Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 43

Svart á hvítu - 01.01.1979, Blaðsíða 43
einna best tekist aö framleiða myndir sem virðast samsvara þörfum fjöldans. Þessu marki er náð með því að leggja megin áherslu á afþreyingarþörfina, en forðast er að gera félagsleg, trúarleg, pólitísk mál og að nokkru leyti vandamál líðandi stundar að áberandi þætti. En í þau fáu skipti sem það er gert er þess gætt að umfjöllunin brjóti ekki í bága við þá tilbúnu mynd af þörfum fólksins sem fyrir hendi er. Skemmtikvikmyndin Sú staðreynd að kvikmyndin er gerð að skemmtiefni á rætur sínar að rekja til hinnar miklu samræmingar í smekk manna. Ein af undirstöóum auövalds- þjóðfélags er áhersla þess á einhliða þarfir því hún kallar á aukna neyslu. Það eru einkum fjölmiðlar nútímans eins og dag- blöð, útvarp og kvikmyndir sem hafa í ríkum mæli stutt einhæfn- ina í andlegum þörfum fólks. Til þess aö draga úr áhættu og tryggja söluna veróur kvik- myndaiðnaðurinn að koma til móts við ríkjandi hugarfar og þarfir áhorfenda. Það er gert með því að bera saman fjölda á- horfenda ýmissa kvikmynda mismunandi að efni, sem hafa verið gerðar á mismunandi hátt á löngu tímabili. I sérhverri kvik- mynd er reynt að höfða til marg- víslegra þarfa þar sem taka verður tillit til þess að þær breytast í tímans rás. Önnur leið til þess að draga úr áhættunni og auka sölumöguleikana er að flokka þarfir áhorfenda og búa til kvikmyndir sem eiga erindi til aðgreindra þjóðfélagshópa. Hér má telja kvikmyndir sem eru ein- göngu ætlaðar ,,æðri“ stéttum neytenda og gera meiri kröfur til áhorfenda sinna. Auk þess eru myndir sem höfða eingöngu til „lægri" stétta neytenda. Þær eru ódýrari í framleiðslu vegna þess að litlar kröfur eru gerðar til forms og inntaks þeirra. Víða er- lendis eru slíkar myndir aðeins sýndar í minniháttar kvikmynda- húsum sem oft eru sérhæfð í slíkum kvikmyndum. Stöðluð kvikmyndagerð Krafa framleiðenda um há- marksgróða leiðir til flokkunar og stöðlunar kvikmynda í ákveðnar gerðir og þannig er stefnt gegn allri listrænni dirfsku. Framleiðendur reyna að hagræöa kvikmyndaframleiðsl- unni á ýmsa vegu og fyrst ber að nefna skipulag á upptöku kvik- myndar. Hvert einstakt atriði er nákvæmlega skipulagt af sér- hæfðu starfsliði svo að upptaka geti gengið snurðulaust og fljótt fyrir sig. Einstök atriði eru ekki tekin í þeirri röð sem þau síðan birtast í kvikmyndinni fullgeróri. Þess í stað eru þau atriði tekin hvert á fætur öðru sem hafa sömu sviðsmyndir og leikara. Með þessari aðferð má spara bæði tíma og peninga. Einnig er hægt að gera framleiðsluna hagkvæmari með því að nota sama efni í margar mismunandi myndir. Þetta á við búninga, leikmuni, byggingar, landslag og jafnvel myndatökur sem setja má inn í ýmsar myndir. Stóru kvikmyndafélögin eiga safn filmubúta svo sem snjó, fjöll og vötn sem hægt er að fella inn í hvaða mynd sem er. Önnur að- ferð til sparnaðar er að nota bakgrunn sem þegar hefur verið kvikmyndaður í stað þess að taka nýja mynd utanhúss eöa byggja svið í stúdíói. Þessi að- ferð hefur einkum verið notuð við tökur úr bílum, lestum eða bát- um. Slík baksvið eru geymd á Charlle Chaplln I Núlímanum (1936); Chaplln myndlrnar hafa oft verlð teknar tll dæmis um myndir sem uppfylla kröfuna um almenna tilhöfðun. SVART Á HVlTU 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.