Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þjófnaður úr verslunum hefur gíf- urlegan kostnað í för með sér fyrir þjóðfélagið. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að erlend glæpagengi stundi skipulegan þjófnað. Oft er um að ræða dýra merkjavöru. Tvær konur sem úrskurðaðar hafa verið í gæsluvarðhald til 2. nóv- ember að kröfu lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu eru búsettar á Ís- landi en eru af erlendu bergi brotnar. Eru þær grunaðar um stór- felldan þjófnað úr verslunum á höf- uðborgarsvæðinu. Lagði lögreglan hald á umtalsvert magn af þýfi, nánast allt fatnað, en verðmæti þess er talið hlaupa á milljónum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Á meðal þess sem rann- sókn málsins beinist að er hvort hafi átt að koma því úr landi. Kostar almenning tugi þúsunda „Eins og við höfum margbent á er þetta viðvarandi vandamál sem ekk- ert lát er á. Stærstur hluti þessara afbrota er framinn af erlendum gengjum,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu. Áætlað er að um sex milljarðar króna fari forgörðum vegna þjófn- aðar í íslenskum verslunum á ári hverju að sögn Andrésar. Um átta- tíu til níutíu prósent af þeim þjófn- uðum séu framdir af fólki af erlend- um uppruna. Þar með er ekki öll sagan sögð um kostnað þess því ofan á verðmæti þess sem er stolið leggst gífurlegur kostnaður sem verlanir leggjast í til þess að halda uppi öryggiskerfi. Mannahald, eftirlit og búnaður sé gríðarlega dýr. „Að öllu þessu samanlögðu er það mat okkar að kostnaður samfélags- ins, bæði hvað varðar þjófnað úr búðum og kostnað við að halda uppi öryggi, sé um 85 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það er umtalsverð upphæð,“ segir hann. Aðrir koma á vaktina Andrés segir að öll þessi brota- starfsemi af völdum útlendinga beri þess merki að vera skipulögð út í ystu æsar. Gengi af útlendingum komi til landsins og stundi þjófnað af þessu tagi um einhvern tíma. Í raun sé það eins og fólk sé sett á vakt við að stela. „Þegar þeir hafa verið teknir nokkrum sinnum og farið er að hitna undir þeim hverfa þeir áður en rétt- arvörslukerfið nær að ákæra þá eða dæma. Svo koma bara aðrir á vakt- ina og svona gengur þetta fyrir sig,“ segir hann. Þessi breyting hafi átt sér stað við opnun vinnumarkaðarins árið 2006 þegar Mið-Evrópulönd fengu inn- göngu í Evrópusambandið. Snyrtivörur og ákveðin vörumerki eru þær vörur sem eftirsóttastar eru hjá þjófunum. Segir Andrés það gefa vísbendingu um að þjófnaður- inn sé skipulagður. Þá sé hægt að gefa sér það að vörunum sé öllum komið úr landi þar sem þeim sé kom- ið í verð. Aðeins ákært í 20% tilfella Þá segir Andrés að stór hluti mála sé felldur niður eða að horfið sé frá saksókn. Aðeins sé ákært í fimmt- ungi tilvika að því er hann kemst næst. „Það er býsna alvarlegt ef 80% þeirra sem fremja brot komast upp með það án þess að það leiði til sak- fellingar. Það er fjandi blóðugt ef svo er,“ segir Andrés. Verslanirnar sitji upp með tjónið þar sem ekki ná- ist í þjófana til að sækja bætur enda þeir yfirleitt farnir úr landi. „Megináhyggjuefni okkar er hvernig menn ætla að stemma stigu við þessu. Lögreglan hefur ekki sinnt því sem skyldi að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi,“ segir Andrés. Þjófnaðurinn kostar milljarða á ári  Tvær konur af erlendu bergi brotnar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um stórfelldan þjófnað  Skipulögð erlend glæpastarfsemi sögð að baki meirihluta þjófnaðar úr verslunum hérlendis Morgunblaðið/Júlíus Rannsókn Lögreglan fer í gegnum þýfið sem endurheimt var í húsleitum en mest af því var merkjafatnaður. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011 Andrés Magnússon bendir á að undanþága um takmörkun á frjálsu flæði vinnuafls sem Íslend- ingur nýttu sér þegar Rúmenía og Búlgaría gengu í Evrópusam- bandið rennur út um áramótin. Segir Andrés að í ljósi reynslu ná- grannaríkjanna sé full ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri breyt- ingu. Jón Bjartmarz, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá alþjóðadeild ríkis- 0lögreglustjóra, segist hins vegar ekki geta séð að það breyti neinu gagnvart Íslandi þar sem engar beinar samgöngur séu á milli Ís- lands og þessara landa. „Rúmenar hafa áður komið hingað eins og við þekkjum. Ef þeir koma hingað þá koma þeir frá öðr- um Evrópusambandslöndum og sæta engu landamæraeftirliti.“ Breytir líklega engu fyrir Ísland UNDANÞÁGA FRÁ SCHENGEN AÐ RENNA ÚT Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Aðeins níu sólarhringar liðu frá því að þaulskipulagt, vopnað rán var framið í úraverslun Michelsen á Laugavegi og þar til lögreglan fann þýfið. Ræningjarnir þrír flýðu af landi brott til Danmerkur strax eftir ránið en við þrotlausa rannsókn bárust fljótt bönd að fjórða mann- inum. Sá var handtekinn í gær og fannst ránsfengurinn, úr að verðmæti 50- 70 milljónir króna, í bíl sem hann hafði til umráða. Mennirnir fjórir eru allir pólskir ríkisborgarar og taldir á fertugsaldri. „Fyrir utan þennan sem er í haldi núna og verð- ur leiddur fyrir dómara höfum við gert ráðstafanir til þess að þessir menn verði teknir hvar sem til þeirra næst, þeir verða eftirlýstir með eftirfylgni af okkar hálfu,“ sagði Jón H.B. Snorrason aðstoð- arlögreglustjóri á blaðamannafundi í gær. Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út. Undirbjuggu ránið í viku Mennirnir hafa engin tengsl við Ísland og lögregla veit ekki til þess að þeir hafi komið hingað áður. Þeir virðast hafa komið hingað í þeim til- gangi einum að fremja ránið og dvöldu hér á landi í um viku áður en þeir létu til skarar skríða mánudag- inn 17. október. Mennirnir notuðu þrjá bíla á flótt- anum og voru þeir allir stolnir. Fjórði bíllinn, sem þýfið fannst í, var á evrópskum númerum. Lög- regla telur að hlutverk mannsins sem var handtekinn hafi verið að koma þýfinu úr landi í rólegheitum. Rannsóknin beinist nú meðal ann- ars að því hvort ránið hafi verið skipulagt af erlendum glæpasam- tökum. Ekkert þykir benda til þess að mennirnir hafi átt sér samverka- menn hér á landi. Lögregla gat ekki gefið uppi í gær hvort mennirnir væru á skrá hjá Interpol eða hvort þeir hefðu langan glæpaferil að baki. Meðal þess sem er skoðað er hvort ránið eigi sér samsvörun í úraránum sem framin hafa verið er- lendis. Maðurinn með bakpokann Við upphaf rannsóknarinnar birti lögregla mynd af manni með bak- poka sem náðist á öryggismyndavél. Sá maður er einn þeirra sem fóru úr landi strax eftir ránið. Fjöldi ábend- inga barst eftir myndbirtinguna en Hörður Jóhannesson aðstoðarlög- reglustjóri sagði að ekkert eitt hefði ráðið úrslitum við að leysa málið. „Í raun skipti allt máli og þá fyrst og fremst eljan og dugnaðurinn í mannskapnum hér í öllum deildum sem unnu saman.“ Morgunblaðið/Júlíus Ránsfengurinn Úrin sem fundust í gær eru metin á 50-70 milljónir króna. Teknir hvar sem til þeirra næst  Fjórir menn grunaðir sem hafa engin tengsl við Ísland  Þaulskipulagðir en tókst þó ekki að koma þýfinu úr landi  Dvöldu hér í viku til undirbúnings  Eftirlýstir alþjóðlega „Ég átti ekki von á því að ég sæi úrin aftur, en ég er afskaplega ánægður með að þetta skyldi komast upp,“ sagði Frank Michel- sen úrsmíðameistari í samtali við Morgunblaðið. Hann er mjög ánægður með vinnu lögreglunnar sem hann segir að hafi sýnt mikla fagmennsku við rannsókn máls- ins. „Ég er afskaplega ánægður með lögregluna. Þetta eru svo miklir fagmenn. Þrátt fyrir niðurskurð og lág laun þá vinna þeir af mikilli samviskusemi. Þetta eru fagmenn fram í fingurgóma.“ Frank sagði afar mikilvægt að mennirnir hefðu ekki komist upp með þetta. Það hefðu verið mjög vond skilaboð ef þetta hefði ekki komist upp. Eftir ránið hét Frank einni millj- ón í fundarlaun til þess sem gæfi upplýsingar sem varpað gætu ljósi á málið. Hann sagðist ekki hafa rætt við lögreglu um rannsókn málsins og því ekki hafa upplýs- ingar um hvað hefði orðið til þess að það upplýstist. Frank segir vel koma til greina að hann greiði þessi fundarlaun. „Þetta á eftir að koma í ljós en ef og þegar þá mun ég glaður reiða þessa milljón fram. Hver sá sem stuðlaði að því að þetta komst upp gerði mér og okkur öllum stóran greiða. Það veit enginn hvar þessir menn hefðu borið næst niður. Það er skelfilegt að þetta skuli geta gerst á Íslandi og vonandi gerist þetta aldrei aftur. Það má segja að eftir þennan atburð sé sakleysið horf- ið,“ sagði Frank. egol@mbl.is Fagmennska hjá lögreglunni FRANK MICHELSEN ÚRSMÍÐAMEISTARI Úrin Rolex, Tudor og Michelsen sem rænt var eru nú komin í leitirnar. Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.