Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 36

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 36
JEAN-LOUIS DEPIERRIS ÚR LJÓÐABÁLKINUM SJÁVARBORG Jean-Louis Depierris er meðal helstu núlifandi Ijóðskálda Frakka. Hann fæddist 28. des. 1931 í Pau í Pýrenea- fjöllum af frönskum og katalónskum ættum. Faðir hans var embættis- maður og móðir hans prófessor í bók- menntum. Þau þurftu um þessar mundir að starfa í Óran í Alsír, en Jean-Louis ólst upp fyrstu árin hjá móðurfrænku sinni sem var kennslu- kona í héraðinu Haute-Garonne (fyrir sunnan Toulouse). Þar tengdist hann jörðinni og sveitalífinu. Frá fjögurra eða fimm ára aldri var hann hjá for- eldrum sínum í Óran á vetrum, en á sumrum hjá frænku sinni í Frakklandi. Hann lærði bókmenntafræði við Sor- bonne-háskóla í París og við háskól- ann í Clermont-Ferrand. Árið 1971 varð Depierris forráðamaður „Frönsku stofnunarinnar" (Institut frangais) í hafnarborginni Split í Júgóslavíu og var hann jafnframt sendikennari við háskólann þar. Hann gekk að eiga júgóslavneska konu, Djurdju, og þau bjuggu í húsi við sjóinn. Þannig varð til bálkur sá sem hér er lítillega kynntur. Skáldið horfir frá húsi við sjóinn. Slíkt hús er á íslandi nefnt Sjávarborg, ef því er að skipta, en á nútímavísu má einnig tengja það nafn venjulegri borg við sjó. Ljóðabálkur- inn Sjávarborg (Loge de mer) er i knöppu formi, erindin stundum ekki nema tvær Ijóðlínur. Þannig yrkir Depierris jafnan, ekkert orð hans er tilviljunarkennt, hann er í þeim efnum skyldur Valéry og Mallarmé. En ein- kenni hans eru næm skynjun á náttúru- öflunum. Jean-Louis Depierris hefur undan- farin ár verið menningarfulltrúi í franska sendiráðinu í Reykjavík og mjög áhugasamur um frönsk-íslensk menningarsamskipti. J.Ó. minnsti andvari íklæðist greinum IV eldingin hrein grisjar feyskna gæfu V brimskafl mylur bryggjusporðinn regnið sitrar um stéttir hamast regn yfir hafi roksins áhlaup rífur segldúka fleyja við festar 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.