Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 21

Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 21
Azevedo varaði hann við að láta í sér heyra. Yarmolinsky teygði sig í átt að bjöllunni sem gat vakið allan liðsafla hótelsins. Þvf svaraði Azevedo með einu lagi í brjóstkassann. Þetta var næstum því ósjálfrátt viðbragð. Hálfrar aldar reynsla af ofbeldi hafði kennt honum að auðveldast og öruggast er að drepa ... Ég komst að því tíu dögum síðar gegnum Yidische Zaitung að þú værir að leita lausnar á gátunni um dauða Yarmolinskys í skrifum hans sjálfs. Ég las yfir Sögu trúflokks Hasída. Ég komst að því að lotningarfullur ótti við að nefna nafn Guðs hefur komið á fætur kennisetn- ingu þess efnis að nafnið sé almáttugt og öllum hulið. Ég komst líka að því að einhver Hasídi hafði gengið svo langt í leit sinni að Hinu leynda nafni að hann hafði reynt mannfórnir... Ég vissi að þú myndir draga þá ályktun að Hasídar hefðu fórnað rabbianum. Ég tók mér fyrir hendur að renna stoðum undir þá ályktun. Marcel Yarmolinsky dó að kvöldi hins þriðja desember. Ég valdi því kvöld hins þriðja janúar til annarrar „fórnarinnar''. Hann dó í norður- hlutanum þess vegna hentaði vel að önnur „fórnin" yrði framin í vestur- hlutanum. Daníel Azevedo varð nauð- synlega að deyja, hann átti það skilið. Hann lét stjórnast af hvötum sínum, hann var svikari. Handtaka hans gat gert alla áætlunina að engu. Einn okkar stakk hann og til þess að tengja líkin skrifaði ég yfir tígla málningar- búðarinnar: ANNAR STAFUR í NAFNI HEFUR NÚ VERIÐ NEFNDUR. Þriðji „glæpurinn" var látinn bera upp á hinn þriðja febrúar. Það var eins og Treviranus gat sér til sviðsetning. Ég er Gryphius-Ginzberg-Ginsburg. Það var ég sem þreyði leiðindin í viku (uppábúinn með lélegt gerviskegg) í þessum líka afskræmilega klefa við rue de Toulon, allt þangað til vinir mfnir komu og fóru með mig á burt. Standandi á fótskör bílsins skrifaði einn þeirra á skúrinn: SÍÐASTI STAFUR í NAFNI HEFUR NÚ VERIÐ NEFNDUR. í setningunni fólst að röð Qlæpanna gerði þá að þrennd. Þannig skildi líka almenningur það. Samt sem áður dreifði ég fleiri táknum sem þú rökhugsuðurinn Eric Lönnrot áttir að skilja svo að um fernd væri að ræða. Að horn í norðri, önnur í austri og vestri kölluðu á fjórða hornið í suðri. Tetragrammaton - nafn Guðs, JHVH - er fjögurra stafa orð. Trúð- arnir og tíglarnir á málningarbúðinni bentu einnig í átt að fjórða punktinum. Ég strikaði ennfremur undir málsgrein í handbókinni frá Leusden. Þar stendur að Hebrear ákvarði dag frá sólarlagi til sólarlags. Af því átti að vera Ijóst að dauðadagana átti að telja til hins fjórða hvers mánaðar. Ég sendi jafnhliða þríhyrninginn til Trevir- anusar. Ég sá fyrir að þú myndir finna þann punkt sem á vantaði. Þann punkt sem vantaði til að mynda réttan tígul. Punktinn þar sem bíður þín nákvæmlega útlagður dauðadagi. Það var ég sem lagði á ráðin, Eric Lönnrot, til að ginna þig hingað í einsemdir Triste-le-Roy.“ Lönnrot leit undan augnaráði Scharlachs. Hann leit yfir tré og himinn, allt klofið í óreiðu gulra, grænna og rauðra tígla. Hann fann ofurlítið til kulda og líka til dapurleika en hann var ópersónulegur - næstum því nafnlaus. Það var komið kvöld. Utan frá rykgráum garðinum barst fánýtt garg í fugli. í síðasta sinn velti Lönnrot nú fyrir sér gátunni um hina samhverfu og reglubundnu dauð- daga. „Þitt völundarhús er gert af þremur línum". Sagði hann að síðustu. „Mér er kunnugt um grískt völundarhús, sem er ein bein lína. Á leið sinni eftir henni hafa svo margir heimspekingar villst, að ekki væri að undra þó þannig færi fyrir einum leynilögreglumanni líka. Þegar þú Scharlach í einhverju öðru lífi verður enn að elta mig skalt þú þykjast fremja (eða fremja) glæp á punktinum A, annan glæp á B átta kílómetrum frá A, síðan þriðja glæp- inn á C, fjórum kílómetrum frá A og B, það er mitt á milli þeirra. Bíddu mín síðan á D punkti, tvo kílómetra frá A og C það er mitt á milli þeirra. Dreptu mig á D punkti rétt eins og þú ætlar nú að drepa mig að Triste-le-Roy.“ „Næst þegar ég drep þig, “ svaraði Scharlach, „þá lofa ég þér völundar- húsi einnar línu sem er ósýnileg og óendanleg." Hann hopaði aðeins á hæl, tók mið af nákvæmni og varlega i gikkinn. Úr Skáldverkum 1944 Slgfús Bjartmarsson þýddi 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.