Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 62

Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 62
þáttur í skipulögðu valdstýröu fé- lagsuppeldi skólanna (með for- skriftarkennslu sem einn þátt í tamningunni). Þessi firring setur ennfremur mikinn svip á málfar rit- aðra upplýsinga, tóninn í þeim, setningaskipun og yfirbragð (og þetta á einnig við um textann á þessari síðu). Reglufesta ritaðs máls auðveldar valdstéttunum að berja niður and- stöðu; og ekki nóg meö það, hún hreinlega hvetur til þess. Ýmsar mótsetningar koma í Ijós í tali hvorki né leyfa rétt- eða fagurritun. Myndskermurinn afhjúþar fagur- fræðilega slípun sem yfirbreiðslu yfir óleystar mótsagnir. Auðvitað morar allt í lygurum á skerminum en hins vegar sést það á þeim á löngu færi að þeir eru að reyna að selja eitthvaö. Kvikmyndin, útvarpið og sjónvarpið eru við núverandi að- stæður þvinguð til að leika mjög svo fráhrindandi einskipta- og valda- skiljanlega á þáverandi stigi tækni- þróunarinnar. Framsýni og ímynd- unarafl þessa manns var næsta ó- trúlegt: ,,Ég set upp eftirfarandi hliðstæður: Uppgötvanir á sviði almennrar dreifingar: Uppréttur gangur. Hjólið. Vagn knúinn dýraafli. Bíll. Flugvél. Árnagarður. manna svo sem í hiki, málhvíldum, mismæli, endurtekningum og enda- sleppum setningum, svo ekki sé minnst á áherslur, látbragð, hraða og hljómstyrk. Ósjálfráðir þættir af þessu tagi eru flokkaðir sem ,,villur“ í rituðu máli. Ritmál leitast beint og óbeint við að slípa burt mótsetning- arnar og reynir að ná rök- og reglu- festu í formi, án tillits til innihalds. Strax á barnsaldri lærir ritarinn að leyna óleystum vandamálum sínum bak við veggi regluvirkisins. Formgerð bókarinnar einangrar jafnt framleiðanda sem lesanda (hún er einskiptin (mónólógísk)). Andsvars og víxlverkunar gætir lítið sem ekkert nema við sérstakar aö- stæður og leiðir sjaldnast til leið- réttingar: það er ekki hægt aö lag- færa nokkurn skapaðan hlut í upp- lagi sem lokið hefur verið viö aö prenta, í besta falli er hægt að senda það í pappírskvörnina. Hringrás bókmenntarýninnar er yfirmáta þung í vöfum og í höndum fárra út- valinna: hún útilokar fyrirfram allan þorra manna frá þátttöku. Einkenni rafvæddra fjölmiðla eru öll önnur en einkenni ritaös og prentaðs máls. Hljóðnemi og myndavél eyða stéttareinkennum framleiðsluháttarins (ekki fram- leiðslunnar). Staðlaðar reglur víkja: viðtal, deilur eða mótmæli krefjast hlutverk sem þau hafa þegið í arf frá eldri framleiðsluháttum og slíkt kemur ekki til af engu. Það eru fé- lagslegar aðstæður sem viðhalda þessum úreltu starfsháttum fjöl- miöla enda eru þessir starfshættir alls ekki eðlileg afleiðing formgerð- ar fjölmiðlanna. Þvert á móti: þeir eru í mótsögn við hana þar sem hún krefst víxlverkunar. Það er í hæsta máta ólíklegt aö skrift sem sérstök boðskiptatækni muni hverfa í náinni framtíð. Hið sama gildir um bókformið sem í mörgu tilliti hefur enn sem fyrr ýmsa augljósa kosti. Bókin sparar ekki eins mikið pláss og er ekki eins meöfærileg og ýmis önnur upplýs- ingageymslukerfi en þó er hún enn sem komið er aðgengilegri en t. d. segulband eða míkrófilma. Hún ætti að gegna aukahlutverki í nýju fjöl- miðlakerfi og losa hana við það sem eftir er af forréttinda- og dýrkun- aráru hennar. Raftæknin sölsar undir sig skriftina í vaxandi mæli: fjarriti, lestrarvél, sjálfvirk setning- arvél, skrifvél, rafeindaljósritun, ampex-safn, snældu-alfræðisafn, Ijós- og segulprentun, hraðprentun. Þegar árið 1923 bar sá snjalli rússneski fjölmiðlasérfræðingur El Lissitsky fram kröfu um „rafvætt bókasafn", sem hlýtur að hafa hljómað fáránlega eða a. m. k. ó- Uppgötvanir á sviði hugsana- dreifingar: Mælt mál. Ritun máls. Prentlist Gutenbergs. ? ? Ég set þessar hliðstæður fram því til sönnunar að jafnlengi og viö þurfum að grípa til bókarinnar, þ. e. a. s. á meðan henni hefur ekki verió ýtt til hliðar af sjálfhljómandi (auto-- vocalizing) eða sjónhljómandi (kino-vocalizing) formum, getum við á hverjum degi vænst nýrra grund- vallarbreytinga á framleiðsluháttum bókformsins. Nú þegar sjást teikn á lofti um að þessi grundvallar upp- finning muni veröa á grannsviöi þókformsins, í Ijósprentun." (Sama verk.) Skriftæknin er þegar orðin annarrar gráöu tækni í ýmsum til- vikum, þ. e. a. s. uppskrift á töluðu máli: segulbandsfundargerðir, til- raunir með málgreiningarvél (speech pattern recognition) og umritun talmáls í ritmál. 18. Ráðleysi bókmenntagagn- rýnenda gagnvart svokölluðum heimildarritum er vísbending um hversu hugmyndir þeirra eru óra- langt á eftir tímanum. Þessi vand- ræði stafa af því að fjölmiðlarnir hafa svipt eina af höfuðgreinum listfræðinnar, skáldverkið, gildi 60 SVART A HVÍTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.