Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 7

Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 7
arbrögð eru sá jarðvegur sem Rastafarianisminn er sprottinn úr. Marcus Garvey í upphafi þessarar aldar hóf maður að nafni Marcus Garvey að boða ní trúarbrögð. Hann boð- aði freisun undan kinþáttakúguninni. Lausnin var nærtæk og einföld. Leiðin til frelsunar fólst í aftur- hvarfi svertingjanna tii Afríku. Til fararinnar skildi kaupa skip og stofnaði Garvey í því skini hlutafé- lagið „Black Star Liner.“ Firirtækió fór á hausinn, en filgi Garveys meðal lágstéttanna óx ört. Vald- hafarnir létu handtaka hann, en honum tókst að flíja til Englands og dó þar árið 1940. ( augum filgj- endanna var Garvey spámaður, eins konar Jó- hannes Skírari. Margt bendir þó til aö hann hafi fremur litið á sig sem biltingarmann en trúboða. Rastafari Aö sögn Rastafariana á Garvey að hafa sagt: „Lítiö til Afríku þegar svartur maöur tekur sér kon- ungstign, þá nálgast tími heimferðarinnar." Árið 1930 var maöur að nafni Ras Tafari kríndur kon- ungur í Eþíópíu. Hann tók sér titilinn Haile Selassie keisari, konungur konunganna, Herra Herranna og Ljóniö frá Júdeu. Þetta þóttu miklar fréttir á Jamaica. Rastafariarnir litu á svertingja sem fluttir höfðu verið nauðungarflutningum frá Afríku sem hina eiginlegu giðinga og var þeim ætlaö að hverfa aftur til firirheitna landsins. Þeir voru ekki lengi að finna stoð fyrir þessu í biblíunni. Að sjálfsögðu renndi innrás Mússólínís inn í Eþíópíu enn stirkari stoðum undir kenninguna. Sjálfur var Garvey lítt hrifinn af þessari túlkun orða sinna. Hann firirleit Selassie og taldi hann spjátrung. Stofnaðir voru hópar sem lifðu eftir kenningum Rastafarianismans. Þeir tóku til firirmindar líf fjallabúanna, boðuðu einhvers konar afturhvarf til náttúrunnar, lifðu á jurtafæói, létu hár sitt vaxa og ræktuöu Ganja. Hreifingin náöi first verulegri útbreiöslu í birjun sjötta áratugsins. Á þessum tíma ríkti kreppu- ástand í landinu, gífurlegt atvinnuleisi og fólk flikktist úr sveitunum tii borganna. Fátækrahverfin uxu með ógnarhraða. Rastafarianar töldu lausnar- stundina vera í nánd og hertu sig við boðun kenn- ingar sinnar. Örvæntingarfullir atvinnuleisingjar gettóanna voru frjósamur jarðvegur. Vegna jarö- bundins inntaks trúarbragðanna voru þau vald- höfum mikill þirnir í augum, enda eru áhangendur geisifjölmennir og sterkt afl í þjóðfélaginu. Þetta kom sérlega skírt fram viö heimsókn Haile Selassie árið 1966. Rastafarianar flikktust til Kingston alls staöar að og lá við neiðarástandi í borginni. Nú eru filgjendur um 30% landsmanna og er stefnan tískufirirbrigði meðal ungmenna í fátækrahverfun- um. Marcus Garvey. Guðfræði Rastahreifingarinnar Það er spurning hvort hægt sé að líta á Rasta- farianismann sem trúarbrögð í eiginlegri merkingu. Framsetning kenninganna er mjög óskipuleg, hugmindirnar óljósar og fjöldi túlkana ótæmandi. Höfuðatriði er vitund Rastafariana um uppruna sinn, að þeir séu afkomendur þræla og að frelsið felist í að hverfa aftur til heimkinnanna í Afríku. Firirlitning þeirra á neisluhiggju þess samfélags sem þeir lifa í er ómæld. Það er aðallega tvennt sem allir áhangendur eru sammála um, að Selassie sé guð og að frelsunin felist í afturhvarfi til Afríku. Sú skoðun aö Selassie sé guð er að vísu túlkuð á marga vegu, sumir taka hana bókstaflega, en aðrir líta á hana sem tákn og telja jafnvel að sérhver Rastafariani sé guö. Sama má segja um Afríkuleiðangurinn, margir telja að berjast eigi firir betri lífsháttum á Jamaica jafnframt því sem stefnt sé að ferðinni til firirheitna landsins. Þaö sem skilur Rastafarianismann frá öllum öðr- um trúarbrögðum er að hann er fullkomlega jarð- bundinn og fjallar eingöngu um lífió á jörðinni. Líf eftir dauðann er fjarlæg hugmind og ekki tilefni til heilabrota. Trúarbrögðin virka afkárlega á ókunn- SVART Á HVÍTU 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.