Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 53

Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 53
ann ekki aöeins til að hlusta heldur einnig til aö tala, einangra hann ekki frá umhverfinu heldur tengja hann því .. . Þessar hugmyndir, sem eru óframkvæmanlegar í þessu þjóö- skipulagi en framkvæmanlegar í öðru, eru í raun aöeins eölilegar af- leiöingar tækniþróunarinnar, en þær munu jafnframt verða snar þáttur í mótun nýs þjóöskipulags." (Brecht, Radiotheorie, 1932). 3. Skelfingarmynd sú sem George Orwell málaöi á sínum tíma af einfasa (monolitisk) fjölmiðla- kerfi, á sér rætur í ódíalektískum og úreltum skilningi á eöli fjölmiðla. Ekki er lengur hugsanlegt að hafa pottþétt miðstýrt eftirlit með slíkum kerfum. Unnt er aö sýna fram á meö kerfisfræðilegum rökum aö fari sambands- eða samskipta- kerfi (á fræðimáli: þráðnet) út fyrir viss stærðarmörk er ógerlegt að hafa með því miðstýrt eftirlit, jafnvel þótt það sé áfram tölfræðilega reiknanleg heild. Gloppur í slíku eft- irlitskerfi yrði eflaust hægt að finna að einhverju leyti með hjálp dreifi- sýnishorna og markgilda (extra- polation); en til þess að eftirlit yrði fullkomiö þyrfti stjórnkerfi sem væri stærra en sjálft sambandskerfið. Til aö fylgjast með öllum símtölum, svo dæmi sé tekið, þyrfti stærra og um- fangsmeira tækjakerfi en allt það símkerfi sem fyrir væri. Víðtæk rit- skoðun yrði óhjákvæmilega stærsta starfsgrein þjóðfélagsins. Hagsmunir valdstéttanna verða engan veginn tryggðir með eftirliti sem byggt er á námundagildum. Til þess að slíkt eftirlit kæmi að gagni þyrfti kerfið að vera í jafnvægi því gangi það á einhvern hátt úr skorð- um bregðast allir útreikningar og þar með sú neyðarstjórn sem á þeim væri byggð. Sendingakerfi fjölmiðla er að miklu leyti sjálfvirkt. Truflun sem einu sinni kemst inn á þetta kerfi bergmálar þar og breiðist út með gífurlegum hraöa. Valdakerfið telur sér í slíkum tilvikum ógnaö og grípur (að svo miklu leyti sem það er enn starfhæft) til hers og lögreglu. Til að þétta ,,götin“ í vitundariðn- aðinum verður sem sé aö grípa til „neyðarráðstafana" og vísa til „sérstakra aðstæðna". Slíku getur á hinn bóginn ekki haldið fram um mjög langan tíma. Þjóðfélag á stigi síðiðnvæðingar er háð því að hægt sé að skiptast á upplýsingum frjálst og óhindrað; sú „hlutlægni" sem stööugt er klifað á að sé aðal skipulagsins snýst þannig gegn því. Sérhver tilraun til aö hamla tilviljun- arþáttunum, draga úr upplýsinga- streyminu eða afmynda upplýsinga- kerfið á einhvern hátt hlýtur þegar til lengdar lætur að leiða til nokkurs konar blóðtappa. Upplýsinganetiö er orðiö afar þéttriðið og teygir sig sífellt lengra. Ljósvakastríðin á fimmta áratugnum sýndu svo að ekki varð um villst að sjálfstæði þjóða á sviði fjar-sam- skipta er dauðadæmt; þróun gervi- hnatta mun veita því náðarhöggið. Einangruð upplýsingakerfi á borð við þau sem fasisminn og stalínism- inn komu á, eru á vorum tímum því aðeins hugsanleg að jafnframt sé dregið úr hraða tækniþróunarinnar eða hún jafnvel stöðvuð. Dæmi: Sovéska skrifræðið sem er víðtækasta og flóknasta sinnar teg- undar í veröldinni, verður að neita sér næstum algjörlega um eina af nauðsynjum nútíma skipulagningar, Ijósritunarvélina, þarsem tæki þetta veitir hverjum sem er aðstöðu til prentunar. Pólitísk áhætta sem í þessu felst, þ. e. hættan á upplýs- ingaleka, er aðeins til staðar í efsta laginu, þ. e. í gölluðu eftirliti á sviði stjórnmála, hermála og vísinda. Þaö segir sig sjálft að sovéska þjóðfé- lagið kaupir það dýru verði að fram- leiösluöflunum sé haldið niðri; slíkt veldur upplýsingaskorti og óþarfa útgjöldum. Þetta fyrirbæri á sér hliðstæðu á Vesturlöndum kapítalismans, þó svo aö það dæmi sé ekki eins slá- andi: fullkomnasta Ijósritunarvélin sem nú þekkist — en sú vél Ijósritar á venjulegan pappír, þannig að ó- gerlegt er að hafa eftirlit með fram- leiðslunni og hún óháð sérstökum heildsölum — er háð einkaleyfi (Xerox) og er ekki til sölu, aðeins til leigu. Með því að hafa leigugjaldið nógu hátt er komið í veg fyrir að vélin komist í rangar hendur. Eins og af sjálfu sér skýtur henni upp á stöðum þar sem þungamiðju póli- tísks og peningalegs valds er að finna. Þannig er pólitísku eftirliti fullnægt samtímis því að framleið- andanum er tryggður hámarks- gróði. Þó er Ijóst að þessi eftirlits- aðferð — öfugt viö þá sovésku — er engan veginn örugg. Ritskoðunarvandamálið er með þessu komið á nýtt sögulegt stig. Til þessa hefur baráttan um prent- og tjáningarfrelsi einkum verið háð innan borgarstéttarinnar sjálfrar. Skoðana- og tjáningarfrelsi var til- búningur einn fyrir allan almenning, þar sem fólki var fyrirfram bannaður aðgangur að framleiðslutækjunum, ekki hvað síst blaðaútgáfu og þar með hinum frjálslynda opinbera vettvangi. Hin nýja framleiðslutækni vitundariðnaöarins stríðir gegn þessu tjáningar-ófrelsi og gengur auk þess að nokkru leyti í bága við ríkjandi framleiðsluhætti. Á meðan ekki tekst að breyta þessum fram- leiðsluháttum mun mótsetningin milli þeirra og þeirra möguleika sem DIANE (Direct Information Access Network for Europe): tengikerfi milli upplýsinga- banka í Efnahagsbandalagslöndunum (New Scientist, feb. 1979). SVART Á HVlTU 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.