Teningur - 01.06.1989, Side 36

Teningur - 01.06.1989, Side 36
JEAN-LOUIS DEPIERRIS ÚR LJÓÐABÁLKINUM SJÁVARBORG Jean-Louis Depierris er meðal helstu núlifandi Ijóðskálda Frakka. Hann fæddist 28. des. 1931 í Pau í Pýrenea- fjöllum af frönskum og katalónskum ættum. Faðir hans var embættis- maður og móðir hans prófessor í bók- menntum. Þau þurftu um þessar mundir að starfa í Óran í Alsír, en Jean-Louis ólst upp fyrstu árin hjá móðurfrænku sinni sem var kennslu- kona í héraðinu Haute-Garonne (fyrir sunnan Toulouse). Þar tengdist hann jörðinni og sveitalífinu. Frá fjögurra eða fimm ára aldri var hann hjá for- eldrum sínum í Óran á vetrum, en á sumrum hjá frænku sinni í Frakklandi. Hann lærði bókmenntafræði við Sor- bonne-háskóla í París og við háskól- ann í Clermont-Ferrand. Árið 1971 varð Depierris forráðamaður „Frönsku stofnunarinnar" (Institut frangais) í hafnarborginni Split í Júgóslavíu og var hann jafnframt sendikennari við háskólann þar. Hann gekk að eiga júgóslavneska konu, Djurdju, og þau bjuggu í húsi við sjóinn. Þannig varð til bálkur sá sem hér er lítillega kynntur. Skáldið horfir frá húsi við sjóinn. Slíkt hús er á íslandi nefnt Sjávarborg, ef því er að skipta, en á nútímavísu má einnig tengja það nafn venjulegri borg við sjó. Ljóðabálkur- inn Sjávarborg (Loge de mer) er i knöppu formi, erindin stundum ekki nema tvær Ijóðlínur. Þannig yrkir Depierris jafnan, ekkert orð hans er tilviljunarkennt, hann er í þeim efnum skyldur Valéry og Mallarmé. En ein- kenni hans eru næm skynjun á náttúru- öflunum. Jean-Louis Depierris hefur undan- farin ár verið menningarfulltrúi í franska sendiráðinu í Reykjavík og mjög áhugasamur um frönsk-íslensk menningarsamskipti. J.Ó. minnsti andvari íklæðist greinum IV eldingin hrein grisjar feyskna gæfu V brimskafl mylur bryggjusporðinn regnið sitrar um stéttir hamast regn yfir hafi roksins áhlaup rífur segldúka fleyja við festar 34

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.