Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 60
lífs, þá tortíming sem lýkur í Ragna-
rökum, loks útópía - framtíðarsýn.
Mín sýn? Heimurinn er samansettur
úr lífi og dauða, Ijósi og myrkri, hljóði
og þögn o.s.frv. Líf okkar er háð sam-
spili þessara afla og við getum haft
töluverð áhrif á það. Mér finnst full
ástæða til að leggja mitt af mörkum.
Kannski megi tala um „kosmíska
ambísjón".
6
Hljóðin streyma um okkur og í okkur
þótt við heyrum ekkert annað en
þögn. Eitt merkasta tónskáld þessarar
aldar, Toru Takemitsu hefursagt: „Ég
vil ekki þvinga hljóð heldur koma
þeim á hreyfingu". Engin sköpun,
engin hreyfing er hugsanleg án
hljóða. Rað er eðlisfræðileg stað-
reynd. Tónlist er aðeins til meðan hún
hljómar, segja sumir, svo er hún
horfin. En er það víst? Menn senda
frá sér hljóðbylgjur sem líða um
glugga og út í geim. Hljóðið sem slíkt
deyr þó aldrei. Eða hvenær gerist
þaö? Þegar við hættum að geta mælt
það? Hafa menn fundið innsta púnkt
hringsins? - Og þögnin. Tónlist er
óhugsanleg án þagnar. Oft er þögnin
það máttugasta sem til er í tónlist og
samt er hún kannski ekki til. Þögnin
býr yfir eigin tónmáli. Tónlist er ekki
aðeins safn hljóða heldur samspil
hljóða, tóna og þagna.
Hljóð og líf verða ekki sundur skilin.
Tónræn fegurð tengist virðingu fyrir
lífinu. Þau hljóð eru falleg sem vekja
kennd þess að við erum ekki aðeins
stakir tónar heldur hlutar af miklum
hljómi. það eru engin hljóð Ijót í
sjálfum sér. Allir þekkja þó hljóð sem
hafa mikil og neikvæð sálræn áhrif -
umferðargný, vélardyn, hávaða. Og
þó þarf hávaði ekki alltaf að vera nei-
kvæðs eðlis. Hann getur verið mikils-
verður þáttur í tónverki. Eins og
þögnin. Kannski Ijótleiki og fegurð
verði ekki sundur skilin með öllu.
Fremur en annað.
7
Ég fann til þess smám saman að mig
skorti tækni sem tónskáld. Af þeim
sökum ákvað ég að segja upp í Þjóð-
leikhúsinu og fara utan til frekara
náms. í London komst ég að hjá geysi-
góðum kennara sem kennt hafði við
Royal Academy of Music í 35 ár. Enn-
fremur sótti ég tíma hjá James Blades
í slagverki og lærði mikið af honum. Á
þessum tíma tók ég þá ákvörðun að
helga mig tónsmíðum. Áður hafði ég
hugsað mér að gerast slagverksein-
leikari. Þetta var erfið ákvörðun en
óhjákvæmileg. Maður verður að gæta
að geðheilsu sinni.
í London gerði ég dálitla tilraun. Ég
ákvað að semja stemningar beint af
augum, nánast ómeðvitað, án þess
að nota ákveðið tónlistarlegt efni,
hljóma eða laglínur. Skrifa ekkert
nema ég hefði ærna ástæðu til þess
og eitthvað hljómaði innra með mér.
Ég varð að vera innblásinn. Að öðrum
kosti var ekki sest niður. Einnig ákvað
ég i upphafi að fletta aldrei við síðu.
Verkið átti að streyma áfram af sjálfu
sér. Upphaflega nefndist það INSTINCT
en var aldrei lokið. Seinna las ég það
yfir og vann úr því verk sem nú heitir
SÝN. Það er einskonar samansafn
þessara ósjálfráðu stemninga.
SÝN er að vissu leyti einstakt verk
á mínum ferli. Það er unnið með öðru
móti en önnur verk. Núna vakna ég
reglulega á morgnana og geng til
vinnu minnar eins og aðrir menn,
skrifa eitthvað á hverjum degi. Það
hefur tekið mig mörg ár að koma mér
upp slíkri reglufestu. Stundum ertón-
skáldum skipt í vitsmunaleg og tilfinn-
ingaleg tónskáld. Sum eiga að vera
tæknileg en önnur innblásin. Mér
finnst of mikið gert úr slíku. Sumar
fegurstu laglínur heimsins hafa verið
gerðar eftir talnaröðum eða tilbúnum
formúlum. Tónlistin er stærðfræðileg í
eðli sínu. Ætlir þú að semja músík
verður þú að vera meðvitaður um
stærðir sem ekki er hægt að þreifa á
en búa í huganum. Stærðir sem eru
ímyndaðar en samt mjög raunveru-
legar.
8
Ég kom heim í árslok 1976 og hélt
tónleika fáeinum mánuðum seinna.
Jafnframt sá ég um tónlist við Mac-
beth í Iðnó. Hún var samin fyrir áslátt-
arhljóðfæri með skömmum fyrirvara.
Stór hluti var í formi áhrifahljóða eða
„effekta". Seinna skrifaði ég m.a.
tónlist við íslandsklukkuna, Hamlet,
Sölku Völku, Galdra-Loft, Sölumaður
deyr og Skilnað eftir Kjartan Ragnars-
son. í síðastnefnda verkinu eru notuð
tvö hátalarakerfi, annað fjögurra rása j
en hitt stereó. Hljóðið barst úr öllum
hornum, upp úr gólfinu og aftan úr
sviðinu. ..
Það var spennandi að semja
GALDRA-LOFT enda fékk ég frjálsar
hendur, skrifaði forleik, tónlist milli
þátta og stemningar. Seinna samdi ég
hljómsveitarsvítu úr verkinu. Galdra-
Loftur er einkar áhrifamikið leikrit.
Samspil persónanna er til dæmis
ákaflega sterkt enda er ólíkum mann-
gerðum teflt saman, mörk þeirra skýr
og afdráttarlaus. í tónlistinni reyni ég
að draga fram andstæðurnar í Lofti
sem flýgur á teppi í draumi og særir í
kirkju viti sínu fjær. Þessar miklu
snöggu sviptingar eru dregnar fram
meö ýmsu móti. Samt eru andstæður
ef til vill blekking. Eru ekki allir hlutir úr
sama efni, samansettir á svipaðan
hátt þótt þeir séu ólíkir að lit, lögun og
áferð. Við fyrstu sýn virðist sem eng-
inn sáttmáli sé hugsanlegur milli
hljóðs og þagnar eða góðs og ills en
sé nánar að gáð kemur annað í Ijós.
Hvað er líkt með Lofti á teppinu og
Lofti í kirkjunni? Fyrir teppisatriðið
skrifaði ég rómönsustef sem leikið er
með tveimur tilbrigðum. Það einkenn-
ist af sambandi lítilla þríunda. Brot úr
þessu stefi er einnig leikið í for-
leiknum þar sem stemningum verks-
ins er fléttað saman. Það kemur
sömuleiðis fram í særingaratriðinu og
loks í „epílógnum" sem er einskonar
útfararmúsík - mjúkir hljómar og ^
klukknasláttur. Þríundin litla er þannig
aflgjafi ólíkra stemninga. Hún tengir
hin andstæðu skaut saman.
9
Ég hef nú helgað mig tónsmíðum um
nokkurra ára skeið. Haft heppnina
með mér og fengið mikið af verkefn-
um. Maður er mikið einn í þessu starfi
eins og eðlilegt er. Fáir geta lesið það •
sem maður skrifar og enn færri rætt
58