Morgunblaðið - 27.10.2011, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 2011
Siglingin til Íslands gekk sam-
kvæmt áætlun. „Við sigldum í
gegnum allar árstíðirnar,“ segir
Sigurður Steinar Ketilsson skip-
herra. Hann vísar til þess að þeg-
ar heitast hafi verið í Karíbahaf-
inu hafi lofthitinn verið 36 gráður
og sjávarhitinn 32 gráður en við
komuna til Vestmannaeyja hafi
lofthitinn verið 12 gráður og sjáv-
arhitinn um 9 gráður.
Bylting í búnaði
Sigurður Steinar byrjaði hjá
Gæslunni 1968 og var síðast skip-
herra á Tý. Hann segir að mun-
urinn sé mikill. Nýja skipið sé
mun stærra og aflmeira og algjör
bylting sé í búnaði. Olíuhreinsi-
búnaðurinn hafi til dæmis ekki áð-
ur sést á Íslandi. 300 m löng girð-
ing sé til staðar til að setja utan
um olíuflekki, olíuskilja skilji olíu-
na ofan af sjónum og henni sé síð-
an dælt um borð í sérstaka olíu-
tanka í skipinu, slökkvibúnaðurinn
sé mjög öflugur, þrjár slökkvi-
byssur, ein sprauti 1.200 rúm-
metrum á klukkutíma og hinar
600 rúmmetrum hvor. Hægt sé að
sprauta léttvatni yfir brennandi
hluti, hvort sem er úti á sjó eða á
landi, flytja megi gáma á þilfari og
í lest, gefa megi öllum þyrlum í
Nato-fjölskyldunni eldsneyti og
skipið sé sérstaklega hannað til
þess að gefa rafmagn í landi.
Gangkrafturinn sé svipaður og í
Tý en togkrafturinn um tvöfalt
meiri. „Við eigum að ráða við að
geta dregið og bjargað stærstu
skipunum sem koma í lögsöguna,“
segir hann. „Við erum tilbúnir í
slaginn.“
Miklir möguleikar
Bæjarbúar í Vestmannaeyjum
og gestkomandi fjölmenntu niður
á bryggju þegar Þór kom til Eyja.
Fulltrúar Björgunarfélags Vest-
mannaeyja voru þar á meðal og
formaðurinn, Adolf Þórsson, átti
vart til orð eftir að hafa skoðað
skipið. „Þetta er afskaplega mynd-
arlegt skip, stökk inn í nútímann í
þessum málum,“ segir hann.
„Þetta er ofboðslega mikið og vel
gert skip.“
Adolf segist hafa fyllst stolti
þegar hann hafi séð Þór og gengið
um skipið með þessu nafni í ljósi
sögunnar. „Þetta er gríðarlega
stórt og öflugt skip og gefur
möguleika á miklu stærri verk-
efnum en menn hafa reynt á Ís-
landi. Tækifærin eru óþrjótandi í
leit, björgun og aðstoð með þessu
skipi.“
Björgunarfélag Vestmannaeyja
var stofnað árið 1918 í þeim helsta
tilgangi að kaupa björgunar- og
eftirlitsskip. Í tilefni þessara tíma-
móta nú færði Adolf fyrir hönd fé-
lagsins Landhelgisgæslunni eitt
innrammað hlutabréf sem var gef-
ið út í félaginu til að kaupa Þór á
sínum tíma. „Við vonumst til þess
að það verði til sýnis um borð,“
segir Adolf. steinthor@mbl.is
„Erum
tilbúnir
í slaginn“
Adolf Þórsson, formaður Björg-
unarfélags Vestmannaeyja, segir
varðskipið Þór stökk inn í nútímann
Gjöf Adolf Þórsson afhendir Sigurði Steinari Ketilssyni og Georg Kr. Lárussyni hlutabréfið.
Í brúnni Fjöldi fólks beið eftir skipinu á Friðarbryggjunni og á eftir voru allir velkomnir um borð.
Ljósmynd/Eyjafréttir
Fögnuður Eyjamenn fögnuðu skipinu við innsiglinguna og Ásmundur Pálsson tók á móti því með fallbyssuskotum á Skansinum, en fallbyssan er aðeins notuð við sérstök tækifæri.