Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 51

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 51
hafa augu í lagi og sjá hve allt er klappaö og klárt. Aö minnsta kosti ætlast myndlistarmenn til þess af almenningi aö hann skoöi listsýningar og botni umyrðalaust án nokkurs undirbúnings eða snefils af fyrirfram gefinni vitneskju. Er þá nema von aö þessum sama almenningi finnist list- nám helber tímasóun? Ef honum er ætlaö aö meötekið listina „á staðnum", hví þurfa þá listamennirnir aö leggja fyrir sig margra ára nám? Sannleikurinn er sá aö ekkert liggur í augum uppi varöandi myndlist. Þetta vissu meöal annarra Leonardo og Michelangelo. Þess vegna spændu þeir pappírnum til skrifa um list sína, sá síöarnefndi í formi sonnettu-ljóða. Enda ætluðust þeir ekki til þess aö menn meötækju verk þeirra undir- búnings- og umyrðalaust. Síöan hafa vestrænar listir hvarvetna notiö öflugs stuðnings ritfærra manna, einkum á 19. og 20. öld. Án þess aö viöa að sér fjölþættri þekkingu er með öllu óhugsandi aö menn átti sig á nútímalist. Eftir að myndlist hætti aö vera þaö formalíska eyland sem hún var fyrir stríö er enn brýnna að menn leggi á sig lestur fræðandi rita. Og nú dugar skammt aö lesa um listir einvörðungu. Ef menn vilja botna í framvindu vestrænnar samtímalistar veröa þeir a.m.k. aö hafa nasasjón af því sem áhrif hefur haft á helstu listamenn eftirstríösár- anna. Sú lesning snertir nánast allar greinar húmanískra fræöa. Má þar nefna mannfræöi, félagsfræöi, mál- vísindi, bókmenntafræöi, stjórnmála- fræði, heimspeki og sálarfræði, auk þeirrar fagurfræöi sem hver lista- maöur hefur hingað til þurft að kynna sér. Eins og áður sagöi er listin ekkert eyland. Hún er orðinn hluti af þeim heillandi „heita potti" sem húmanísk fræði svamla í með þeim afleiðingum hvert sviö stendur opið gagnvart ööru. Enda sjást þess glögg merki í öllum tímaritum um listir, þ.á. m. í Teningnum. Ahugi alls kyns fræöi- manna á skapandi listum hefur aukist fil muna og listamenn sökkva sér æ meir ofan í alls kyns fræöi. Því eins og Leonardo og Michelangelo foröum, vill enginn listamaöur með snefil af sjálfsviröingu láta líta á sig sem hugs- unarlítinn handverksmann. ÞJÓÐLEG LIST OG ÓÞJÓÐLEG Nú andæfa margir þeirri skoöun aö íslensk list sé og þurfi að vera tengd annarri vestrænni list. Sú skoöun aö hún hafi ákveðna sérstöðu og lúti öörum lögmálum en almennt gerist í löndum Evrópu og Ameríku er býsna útbreidd. En ekkert bendir til annars en íslensk menning sé hluti af vest- rænni menningu. Á meðan viö göngum til fara eins og vestrænir menn, ökum bílum eins og þeir, tölum tungu sem náskyld er tungu þeirra og höldum úti stjórnkerfi í anda vestrænna hugsjóna, er fráleitt aö skoða íslenska list sem annað en hluta af því stóra mengi sem kallast vestræn list. Enda þekkjum viö gjörla alþjóðlegan uppruna íslenskrar nútímalistar, allt frá rómantík 19. aldar fram á okkar dag. Hiö sama gera þeir útlendingar sem komast í tæri viö menningu okkar. Hvaða upplýstum manni kæmi til hugar aö telja kúbisma Þorvaldar Skúlasonar sjálfsprottinn og öldungis óskyldan franskættuöum kúbisma? Þar eö sannað þykir aö íslensk myndlist sé angi af hinu stóra vest- ræna listamengi, má Ijóst vera að hún þarfnast sömu aðhlynningar, um- fjöllunar og stuðnings. Öðruvísi veröur hún seint greind frá því hismi sem stööugt nærist á henni í formi hugmyndasnauðrar listleysu. En hér virðist komið aö verstu brotalöminni í málefnum íslenskrar myndlistar. Við lokum almennt augum fyrir skilgrein- ingum sem lúta aö gæöum lista og verðleikum. I þeim efnum eru lista- menn engin undantekning. Þaö lítur út fyrir aö fæstir þeirra vilji stuöla aö raunhæfu uppgjöri sem aögreint gæti alvörusköpun frá yfirboröshjómi. Ekki er hægt aö túlka þaö ööruvísi en svo aö listamenn séu margir hverjir hræddir um eigiö skinn ef til slíks uppgjörs kæmi. Vitanlega er sá ótti óþarfur þegar í hlut eiga heiðar- legir eöa „ekta" listamenn. Hinir hanga hvort sem er ekki til lengdar á falsinu. Fyrr en síðar kemur til upþ- stokkunar hvort sem mönnum líkar betur eöa verr. Á sama hátt og skemmdu lagmeti eöa möðkuðu mjöli verður þeim afurðum sem ekki eru skapaöar af listrænum metnaöi og heilindum veittur viöeigandi stimpill. Þaö er afar mikilvægt aö íslenskir list- unnendur standi sem fyrst fyrir slíku gæöamati. Það væri nöturlegt ef dóm- arnir kæmu aö utan. Mönnum er ekki lengur til setunnar boöiö, því hingaö streyma nú þegar erlendir listfrömuðir sem vanir eru öllu öðru en íslensk- ættaöri tæpitungu. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.