Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 54

Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 54
fylgja í kjölfar hinnar nýju tækni — þ. e. milli þess sem er mögulegt og þess sem er — skerpast að mun. 4. Nýja vinstrihreyfingin hefur túlkað þróun fjölmiöla með einu einasta hugtaki: meðhöndlun (manipulation). Hugtak þetta hafði upphaflega mikið þekkingarfræði- legt gildi og hleypti af stokkunum langri röð einstakra greiningar- rannsókna; en nú er það vart annað en rétt og slétt vígorð sem dylur meira en það afhjúpar og þarfnast sjálft skýrgreiningar. Meðhöndlun- arkenning nýju vinstrihreyfingar- innar er í eðli sínu varnarkenning og getur auðveldlega leitt til uppgjafar- stefnu. Það að búist er til varnar með þessum hætti stafar af van- máttartilíinningu sem magnast fyrir þá sök að öll framleiðslutæki sem máli skipta eru í óvinahöndum. En þeirri staðreynd breytir enginn með því að lýsa yfir hneykslun sinni eða með siðferðilegum vandlætingum. I umræðunni um meöhöndlun má venjulega greina kvörtunartón, sem er merki um barnalegan ídealisma: eins og stéttaróvinurinn hafi nokk- urn tíman hagað sér í samræmi við sín eigin loforð um sanngirni. Þeirr- ar frjálslyndislegu hjátrúar gætir í nokkrum mæli hjá vinstrisósíalistum aö í stjórnmálum og þjóðmálum sé hægt að finna hreinan og ómeð- höndlaðan sannleik: þetta er hin ó- nefnda eða ósagða forsenda með- höndlunarkenningarinnar. Þessi kenning leysir enga fram- sækna krafta úr læðingi. Sósíalísk hugmyndafræði sem ekki fjallar um það hvernig breyta skuli ríkjandi eignahlutföllum er ófullkomin. Þaö er auðvitað ágætt að vita að Springer-samsteypuna þyrfti að taka eignarnámi, en það er engu að síður nauðsynlegt að vita hver ætti að stýra fjölmiðlunum. Á það aö vera flokkurinn? Reynslan hefur kennt okkur að sú leið er ófær. Það er ef til vill engin tilviljun að (nýja) vinstrihreyfingin hefur látiö undir höfuð leggjast að rannsaka með- höndlunarsamhengiö í þeim lönd- um sem lúta sósíalískri stjórn. Meðhöndlunarkenningin er einn- ig notuð sem afsökun: með því að klifa á því hversu ofsafenginn og ó- svífinn andstæðing við sé að etja, er breitt yfir eigin veikleika og skort á innsæi bæði í umræðunni og áróðr- inum. Þegar áróöurinn leiðir svo til einangrunar í stað þess að orka sem hvatning til virkrar þátttöku, þá er það skýrt með því að við ofurefli fjölmiðla sé að stríða. Kenningin um þrúgandi eða sefjandi umburöar- lyndi (repressive tolerance) hefur einnig verið rædd meðal vinstri- manna. Þrátt fyrir aö höfundur kenningarinnar hafi sett hana mjög skýrt og greinilega fram, hefur hún einnig oröiö, í ódíalíktískri útþynn- ingu, að uppgjafarkenningu.1) (...) Rafeindafjölmiðlar eru í eðli sínu andstæðir minnihlutahópum, sem er enn ein ástæöan til þess að (nýja) vinstrihreyfingin stendur ráðvillt andspænis þeim að svo miklu leyti sem hún neitar aö gagnrýna og draga lærdóma af sinni eigin hefð og sögu. Krafan um skýrt skil- greinda ,,línu“ og um að komið verði í veg fyrir „villur" er tímaskekkja og þjónar þeim tilgangi einum að tryggja vinstrihreyfingunni þægi- lega öryggistilfinningu. Hún leiðir af sér órökréttar hreinsanir, brott- rekstur og myndun flokksbrota og veikir þannig stöðu hreyfingarinnar í stað þess aó styrkja hana meö framsæknum umræöum. Þessi andstaða og hræðsla við fjölmiðla magnast enn vegna ýmissa þjóðmenningarlegra þátta, sem verka ómeðvitað og skýra verður í Ijósi félagslegrar sögu vinstrihreyf- ingar vorra tíma, þ. e. í Ijósi borg- aralegs stéttaruppruna hennar. Það virðist einmitt oft á tíðum vera hið framsækna eðli fjölmiðlanna sem veldur því að þeir eru álitnir hættu- legir: þeir skekja í fyrsta sinn sjálfar undirstöður hinnar borgaralegu há- menningar ( og þar með sérréttindi borgaralegrar menntastéttar) og það langtum rækilegar en nokkur sjálfsrýni menntastéttarinnar væri megnug. I hatri nýju vinstrihreyfing- arinnar á fjölmiðlum birtist enn á ný — en nú með skikkju framsækninn- ar á herðum — gamla borgaralega hræðslan við „hópsálina" og „hjörðina", og um leiö hin gamla borgaralega eftirsjá að aðstæðum eins og þær voru fyrir iðnbyltinguna. Allt frá fyrstu dögum stúdenta- byltingarinnar, á tímum The Free Speech Movement í Berkeley, hefur tölvan verið eftirlætisskotspónninn. Áhuginn á þriðja heiminum hefur oft og einatt verið af siðmenningar- fjandsamlegum rótum runninn, uppskorinn á menningarakri róm- antíkur og afturhalds. Einkennandi fyrir frönsku maí-byltinguna í París 1968 var afturhvarf til framleiðslu- hátta miðalda. í stað þess aö leita til verkamanna fullkominna offsett- prentsmiðja, þrykktu stúdentar öll sín plaköt í handpressunum í Ecole des Beaux Arts (Listaskólinn). Hin skáldlegu ávörp þeirra voru hand- máluð; með stenslum hefði verið hægt aö dreifa þeim vítt og breitt en það hefði sjálfsagt hamlað skapandi hugmyndaflugi höfundanna. Her- fræðilega skynsamleg vinnubrögö létu á sér standa: það var ekki út- varpið heldur hið sögufræga Odeon-leikhús sem uppreistarfólkiö hertók. Á bak við þessa hræðslu við að koma nálægt fjölmiðlum leynist ó- mæld aðdáun sem fjölmiölunar- tæknin vekur með vinstrihreyfingum stórborganna. í fyrsta lagi hyllast félagarnir til að nota úrelt útbreiðslu- form og gamaldags handverk í stað þess að færa sér í nyt mótsetning- arnar milli núverandi notkunar fjöl- miðlanna og byltingarsinnaðra möguleika þeirra; í annan stað geta þeir ekki flúið framleiðslu og inn- rætingu vitundariðnaðarins. Afleið- ingar þessa birtast á huglægan hátt í því að hver og einn skiptir tíma sínum annars vegar í stjórnmála- starf — sem hefur á sér púrítanskt yfirbragð — og í „frítíma" hins veg- ar. Hlutlægt birtast þær í skiptingu fólks í pólitískt framtakssama hópa og súbkúltúrhópa sem sjaldnast eru hvort tveggja í senn. Vinstrihreyfingin í Vestur-Evrópu stendur fyrir útgáfu tímarita sem hafa sérstöðu hvað varðar mál, form og innihald og eru einkum ætluð skoðanasystkinum. Þessi bréfa- og tilkynningablöð reiða sig á áskriftir og útbreiðslutækni sem svara til þróunarstigs tækninnar um alda- mótin 1900; hér er það augljóslega Iskra sem er fyrirmyndin.2> Flestir þeirra sem aö útgáfu þessara tíma- rita standa, hlusta sennilega á Roll- ing Stones, horfa á stríð og verkföll í sjónvarþinu og fara í bíó að sjá vestra eða Godard. Það er aðeins í starfi sínu við útgáfu tímarita og blaða að þeir gleyma öllu þessu og hengja í greiningum sínum gervallt fjölmiðlasviðið á einn snaga sem þeir nefna: meöhöndlun. Þeir þora ekki að stíga fæti inn á þetta svið af ótta við að verða sjálfir hluti af því. Þessi ótti er ástæðulaus. Jafnframt dylur hann þá óvissu og þaö óöryggi sem orsaka hann. Hræðslan viö að verða gleyptur af kerfinu er veik- leikamerki; þá er um leið verið að gefa sér að kapítalisminn geti stað- ist allar mótsetningar, en það er sannfæring sem stenst engan veg- inn fræðilega og auðvelt er að hrekja með sagnfræðilegum rökum. Afskiptaleysi vinstri hreyfingar- innar af fjölmiölum leiðir hana inn í vítahring. Opinber menningarstarf- semi af ýmsu tagi haslar sér hrað- fara völl í fjölmiðlun. Á þessum vett- vangi er að finna meiri skilning á tæknilegum og fagurfræðilegum möguleikum hljómplötunnar, mynd- 52 SVART Á HVÍTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.