Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 50

Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 50
Áhorfendapróf Áhrif kvikmyndar á áhorfend- ur koma fyrst fram þegar hún hefur verið fullunnin. Þótt kvik- myndin sé fullunnin og tilbúin til sýninga, má gera vissar breyt- ingar eftir viðbrögðum áhorf- enda. Eins og áður segir prófa framleiðendur oft smekk áhorf- enda áður en endanleg gerð myndarinnar er sett á markað. Sé myndin byggð á leikriti, sem sýnt hefur verið er að vissu marki hægt að draga ályktun af við- brögóum leikhúsgesta. Tii þess aö prófa áhrifin af sprelli sínu og uppátækjum fóru Marxbræöur í sýningarferð áður en framleiðsla einnar myndar þeirra hófst. Þessi mynd ,,A Day at the Races" reyndist vera sú mynda þeirra sem mestar vinsældir hefur hlotið. Þekktasta aðferðin og sú sem jafnframt er mest notuð er áhorfendapróf. Það er kvikmyndasýning sem fer fram áður en að kvikmynd hefur verið auglýst. Er þetta gert til þess að prófa viðþrögð áhorfenda sem ekki hafa orðið fyrir áhrifum af blöðum og auglýsingum. Mynd- inni er síðan breytt eftir viö- brögðum áhorfenda ef þörf þyk- ir. Einnig hafa framleiðendur farið út í það að gera athugun á skoðunum fólks áður en fram- leiðsla hefst. Þetta á aöallega viö um hlutverk leikara og sýningar- form, allt til þess að tryggja sem mesta velgengni. Fylgivörur kvikmynda Kvikmyndaiðnaðurinn hefur yfir geysimiklu áróðurstæki að ráöa. Hann aðlagar þarfir áhorf- enda að framleiðslunni um leió og hann kemur í veg fyrir að þær breytist. Kvikmyndaauglýsingar fjölga neytendum og auka neyslu hvers neytenda. Óbeint orkar kvikmyndaiðnaðurinn sem áróður fyrir öðrum iönaöar- greinum. Kvikmynd getur t. d. leitt af sér tískustrauma, aukiö upplag bókar sem hún kann að byggja á og stuðlað að sölu tón- listar sem hún notar. Þessar fylgivörur eru í raun tekjuaukn- Pottþéttir brandarar: Marx bræður í „A Day at the Races". ing því þær auka eftirspurn eftir kvikmyndinni sem um er að ræða og á kvikmyndum yfirhöf- uð. Til dæmis þegar kvikmynd Walt Disneys ,,Mjallhvít“ sló í gegn voru veitt 147 leyfi frá framleiðslufyrirtækinu til þess að framleiða 2183 ólíkar vöru- tegundir, allar gerðar eftir per- sónum úr myndinni. Salan á þessum vörum lét ekki á sér standa. Mjallhvítarglös seldust í 16.5 milljónum eintaka, 2 mill- jónir af brúðum og 4 milljónir af dvergasápum. Kvikmyndin Mjallhvít mun á þennan hátt hafa aflað amerískum leikfangaiðn- aði rúmar tvær milljónir dala. Á meðan kvikmyndin var sýnd seldust sögurnar um Mjallhvít í meira en 20 milljónum eintaka. Einnig má nefna að bók Emilie Bronté, Wuthering Heights seld- ist í fleiri eintökum eftir kvik- myndatökuna en í þau 92 ár sem þá voru liðin frá frumútgáfu. Allt skal selja í réttri röð; ræmur selja varninginn: Filmur selja bækur, blöð, blöðin selja leiktöngin. (Úr Disneyrímum eftir Þórarin Eldjárn). 48 SVART A HVlTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.