Teningur - 01.06.1989, Blaðsíða 14
JORGE LUIS BORGES
HRINGLAGA RÚSTIR
Enginn sá til þá nafnlausu nótt þegar
hann steig á land. Enginn sá heldur
kænu úr bambus sökkva í helga leðju.
En fáum dögum síðar vissu allir, að
maðurinn þögli var að sunnan. Úr
einu þeirra þorpa sem standa ofar
með ánni, óendanlega mörg og dreifð
um illfæra fjallshlíð. Þar efra er Zend-
ískan ekki enn orðin menguð af
grísku og holdsveiki sjaldgæf. Það var
einnig á allra vörum, að fyrst laut sá
gráhærði fram og kyssti leðjuna, vóg
sig að því búnu upp á bakkann. Ekki
greiddi hann frá sér sefið (líklega fann
hann ekki til) og skarst því til blóðs.
Frá ánni skreið hann þrekaður og
blóðrisa upp að hringrústinni. Þar
trónir tígur eða hestur úr steini og ber
ýmist lit af loga eða af ösku. Til forna
var hringbygging þessi hof en varð
eldi að bráð og nú orðin saurguð af
illu lofti frumskógarins. Guðinn var
ekki lengur tignaður af mönnum.
Ókunni maöurinn lagðist til svefns
undir fótstalli styttunnar. Hann vakn-
aði við að sól var hátt á lofti. Hann
furðaði sig ekki á því að sár hans
skyldu gróin, heldur lagði aftur dauf-
leg augun og sofnaði. Ekki af veik-
leika holdsins, heldur mætti viljans.
Hann vissi að hann þurfti hofsins
með, ef óhagganleg ætlun hans átti
að ná fram. Einnig vissi hann af hent-
ugri hofrúst neðar með ánni sem
ágangur trjánna hafði ekki kviksett
fremur en þessa. Sú var til forna
helguð guðum sem nú voru brunnir
og dauðir. Það var ekki eftir neinu að
bíða, hann varð að dreyma. Nærri
miðnætti vaknaði hann við að skrækti
fugl í raunum. Hann fann spor eftir
berfætta menn, fáeinar fíkjur og
krukku. Greinilegt var að innfæddir
höfðu úr öruggri fjarlægð haft njósn af
svefnförum hans. Af þeim sökum
hafði hann andvara á sér þó trúlega
álitu þeir að hann nyti verndar eða
grunuðu hann um galdur. Samt fór
um hann óttahrollur og hann leitaði
afdreps í skoti, líku gröf og bjó sér þar
bæli, hulinn framandi gróðri.
Markmiði hans var ekki ómögulegt
að ná, þó yfirnáttúrulegt væri. Hann
vildi dreyma sér mann, vildi dreyma
hann út í æsar og skjóta honum yfir í
veruleikann. Þessi ætlun að galdra
þandist um gervalla sálina. Hefði ein-
hver innt hann að réttu nafni eða
minnst á atburð úr fyrra lífi, hefði fátt
orðið um svör. Hofið hentaði vel
vegna þess að það var í eyði og
veggir byrgðu nærri því sýn á heiminn
úti. Nálægð vinnandi fólks kom
honum líka til góða. Það tók upp hjá
sjálfu sér, að sjá fyrir óbrotnum
þörfum hans. Það færði honum nær-
ingu, hrísgrjón og ávexti, svo nægði
líkama til iðjunnar að sofa og láta sig
dreyma.
í fyrstu voru draumarnir ruglings-
legir, en brátt kom að því að þeir urðu
rökrænir. Ókunni maðurinn þóttist þá
staddur fyrir miðju hringlaga bygging-
ar, sem að mestu var eins og hofið.
Yfir sætum lágu ský þögulla nema.
Andlitin sem fjærst voru, héngu í
margra alda fjarlægð og jafn hátt á lofti
og stjörnur, en andlitsdrættir voru full-
komlega skýrir. Maðurinn fræddi
nemendur sína um byggingu manns-
líkamans, festingu alheimsins og um
galdur. Áhyggjufullir hlýddu þeir á og
reyndu að svara af viti, eins og þeir
sæju fyrir mikilvægi prófsins, sem
kynni að bjarga einum frá þeirri aumu
vist að vera eintóm sýn, og skáka
honum yfir í raunheiminn. Vakinn og
sofinn velti maðurinn fyrir sér svörum
vofa sinna. Ekki mátti henda að
blekkti hann loddari. í einstökum
villum skynjaði hann vaxandi greind.
Hann skyldi finna sál sem væri þess
verð að taka þátt í heiminum.
Að níu eða tíu nóttum liðnum fann
hann til nokkurrar beiskju er honum
skildist, að vonlaust mundi með þá
sem meðtóku fræðin gagnrýnislaust.
En af hinum, sem öðru hvoru dirfðust
að hreyfa rökum til andmæla, var
nokkurs að vænta. Þeir fyrrnefndu,
áttu að vísu vinsemd og ástúð skilda,
en þeir myndu aldrei verða að manni.
Hinir voru þegar að nokkru til, þó í litlu
væri. Dag nokkurn undir kvöld (þá var
sá tími einnig helgaður svefni, hann
vakti ekki orðið nema tvær stundir og
þær við dögun) vísaði hann hópsýn-
inni miklu endanlega frá sér. Hann
hélt aðeins einum eftir. Það var þögull
drengur, þunglyndislegur, stundum
ódæll, og í megindráttum svipaði and-
litinu til dreymandans. Ekki bar á því
að snör útrýming félaganna íþyngdi
honum lengi og með nokkrum einka-
tímum urðu framfarirnar slíkar að
kennarann undraði. Samt sem áður
bar áfallið að. Dag einn þegar maður-
inn sneri til lífs úr svefni, líkt og utanúr
grimmilegri eyðimörk, varð litið í
gagnslaust síðdegisskinið, sem
12