Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 22

Svart á hvítu - 01.01.1979, Page 22
CANTO XLV Ezra Pound Sverrir Hólmarsson þýddi Við okur Við okur reisir enginn hús úr traustum steini slétthoggnum og sniðnum vel svo myndir megi þekja flötinn, við okur öðlast enginn himnaríki málað á kirkjuvegg harpes et luthes né hvar jómfrú meðtekur boðun og geislabaugur glampar, við okur sér enginn Gonzaga erfingja hans og hjákonur engin mynd máluð til að endast né búa við heldur til að selja og selja fljótt við okur, synd gegn eðli, er brauð þitt sem morkin tuska er brauð þitt þurrt sem bréf, án fjallahveitis, án safaríks korns við okur breikka drættirnir viö okur engar skýrar línur og enginn maóur finnur húsi sínu stað. Steinhöggvara bægt frá steini vefara bægt frá vefstól VIÐ OKUR fer ull ekki á markað sauðfé gefur engan arð við okur Okrið er drepsótt, okrið sljóvgar nál í stúlkuhendi og stöðvar snilld spunakvenna. Pietro Lomardo spratt ekki af okri Duccio spratt ekki af okri né Pier della Francesca; Zuan Bellin' ekki af okri né var ,,La Clunnia" máluó. Spratt ekki af okri Angelico; spratt ekki Ambrogio Praedis, Spratt engin hlaðin kirkja merkt: Adamo me fecit. Ekki af okri heilagur Trófím Ekki af okri heilagur Hilaríus, Okrió ryðfellir meitilinn þaó ryðfellir iðn og meistara það nagar þráð í vefstól enginn lærir að sauma gullþráð í mynstur þess; asúrblátt fölnar við okur; skarlatspell er án útsaums smaragðar finna engan Memling okrið deyðir barn í móðurkviði 20 SVART Á HVITU

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.