Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 15

Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 15
Gunnar Harðarson Fáeinar athugasemdir um Listina Listgagnrýni og gagnrýnendur hefur enn borió á góma í umræðu í fjölmiðlum hér á landi og hefur í því sambandi verió drepið á ýmis atriði sem vert væri að skoða nánar.1> Reyndar er ekki ótímabært að fara aö velta slíkum efnum fyrir sér, þegar ekki gengur á öðru en Kjarvalsstaðadeilum og listahá- tíðum til skiptis. Eftirfarandi línum er ætlað að vera innlegg í umræður um þessi mál. Spurt er sem oftar: Hvað er list? Hvers vegna skyldu gagnrýnendur, einkum listfræðingar, vera öðrum hæfari til að meta og dæma þá hluti sem í daglegu tali eru nefndir listaverk? Slíkar spurningar hafa ýmist leitt til fullyrðinga þess efnis að enginn viti í raun og veru hvað list sé, og gagnrýnendur og listfræóingar séu því aö setja sig á háan hest án nokkurrar gildrar ástæðu, — eða til margskonar skilgreininga á inntaki og eðli listar, sem rekja list- ina aftur til óútskýranlegrar listþarfar, sköpunar- hæfileika, tjáþarfar eða snilligáfu eða annarra viö- líka náttúrulegra (eða líffræöilegra) fyrirbæra í manninum. En segja má að þessar sþurningar séu aö sumu leyti villandi og óþarfar. I' rauninni nægir að spyrja sem svo: Hvernig stendur á því að einn hlutur er talinn listaverk en annar ekki? Því að áóur en farið er að vega og meta gæði og gildi listaverka þarf aö koma sér saman um aö það sem menn hafa fyrir augunum sé listaverk. Því aö það að líta á hlutinn sem listaverk er nauðsynleg forsenda þess aö meta gæði hans og gildi sem listaverks. Því er ekki úr vegi að spyrja: Hvernig verður hlutur lista- verk, hvað er það sem gerir hann að listaverki — án tillits til gæða hans eða gildis sem listaverks? Hugtakiö listaverk hefur stundum verið ein- skorðað í umræöu hér á landi viö hluti af ákveöinni gerö, málverk. Þetta þýðir að það hvort hlutur er listaverk eöa ekki ræöst af notkun ákveðins efnis og ákveöinnar tækni sem því er samfara. En slík afmörkun hugtaksins er ekki á haldbærum rökum reist. Michaelangelo brást á sínum tíma hinn versti við þegar þáfinn skiþaði honum að mála Sixtínsku kaþelluna í Róm, kvaðst vera listamaður, en ekki málari. Voru það þó veggmyndir sem hann skyldi mála, en ekki venjuleg málverk, sem á þeim tíma nutu sömu virðingar og útsaumur og þótti ekki sæmandi karlmönnum. Af þessu dæmi má ráöa að það er að minnsta kosti fremur hæpiö að einskorða hugtakið listaverk við olíumálverk, eða yfirleitt við ákveðið efni og ákveóna tækni því samfara. Því er minnst á þetta hér aö nýlistin svokallaða hefur valdið mönnum nokkru hugarangri undan- farin ár. Nýlistamenn beita sem sé öðrum aðferðum og notast við annarskonar efni en tíðkast hefur á landi hér um nokkurt skeiö. Nýlistin á að meira og minna leyti rætur að rekja til verka Marcels Duc- hamps og þaó er einkum ein tegund verka hans sem öörum fremur hefur varpað Ijósi á spurningar þærsem nefndar voru hér í upphafi. Það eru hinar svokölluðu ready-mades. Eiginlega mætti segja að þau verk feli í sér afstæðiskenningu listarinnar: þau sýna svo ekki verður um villst að það hvort hlutur er listaverk eða ekki er að miklu leyti háð samhenginu sem hann er settur í hverju sinni. Þegar Marcel Duchamp stillir salernisskál upp í sýningarsal kippir hann henni út úr venjubundnu samhengi. Þar sem hún stendur nú á hvolfi í sýn- ingarsalnum verður aó líta á hana í því samhengi og skoða hana út frá öörum sjónarmiðum en venju- lega. Þar sem hún er nú orðin listaverk verður að meta hana sem listaverk. Vissulega fer ekki hjá því aö hér sé öörum þræði verið að gera grín að á- horfendum og listgagnrýnendum. En verkið sýnir svo ekki verður um villst að staöa hlutarins sem listaverks er ekki fyrirfram ákvörðuð af náttúrulög- málunum, heldur afstæð og samhengi háð. En samhengið sjálft, í þessu tilviki sýningarsalurinn, í öðrum tilvikum stofuveggur, bók eða tónleikahöll, byggist að sínu leyti á engu náttúrulegra en við- teknum venjum og hefð: almennu samkomulagi um að á tilteknum stöðum megi skoöa hlutina án tillits til hversdagslegs notagildis þeirra, sem má ekki setja blett sinn á þá á nokkurn hátt. Það veróa því hlutirnir sem stökkva úr ríki nauðsynjarinnar inn í það ríki frelsisins sem mönnum er jafnan hug- stætt.2) En fyrir vikiö taka hlutirnir á sig annað gervi, leika annað hlutverk. Sem listaverk eru þeir ekki bara hlutir eða hvað sem er, heldur eru þeir þar með afmarkaðir og flokkaðir sem fyrirbæri sinnar tegundar: listaverk. Þá vaknar sþurningin um það hver geti verið mælikvarðinn á gæði og gildi hluta af þessari SVART Á HVÍTU 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.