Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 46

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 46
HELGI ÞORGILS FRIÐJONSSON STAFRÓF MYNDA MINNA Ég hef sagt aö þeir sem vilja skriflegar útskýringar á myndum mínum ættu aö lesa skrifaöar sögur og texta sem ég hef sent frá mér meö nokkuð reglulegu millibili í mörg ár, en flestir taka þeirri uppástungu frekar þurrlega enda oftast litiö á sögurnar sem ódýra þrandara eöa rugl. Ég vil þó enn þá benda á þessi skrif mín og ef þau eru lesin af alvöru finna menn fljótt fyrir leiðandi undiröldu. Þess vegna gæti ég lesið upp flokk smásagna minna og kallað þaö fyrirlestur, en vegna þess aö þaö er hægt aö nálgast þær annars staöar og vegna þess að þær eru verk sem aftur þarf aö útskýra, þá legg ég upp frá öðrum staö. Ég tel rétt aö minnast á þaö hér, aö þegar ég kom í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands átján ára gamall, þá var ég ekki bara aö koma í myndlista- skóla, heldur var ég líka aö koma ofan úr sveit, ákaflega lítiö upplýstur um myndlist. Ég þekkti aðeins nokkrar myndir eftir Kjarval, Scheving og -Jón Stefánsson og auk þess haföi ég lesið Nóa Nóa eftir Gaugin og Lífs- þorsta um Van Gogh og skoðað þær myndir sem prentaðar voru í þeim bókum. Af bókmenntaverkum haföi ég lesið eitthvaö eftir Kiljan, Stefán frá Hvítadal og Gunnar Gunnarsson og slitur af þjóösögum og biblíusögum og var reyndar strangtrúaöur. í þeim stíl sem kemur út úr þessu samkrulli, auk áhrifa frá teiknimyndasögum, teiknaði ég og skrifaði á þessum árum, og ef til vill haföi menntaskóla- súrrealisminn smeygt sér inn í mynd- heiminn. Þegar þarna var komiö haföi Ji ég fyrir alllöngu ákveöiö að ég ætlaöi aö veröa listamaður og var reiöubúinn til aö lifa samskonar lífi og Gaugin, Van Gogh og Ólafur Kárason Ljósvík- ingur. Þegar ég svo kem í Myndlistaskól- ann fer hins vegar allt af staö og ég fer hratt gegnum alla stíla og stefnur þessarar aldar og aö sjálfsögöu söguna líka. Ég málaöi meöal annars fyrstu og einu abstraktmyndirnar mínar heima á kvöldin þegar ég var í formfræðinni hjá Herði Ágústssyni, og held ég aö þar hafi orðið nokkur kaflaskil, meöal annars vegna þess aö Höröur var ákaflega uppörvandi, tal- aói mikið um myndlist og sýndi okkur bækur úr bókasafni sínu. Af þeim eru tvær þykkar bækur um Paul Klee mér mjög eftirminnilegar. Þarna var ég í fyrsta skipti aö sjá abstrakt myndir og kynnast abstrakt hugsun og vita aö fletir gætu staöiö einir sér sem litur og form, jafnvel hversdagslegir hlutir. Ég horfði á allt sem form og leik, gang- stéttarhellur, gluggarúöur á vinnu- stööum, skugga af stráum sem féllu á skissublööin, náttúruslípaöa steina. Þessu fékk ég samt nokkuð fljótt leiö á, sennilega var ég alinn upp í of miklum frásagnaranda og hugsaöi of mikið í líkingum og dæmisögum. En þetta var þó allt nýtt upphaf. Mér fannst alltaf aö náttúran skapaöi feg- urstu formin, steinvalan sem var undir gangstéttarhellunni og sprengdi hana fullkomlega rétt, steinninn sem vatn og vindur rúnaöi, verkamenn sem krota og gantast á rúöurnar í nýbygg- ingunum, o.s.frv. Þaö var alltaf ein- hver orsök fyrir fegurstu hlutunum og formunum, orsök sem tengdist ein- hverju sönnu, upprunalegu eöa sak- lausu. Ég sá aö jafnvel þeir sem kunnu ekki aö teikna samkvæmt akademiskum skilningi, gátu teiknaö góö listaverk. Á þessum árum var konseftlistin svo til allsráöandi og meðal skólafé- laga og annarra var varla talaö og hugsað um annað en konseftlistina. Og má meðal annars segja aö Marcel Duchamp hafi verið algert goö og J umræðan stóð mikið í kringum hann. Kannski var aðalókosturinn viö þaö sem þar fór fram aö menn voru svo- lítið einstrengingslegir og meðal ann- ars kom sú hugsun upp aö ekki væri hægt að gera myndir öðruvísi en meö Ijósmyndaaöferö. Og hjá mér var nokkur barátta um hvernig þessir hlutir ættu aö ná saman. Seinna komst ég að því aö þetta var bara einn vængur af þessari hugsun sem hafði náö til íslands, en til voru konseft teiknarar og málarar sem voru erlend- is. Fyrir áhrif konseftlistarinnar hugs- aði ég mér Ijósmyndaverk, sem aldrei uröu þó að veruleika i því formi, j heldur koma fram í máiverkunum og teikningunum. Þaö var það form sem ég og aörir hlutir mynda í náttúrunni, þ.e. allur heimurinn umhverfis mig og þær útlínur sem ég mynda, eöa hluturinn, þar hefst annað líf. Þannig myndar hver persóna og hver hlutur einhverskonar einkaheim sem byggir upp einn allsherjarheim. Til aö segja þetta nokkuð skýrt, þá er þetta eins og álfabyggö, við þekkjum hól úti í 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.