Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 22

Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 22
CANTO XLV Ezra Pound Sverrir Hólmarsson þýddi Við okur Við okur reisir enginn hús úr traustum steini slétthoggnum og sniðnum vel svo myndir megi þekja flötinn, við okur öðlast enginn himnaríki málað á kirkjuvegg harpes et luthes né hvar jómfrú meðtekur boðun og geislabaugur glampar, við okur sér enginn Gonzaga erfingja hans og hjákonur engin mynd máluð til að endast né búa við heldur til að selja og selja fljótt við okur, synd gegn eðli, er brauð þitt sem morkin tuska er brauð þitt þurrt sem bréf, án fjallahveitis, án safaríks korns við okur breikka drættirnir viö okur engar skýrar línur og enginn maóur finnur húsi sínu stað. Steinhöggvara bægt frá steini vefara bægt frá vefstól VIÐ OKUR fer ull ekki á markað sauðfé gefur engan arð við okur Okrið er drepsótt, okrið sljóvgar nál í stúlkuhendi og stöðvar snilld spunakvenna. Pietro Lomardo spratt ekki af okri Duccio spratt ekki af okri né Pier della Francesca; Zuan Bellin' ekki af okri né var ,,La Clunnia" máluó. Spratt ekki af okri Angelico; spratt ekki Ambrogio Praedis, Spratt engin hlaðin kirkja merkt: Adamo me fecit. Ekki af okri heilagur Trófím Ekki af okri heilagur Hilaríus, Okrió ryðfellir meitilinn þaó ryðfellir iðn og meistara það nagar þráð í vefstól enginn lærir að sauma gullþráð í mynstur þess; asúrblátt fölnar við okur; skarlatspell er án útsaums smaragðar finna engan Memling okrið deyðir barn í móðurkviði 20 SVART Á HVITU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.