Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 8

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 8
SIGRUN A. EIRIKSDOTTIR JORGE LUIS BORGES Jorge Luis Borges fæddist í Buenos Aires 24. ágúst 1899. í báöar ættir var hann kominn af hermönnum sem tekið höföu þátt í baráttu ríkja Suður- Ameríku fyrir sjálfstæði og jafnvel fallið sem hetjur, en einnig átti hann ættir að rekja til menntamanna. Snemma hefur komið í Ijós að fyrir Borges lægi að fylla síðarnefnda hóp- inn enda var hann nærsýnn og fremur pasturslítill sem drengur. Faðir Borg- esar var lögfræðingur og sálfræðingur og mun hafa átt sér draum um að ger- ast rithöfundur. Þessi draumur var lát- inn rætast í syninum sem alinn var upp innan um bækur sem hann las af áfergju, en uppáhaldshöfundar hans voru Kipling, R. L. Stevenson, Jos- eph Conrad, H. G. Wells o.fl. sem skrifuðu sögur sem áttu sér svið ein- hvers staðar á mörkum draums og áþreifanlegs veruleika. Föðuramma Borgesar var ensk og enska og spænska var töluð jöfnum höndum á heimilinu, en nafnið Borges er portú- galskt og, eins og Borges benti stundum á, af germönskum stofni. Líklega hefur það verið áhugi á eigin uppruna sem varð til þess að Borges lagði stund á engilsaxnesku og síðar íslensku; hann vildi geta lesið forn- bókmenntir Norður-Evrópu á því máli sem þær voru ritaðar á. Hans eigið hlutskipti sem rithöfundar er ef til vill ástæðan til þess að andstæður sverðs og penna, hetjuskapar og heigulsháttar eru honum hugleiknar. Sennilega er það engin tilviljun að Snorri Sturluson sem eyddi miklum hluta ævinnar í að skrá afreksverk annarra en reyndist sjálfur heigull sé Borges hugstæður. í mörgum verkum Borgesar eru argentískar hetjur í aðalhlutverkum, ekki víkingar, heldur smábófar vopnaðir hnífum. Það var einnig hjá föður sínum sem Borges kynntist fyrst heimspekinni. Einkum er tvennt sem Borges nefndi oft í sambandi við heimspekilegt upp- eldi sitt. Annars vegar þverstæða Zenós um kapþhlaup Akkillesar og skjaldbökunnar þar sem hinum fótfráa Akkilles tekst aldrei að hlaupa hæg- fara skjaldbökuna uppi. Hitt atriðið varðar minnið. Faðir Borgesar útskýrði fyrir honum hvernig við minnumst atburðar aðeins einu sinni, næst þegar við rifjum atburðinn upp erum við í raun að rifja upp síðustu minningu okkar um hann og þannig koll af kolli. Ressi tvö atriði er að finna í mismunandi útgáfum í mörgum verkum Borgesar, annars vegar þver- stæðuna sem byggð er á óyggjandi rökum, hins vegar bilið á milli hlut- stæðs veruleika og okkar huglægu skynjunar á honum, sem síhvikult minni okkar tekur síðan að sér að varðveita. Árið 1914 flyst fjölskyldan til Genfar í Sviss og dvelur í Evrópu til 1921. Þessi ár verða enn frekar til að móta smekk og persónu Borgesar. Hann lærir frönsku, þýsku og latínu og les mikið á þessum tungumálum, m.a. þýska heimspekinga. Þá kynnist hann verkum Schopenhauers sem hefur líklega verið honum kærastur heim- spekinga. Þegar fjölskyldan snýr heim eftir langa fjarveru uppgötvar Borges fæðingarborg sína með nýrri sýn og nefnist fyrsta Ijóðabók hans Ást til Buenos Aires (Fervor de Buenos Aires) og kom út árið 1923. Borges hóf rithöfundarferil sinn sem Ijóðskáld og ritgerðasmiður. Fyrstu þrjú ritgerðasöfnin eru orðin dýrmætir safngripir núna því að aldrei leyfði hann endurútgáfu á þeim. Árið 1932 kom út ritgerðasafnið Rökræður (Discusión), 1935 Saga hinna iit- ræmdu (Historia universal de la infamia) og 1936 Saga eilífðarinnar (Historia de la eternidad) sem öll hafa verið endurútgefin margoft síðan. í því síðastnefnda er að finna allmerka ritgerð um kenningar í íslenskum fornkveðskap. Segja má að árið 1938 marki tíma- mót í rithöfundarferli Borgesar. Þá meiðir hann sig á höfði og fær blóð- eitrun svo að dögum saman liggur hann milli heims og helju (oft er talið að sagan „Suðrið" sem út kom á ís- lensku í samnefndri bók árið 1975 byggi að einhverju leyti á þessari reynslu). í afturbatanum skrifaði hann fyrstu smásöguna sem segja má að sé dæmigerð fyrir hann: Pierre Menard, höfundur Don Kíkóta (Pierre Menard, autor del Quijote). Sagan líkist alls ekki venjulegri smásögu heldur rit- gerð eða minningagrein. Borges þyk- ist vera að minnast franska rithöfund- arins Pierre Menard sem er nýlátinn og nefnir helstu verk hans, en dvelur þó einkum við hans mesta verk sem var í því fólgið að gleyma sögunni um don Kíkóta en skrifa hana svo upp á nýtt, orðrétt eins og Cervantes skrifaði 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.