Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 42

Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 42
Al Jolson í hlutverki sínu í „The Jazz Singer" (1927) sem var fyrsta talmyndln sem sett var á markað. kvikmyndaiðnaðinum í Banda- ríkjunum, sem var afleiðing af því kreppuástandi sem fór í vöxt í heiminum. Milljónir manna urðu atvinnulausar, framleiðsla dróst saman og neysla minnk- aði. Fyrst var reynt að mæta þessari kreþþu kvikmyndaiðn- aðarins meó framleiðslu á stór- myndum og einnig var reynt að sýna tvær myndir í sömu dag- skrá. Leiðin út úr kreppunni reyndist hins vegar sú að taka upp hljóðmyndina. Hljóðkvik- mynd hafði lengi vel ekki verið neitttæknilegt vandamál, en það var ekki fyrr en Warner Brothers settu á markað kvikmynd sína ,,The Jazz Singer" að talkvik- myndinni var rudd braut sem markaðsvöru. Þar með hófst mikill slagur milli hljómtækja- framleiöenda. Til viðbótar fyrir- tækjum sem þegar störfuðu í samsteyþunni bættust síma-, rafmagns- og útvarpsframleið- endur. Þannig tengdist kvik- myndaiðnaöurinn sterkasta fjár- málavaldi Bandaríkjanna enn traustari böndum. Bak vió Ame- rican Telephone and Telegraph Co. stóð Morgan samsteypan og Rockefeller stjórnaði Chase Manhattan Bank og Radio Cor- poration of America frá 1930. Flestir stóru bankarnir sem veittu fé til kvikmyndaframleiðsl- unnar voru háöir þessum tveim voldugustu auðmönnum Bandaríkjanna. Stjórn þeirra á kvikmyndaiðnaðinum var tví- þætt, óbeint með einkaleyfum í hljómtækjaiðnaöinum og beint með fjárstreymi til kvikmynda- iðnaðarins. Þar með var sam- keppni í kvikmyndaiðnaði Bandaríkjanna bundin við þessi tvö voldugustu fjármálaöfl landsins og kvikmyndarisafé- lögin níu höfðu framleiðsluna, dreifinguna og sýningaraðstöð- una á sínum snærum. Amerísku risafélögin geröu ítrekaðar til- raunir til að sölsa undir sig kvik- myndaiðnaðinn í öðrum löndum og tókst það að miklu leyti í Bretlandi og víðar, en í Þýska- landi voru iðnaðarfyrirtæki fær um að framleiða eigin hljómtæki fyrir kvikmyndaiðnað sinn og al- mennt varð tilkoma hljóömynd- arinnar til þess aö lyfta undir þjóðlega kvikmyndagerð í flest- um löndum Evrópu vegna þess að þaö var mikilvægt að talið væri á tungu viðkomandi þjóðar. Auk hljóðmyndarinnar var farið að framleiða kvikmyndir í lit 1935—36 og leiddi það enn til hækkunar á kostnaði viö kvik- myndagerð. Á tímabilinu 1932—1940 tvöfaldaðist fram- leiðslukostnaður kvikmynda. Milljón dollara kvikmyndir voru engin undantekning lengur. 1937 var talið besta ár kvik- myndaiðnaðarins en eftir það hættir aðsókn að aukast og út- flutningur amerískra kvikmynda dróst verulega saman vegna styrjaldarinnar. Síðar átti aðsókn enn eftir að minnka m. a. vegna tilkomu sjónvarpsins. Kvikmyndaframleiðslan Framleiðsla kvikmynda verður sífellt kostnaðarsamari. Mynd- irnar verða lengri, upptaka verður tímafrekari, tæknilegar umbætur koma til sögunnar og í samræmi við það eykst kostn- aður við uþþtökur. Aukinn kostnaður leiðir ekki alltaf til þess að kvikmyndin seljist betur. Það getur jafnvel leitt til hins gagnstæða. Vegna þessarar ó- vissu í kvikmyndaframieiðslu er hún sérlega áhættusöm. í þró- aðri kaþítalískri kvikmyndagerð er því mikilvægt að draga sem mest úr allri áhættu. Þess vegna er leitað eftir hagkvæmum fram- leiðsluleiðum án þess að draga úr sölumöguleikum? Ákjósanlegustu kvikmynda- áhrif sem framleiðendur leita eftir eru almenn tilhöföun þ. e. a. s. að sem flestir neytendur geti meðtekið kvikmyndina. Ameríski kvikmyndaframleiöandinn Walt- er Wagner hefur útskýrt þetta á eftirfarandi hátt: „Kvikmyndir verða aö höfða jafnt til fólks á öllum aldri, af öllum kynþáttum, trúarbrögöum, þjóðernum og stjórnmálaskoðunum". Þessi ummæli gefa í grófum dráttum rétta mynd af ríkjandi viðhorfum í kvikmyndaframleiðslunni, eink- um hvað varðar bandarískar myndir. Þó eru mjög fáar kvik- myndir sem uppfylla kröfuna um almenna tilhöfðun, Charlie Chaplin og Walt Disney eru einkum nefndir í þessu sam- hengi. Bandaríkjamönnum hefur 40 SVART A HVlTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.