Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 42

Svart á hvítu - 01.01.1979, Síða 42
Al Jolson í hlutverki sínu í „The Jazz Singer" (1927) sem var fyrsta talmyndln sem sett var á markað. kvikmyndaiðnaðinum í Banda- ríkjunum, sem var afleiðing af því kreppuástandi sem fór í vöxt í heiminum. Milljónir manna urðu atvinnulausar, framleiðsla dróst saman og neysla minnk- aði. Fyrst var reynt að mæta þessari kreþþu kvikmyndaiðn- aðarins meó framleiðslu á stór- myndum og einnig var reynt að sýna tvær myndir í sömu dag- skrá. Leiðin út úr kreppunni reyndist hins vegar sú að taka upp hljóðmyndina. Hljóðkvik- mynd hafði lengi vel ekki verið neitttæknilegt vandamál, en það var ekki fyrr en Warner Brothers settu á markað kvikmynd sína ,,The Jazz Singer" að talkvik- myndinni var rudd braut sem markaðsvöru. Þar með hófst mikill slagur milli hljómtækja- framleiöenda. Til viðbótar fyrir- tækjum sem þegar störfuðu í samsteyþunni bættust síma-, rafmagns- og útvarpsframleið- endur. Þannig tengdist kvik- myndaiðnaöurinn sterkasta fjár- málavaldi Bandaríkjanna enn traustari böndum. Bak vió Ame- rican Telephone and Telegraph Co. stóð Morgan samsteypan og Rockefeller stjórnaði Chase Manhattan Bank og Radio Cor- poration of America frá 1930. Flestir stóru bankarnir sem veittu fé til kvikmyndaframleiðsl- unnar voru háöir þessum tveim voldugustu auðmönnum Bandaríkjanna. Stjórn þeirra á kvikmyndaiðnaðinum var tví- þætt, óbeint með einkaleyfum í hljómtækjaiðnaöinum og beint með fjárstreymi til kvikmynda- iðnaðarins. Þar með var sam- keppni í kvikmyndaiðnaði Bandaríkjanna bundin við þessi tvö voldugustu fjármálaöfl landsins og kvikmyndarisafé- lögin níu höfðu framleiðsluna, dreifinguna og sýningaraðstöð- una á sínum snærum. Amerísku risafélögin geröu ítrekaðar til- raunir til að sölsa undir sig kvik- myndaiðnaðinn í öðrum löndum og tókst það að miklu leyti í Bretlandi og víðar, en í Þýska- landi voru iðnaðarfyrirtæki fær um að framleiða eigin hljómtæki fyrir kvikmyndaiðnað sinn og al- mennt varð tilkoma hljóömynd- arinnar til þess aö lyfta undir þjóðlega kvikmyndagerð í flest- um löndum Evrópu vegna þess að þaö var mikilvægt að talið væri á tungu viðkomandi þjóðar. Auk hljóðmyndarinnar var farið að framleiða kvikmyndir í lit 1935—36 og leiddi það enn til hækkunar á kostnaði viö kvik- myndagerð. Á tímabilinu 1932—1940 tvöfaldaðist fram- leiðslukostnaður kvikmynda. Milljón dollara kvikmyndir voru engin undantekning lengur. 1937 var talið besta ár kvik- myndaiðnaðarins en eftir það hættir aðsókn að aukast og út- flutningur amerískra kvikmynda dróst verulega saman vegna styrjaldarinnar. Síðar átti aðsókn enn eftir að minnka m. a. vegna tilkomu sjónvarpsins. Kvikmyndaframleiðslan Framleiðsla kvikmynda verður sífellt kostnaðarsamari. Mynd- irnar verða lengri, upptaka verður tímafrekari, tæknilegar umbætur koma til sögunnar og í samræmi við það eykst kostn- aður við uþþtökur. Aukinn kostnaður leiðir ekki alltaf til þess að kvikmyndin seljist betur. Það getur jafnvel leitt til hins gagnstæða. Vegna þessarar ó- vissu í kvikmyndaframieiðslu er hún sérlega áhættusöm. í þró- aðri kaþítalískri kvikmyndagerð er því mikilvægt að draga sem mest úr allri áhættu. Þess vegna er leitað eftir hagkvæmum fram- leiðsluleiðum án þess að draga úr sölumöguleikum? Ákjósanlegustu kvikmynda- áhrif sem framleiðendur leita eftir eru almenn tilhöföun þ. e. a. s. að sem flestir neytendur geti meðtekið kvikmyndina. Ameríski kvikmyndaframleiöandinn Walt- er Wagner hefur útskýrt þetta á eftirfarandi hátt: „Kvikmyndir verða aö höfða jafnt til fólks á öllum aldri, af öllum kynþáttum, trúarbrögöum, þjóðernum og stjórnmálaskoðunum". Þessi ummæli gefa í grófum dráttum rétta mynd af ríkjandi viðhorfum í kvikmyndaframleiðslunni, eink- um hvað varðar bandarískar myndir. Þó eru mjög fáar kvik- myndir sem uppfylla kröfuna um almenna tilhöfðun, Charlie Chaplin og Walt Disney eru einkum nefndir í þessu sam- hengi. Bandaríkjamönnum hefur 40 SVART A HVlTU

x

Svart á hvítu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.