Líf og list - 01.02.1951, Page 2

Líf og list - 01.02.1951, Page 2
Hámenntaráð íslands EKKI samir að ganga með sinnu- leysi fram hjá stórmerku nýmæli, sem fyrir skömmu er fram komið á Alþingi. Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um „Akademíu íslands“. Þegar viljum vér taka fram, að nafnið virðist oss óhæft., Útlent orð réttlætist ekki í íslenzku máli á því, að það sé alþjóð- legt, því að sama máli gegnir um fjölda orða, sem hefur ekki verið veitt viðtaka í málið. Að vorum dómi eru þetta þó ekki einu rökin gegn nafninu, heldur ekki síður hitt, að það er langt og stirt og mjög fram- andlegt að öllu gervi, jafnvel þótt því sé gefin kvenkynsmynd (en það er raunar sjálfsagt, á grísku akade- meia). Oss virðist viðhlítandi, að stofnun þessi heiti Hámenntaráð fs- lands. Akademisk stofnun er há- menntastofnun, akademiskur andi hámenntaandi. Nafnbót og launabót HÁMENNTARÁÐ eru ekki ný bóla. í öllum siðmenntuðum löndum hafa stofnanir með akademís nafni viðgengizt öldum og aldatugum sam- an. Gláestar minningar eru við þær tengdar, enda geta flest hámennta- ráð stært sig af nöfnum andlegra mikilmenna, og stór afrek hefur mörgum þeirra auðnazt að vinna. Er það ekki sagt til að kasta rýrð á há- menntaráð og menningargildi þeirra, þótt bent sé á alvarleg glapræði og þröngsýni, sem þeim hefur stundum orðið á, eins og þegar franska há- menntaráðið lokaði dyrum fyrir mönnum eins og Rousseau, La Roc- hefoucauld og Moliere, meðan aðal- bornar vanmetakindur fylltu þar fjölda stóla. En hámenntaráð, sem er annað og meira en stórt nafn, á að geta verið hin mesta blessun fyr- ir menntirnar í landi sínu. Jónas Hall- grímsson mundi hafa sagt, að það ætti að efla alla dáð, styrkja orkuna, hvessa viljann, glæða vonina, hressa hugann og vefja lýð og láð farsæld- um. Betur er ekki hægt að segja í fám orðum, hverjar vonir vér mund- um vilja mega gera oss um íslenzkt hámenntaráð. Þess vildum vér biðja góðfúsan lesara, að hann taki ekki sem illspá um framtíð þess hámenntaráðs, sem nú er talað um að stofna, þótt vér drepum á örfá atriði, sem skotið hef- ur upp í huga vorum í þessu sam- bandi. Það verður að vera skýr og skorinorður vilji þessara laga, að sæti í hámenntaráð sé ekki fyrst og fremst nafnbót og launabót handa prófessorum og borgaralegum rit- höfundum (sem eru hættir að skrifa) heldur embættisleg og sið- ferðileg skylda til að vaka yfir vel- ferð æðstu mennta í landinu. Verr er af stað farið en heima setið, ef þetta ráð verður hégómasamkunda, middagar, skálaræður og orðuglit. Hégómaskapurinn er alltaf óskemmti legur, en þó er hann verstur, þegar hann ber á herðum sér kápu mennta- gyðjunnar. Orður er hægt að þola, saklaus leikföng handa stórum börn- um, sem hafa gaman af þeim, og þær kosta samfélagið lítið. Bóndi lítur yfir fé sitt á haustdegi. Hann sér nokkra lambhrúta, sem honum finnst verðir lífs og undaneldis, tekur upp hníf sinn og hornstýfir þá til auð- kenningar í eitt skipti fyrir öll. Síð- an ekki söguna meir, og blessaðar skepnurnar eru hvorki betri né verri til undaneldis en áður. Þannig eru orður. En nafnbót, sem færir sínum manni viðurkenningu þess, að hann sé einn af tólf mestu andans mönn- um þjóðarinnar og tólf þúsund króna verðlaun fyrir snillina á ári er við- sjárverðari en marglit næla í barm- inn í eitt skipti fyrir öll, hornskell- ing lífhrútsins. Hún getur verið háskaleg fyrir sál mannsins, sem fær hana, og hún kostar fé, sem raunar er ekki stórvægilegt, ef að gagni kemur, en er þó lagleg summa, ef henni er kastað á glæ. Fyrir tólf sinnum tólf þúsund krónur mætti t. d. gefa út stórmyndarlegt tímarit fyrir vísindalega málfræði, svo að eitthvað sé nefnt. Hámenntaráð og háskólaráð ÁSTÆÐULAUST er að óreyndu að ætla, að hámenntaráð verði for- dild e'in. I umræðum um það verð- ur þvert á móti að gera ráð fyrir, að þáð verði jafnan skipað þeim beztu mönnumn, sem kostur er á, og þeir hafi siðferðisþroska til að skilja, hver vandi fylgir vegsemd- inni, og viljastyrk til að breyta í samræmi við það. Þannig vonum vér. að ráðið verði skipað. En sú er skoð- un vor, að verksvið ráðsins sam- kvæmt frumvarpinu sé alltof þröngt. Það er eins og löggjafinn sjái ekk- ert verkefni annað en varðstöðu um íslenzka tungu, og ekki virðist há- skólaráð vera öllu skyggnara. Til- lögur þess virðast oss með leyfi að segja vera fremur þunnar á síðuna. Háskólinn virðist fyrst og fremst vilja grípa tækifærið og velta af sér á hámenntaráð verkefnum, sem eðli- legt er, að heimspekideild hans vinni og hún hefur þegar hafið með mynd- arskap. Er hér sérstaklega átt við samningu vísindalegrar orðabókar, en það starf leggur háskólaráð fyrst af öllu til, að hámenntaráð vinni. Er þó mál margra, að samning orða- bókarinnar sé háskólanum vegsauki, sem hann megi ekki af missa. Þá leggur háskólaráð til, að há- menntaráð láti gefa út skrá um góð og æskileg nýyrði. Um þetta er allt gott að segja, en oss virðist það smátt verkefni fyrir tólf þá beztu. Þó er enn lítilfjörlegra fyrir tólf þa beztu að taka saman amböguskrá, þar sem birt séu til viðvörunar bögu- Frh. á bls. 23. 2 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.