamannahreppi
lést á heimili sínu mánudaginn 24. október.
Jarðarför hennar verður gerð frá Hrunakirkju
laugardaginn 29. október kl. 13.00.
Jarðsett verður í Tungufelli.
Aðstandendur.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir og upp-
eldisfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURGEIR SCHEVING,
lést mánudaginn 24. október.
Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum, laugardaginn 29. október kl. 11.00.
Rut Zohlen,
Bylgja Scheving,
Heiða Björg Scheving, Páll Magnús Pálsson,
Sigurpáll Scheving, Eva María Jónsdóttir,
Þór Friðriksson, Sandra Mjöll Jónsdóttir,
Sólrún Barbara Friðriksdóttir, Rúnar Kristinn Rúnarsson.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÁSLAUGAR EYÞÓRSDÓTTUR,
Birkihvammi 4,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 3-B á Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eiríkur Ágústsson.