Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 6

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 6
skáld, sem átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á mig, portúgalska skáldið Fern- ando Pessoa. Og litlu seinna fann ég El hacedor eftir Borges. Ég byrjaði strax að reyna að þýða verk hans, svo heillaður varð ég af samblandi af framandleika og einhverju hálfkunnugu sem ég þóttist finna í verkum hans og hefur jafnan hrifið mig. Petta hálfkunnuga var eitthvað sem ég þekkti hálfpartinn af umgengni við minn innri mann. Það var engu líkara en í verkum hans væri forn íslensk bók- menntaarfleifð, hún lægi þar leynd undir suður-amerískri hulu í bland við evrópska bókmenntahefð, sem ég fór nú að kynnast smám saman. Á þessum árum þýddi ég nokkur verk, einkum Ijóð eftir Borges, en vegna áhugaleysis eða lélegs hand- bragðs af minni hálfu og því að ég hef aldrei haft sannfæringarkraftinn á valdi mínu, kom ég engu á prent fyrr en Lesbók Morgunblaðsins tók við Ijóðinu Ei enemigo generoso (Veg- lyndi óvinurinn). Fundinn bar upp á árið 1960, sama ár og nefnd bók kom út í Argentínu, og er til marks um að Spánverjar voru að snúa aftur til síns rétta umhverfis, ná áttum og geta litið bæði til suðurs og í norður í menningarlegu tilliti. Dyragáttin að frelsinu opnaðist svo mikið, að árið eftir stofnuðu félagar mínir Formentoverðlaunin og Prix Int- ernational des editeurs (Alþjóðaverð- laun bókaútgefenda). Ég reyndi að fá Mál og menningu til að taka þátt í þeim og talaði við Kristinn E. Andrés- son, en hann svaraði: Ertu ekki bara að reyna að draga okkur inn í einhvern fasisma? Fyrri verðlaunin fékk perúski rit- höfundurinn Vargas Llosa fyrir bók, sem félagi minn, Ijóðskáldið og út- gefandinn Carlos Barral gaf út þetta sama ár hjá útgáfunni Seix y Barral. Hin verðlaunin hlutu þeir Beckett og Borges í sameiningu. Tími Suður- Ameríku var að hefjast bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Upphaf áhugans á þeim og sér- staklega á Borges var í talsverðum tengslum við kaffibókabúðina og bar- inn Crystal City með þessum hætti: Á árunum fyrir og eftir 1960 voru að hverfa fyrir fullt og allt úr menningar- lífinu á meginlandi Evrópu þeir bók- menntasinnuðu Bandaríkjamenn og rithöfundar, sem höfðu litað það á afar fjörlegan hátt fyrir heimsstyrjöldina síðari. Nú var að hverfa það eirðar- lausa fólk, sem átti einkennilega og frjóa drauma um mikilfengleika bandarískrar menningar, sem nærðist þá enn stöðugt á evrópskum rótum sínum og nauðsynlegt var að viðhalda með beinum tengslum við evrópska menningu. Yfirleitt var þetta sæmilega efnað fólk, en samt ekki það auðugt að það gæti lifað áhyggjulausu lífi hvar sem væri í Evrópulöndum. Þau voru að verða of dýr fyrir það, og þess vegna var leitað að áhyggjuleysi meðal fremur snauðra þjóða. Nú hafði það uppgötvað Spán, aðallega í tengslum við Salinas, sem hafði dvalið í áratuga útlegð í Bandaríkj- unum og tekið þátt í heimsstyrjöld- inni. Oftast var hist á Crystal City. Tveir þessara manna, sem hér koma við sögu, voru þeir Anthony Kerrigan, sem bjó á Mallorca, og Alastair Reid, Ijóðskáld og þýðendur. Alastair hafði aðallega ofan af fyrir sér með því að skrifa fyrir bandaríska vikuritið The New Yorker skemmtilegar skröksögur sem áttu að líta út eins og sannar heimildir um „ástandið á Spáni á lokatímum Francos". Auk þess var hann sagður hafa aukatekjur af njósnum. Hann var vinsæll hjá tímarit- inu, en féll að lokum í ónáð. Áður en það gerðist kappkostaði hann að koma verkum Borges á framfæri í Bandaríkjunum. Um þessar mundir var hann skilinn við eiginkonu sína- einkaritara Samuels Bronstons sem var að undirbúa og gerði síðan kvik- mynd í Madrid, sem hét 60 dagar í Peking (með Övu Gardner sem bjó þar þá) - en hafði tekið í staðinn elskuna frá verndara sínum, enska skáldinu Robert Graves á Mallorca, Margot (Hvítu gyðjuna) sem átti eftir að giftast Mike Nichols. Þau Alastair höfðu flúið á vit ástarinnar í myllu í Suður-Frakklandi en þverrandi ást og fé rak þau til Barcelona. Og nú hafði hann sest að í götu út frá götunni þar sem ég bjó, og fór að þýða Borges, ásamt Toní, og gera hann þekktan í Bandaríkjunum. Vegna kynna við þá vildi ég ein- hverra hluta vegna ekki vera eftirbátur þeirra en hlaut auðvitað að vera það, að minnsta kosti man ég eftir beisku bragði eitt kvöld heima hjá Alastair yfir kjúklingi í karrí, sem hann hafði víst lært að matreiða hjá Margot. Hún hafði þá skift um faðm og farið til Mike, sem naut frægðar fyrir kvikmynd sína Hver er hræddur við Virgínu Voolf? Samt stóð hún stutt við í bóli hans, átti þó með honum barn en vildi flýja lífið til Sovétríkjanna og taldi að eirðarleysi sitt stafaði af því að hún hefði starfað með dansmeynni Mörtu Graham. Eftir brottför hennar, þegar ein- semd Alastairs hófst, man ég eftir endalausum umræðum um merkingu orða, setninga og innihalds í verkum Borges, hrifningunni sem ríkir þegar maður uppgötvar í fyrsta sinn eitthvað sem er algerlega nýtt og framandi, en er engu að síður eitthvað svipað hálfgleymdu vögguljóði úr bernsku. Félagarnir lögðu áherslu á að þýða smásögur eða öllur heldur bókina Ficciones, af því að þeir héldu að sú bók væri aðgengilegust fyrir banda- ríska lesendur, að minnsta kosti háskólafólk. En það sem þeir voru að berjast við að skilja átti Borges oft eftir að breyta í seinni útgáfum og felldi jafnvel inn í sögurnar nýjar vísanir til verka annarra höfunda en í hinni upp- runalegu gerð. Textinn hjá honum var sífellt í sköpun og breytingum undir- orpinn meðan höfundurinn leitaði að lokagerð. Hana var eiginlega ekki hægt að finna nema með dauðanum, þegar skáldið hættir að geta breytt. Þetta er ein ástæðan fyrir því að þýðingar mínar fara í ýmsum atriðum ekki saman við enskar þýðingar, vegna þess að þær eru þýddar eftir nýrri texta. Og eflaust hefur Borges breytt honum eftir að ég tókst á við hann. Með tíð og tíma fannst mér maður- inn og fyrirbrigðið Borges vera jafn undarlega heillandi og sögur hans. Öðru fremur var hann feiminn og hlé- drægur maður, án þess að hann væri 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.