Líf og list - 01.02.1951, Síða 4
THOMAS CRAVEN:
Síðasti Bóheminn
MODIGLIANI-
Sonur Montmartre.
YRSTA tug þessarar aldar var andlega sinn-
uðum mönnum í Frakklandi mjög hugleikin
dægradvöl að níð'a niður Gyðinga og allt, sem
var júðskt. I þann tíð er þessi óheilnæma, and-
lega íþrótt átti sem mestu fylgi að fagna meðal
þeirra, bar svo við eitt sumarkvöld, að tveir kon-
ungssinnar sátu inni á þéttskipuðu kaffihúsi á
Place du Tertre og gerðu sér til dundurs að herma
öllum nærstöddum þessa kenning um andúð á
Gyðingum. Þeir skemmtu sér konunglega og nutu
þess í ríkum máli, að liella sér yfir „guðs útvöldu
þjóð'“, svo að alhr heyrðu til. Við borð þar rétt
hjá sat ungur maður. í fvlgd með honum var
seiðfögur, ljóshærð stúlka, er greiddi fyrir pyls-
urnar, sem hann hafði staflað á diskinn hjá sér.
IJngi maðurinn hafði hlustað á skammarununa
um hríð af lítilli þolinmæði, en brátt kom að
því, að gremjan og fyrirlitningin náði á honum
yfirtökunum, svo að’ upp úr sauð. Hann var sér-
kennilegri og meir áberandi en títt er um unga
menn — auðsýnilega ábyrgðarlaus bæði á sál og
líkama — skilgetinn sonur Montmartre og sam-
dauna lífinu þar. Það leyndi sér ekki á klæða-
burði hans og hirðuleysislega, síða hárinu, að hann
var listamaður eða eitthvað þaðan af verra. I
stað venjulegs hálsbindis bar hann rauð’an silki-
klút, í stað jakka gamlan peysugarm, sem honum
hafði verið gefinn og var honum allt of stór, og
molskinnsbuxurnar hans voru allar ataðar máln-
ingarklessum. Af óeðlilegum gljáa í augunum og
kinnfiskadregnu andlitinu mátti greinilega marka,
að hann þjáðist af lungnatæringu, sem hann hafði
aukið á með daglegum skammti af koníaki og
hashiseitri. Ljóshærða stúlkan virtist mjög ást-
fangin af honum og fylgdist í mikilli hrifni með
sívaxandi reiði hans og fyrirlitningu, brosti til
hans, örvaði hann og brýndi hann til stórræða.
Skyndilega stökk hann á fætur, knúinn öllu þjóð-
arstolti sínu, og hrópaði (hann talaði sterkum,
ítölskum hreimi):
„Ég er Gyðingur! Ég svara þessum svívirðing-
um ykkar með því að berjast við ykkur. Ég skora
á ykkur að standa á fætur og berjast við mig!
Um leið drep ég tvær skræfur!“
Ungi maðurinn var grannur og langt frá því
að' vera kraftalega vaxinn, en í rödd hans fólst
sú innblásna, gneistandi grimmd og sú sannfær-
andi ósvífni, sem jafnan boðar blóðfórn. Allir
viðstaddir spruttu úr sætum og biðu vonglaðir
þess, sem gerast kynni — en kohungssinnarnir
sátu sem fastast.
,Jjengi lifi Gyðingaþjóðin!“ hrópaði ungi mað-
urinn. Hann var greinilega albúinn til þess að
vega mann og annan, en Ljóska hans virtist láta
sér nægja sá siðferðilegi sigur, sem liann hafði
borið úr býtum, og leiddi hann út úr salnum. Þeg-
ar út á götuna kom, hvíslað'i. hún ýmsuni falleg-
um orðum í eyra honum um karlmennsku hans
og hetjudáðir, sem honum þótti ljúft að heyra —
hann var alltaf veikur á svelh’nu, þar sem konur
voru annars vegar. Hún fór með hann rakleitt
inn á eina skuggaknæpuna, þangað sem einmana
skáldrónar og misskildir listamannaræflar og kon-
ur, sem hafa orðið hart úti í lífinu, venja komur
sínar, þar sem heimsleiðum, sundurtættum strand-
mönnum, sem aldrei eiga fyrir fábrotnasta og ó-
dýrasta málsverði, tekst alltaf einhvern veginn að
herja út fé fyrir þeirri huggun, sem þeir leita í
ei t url y f j a neyzl u.
Æskuárin á Ítalíu.
ANN hét Amedeo Modigliani og fæddist 1884
í Toscana, sem kölluð hefur verið vagga
vestrænnar listar. Móðir hans, sem var borin og
barnfædd í Livorno, taldi sig vera í ætt við hol-
lenzka Gyðinginn og heimspekinginn mikla Spi-
noza. Ættmenn föður hans höfðu flutzt búferl-
um úr Gyðingahverfi Rómaborgar til Norður-
Ítalíu. Á fjórtánda ári Modiglianis dundu yfir
hann hastarleg veikindi. Þá fékk hann ákafa löng-
un til þess að mála. Móður hans fannst það mikið
gleðiefni, því að hún unni hounm ekki einungis
hugástum, heldur tilbað hann. Fyrst í stað naut
hann tilsagnar hjá landslagsmálara í Livorno. En
árið 1900 fékk hann snert af lungnaberklum og
4
LÍF og LIST