Birtingur - 01.12.1955, Side 3

Birtingur - 01.12.1955, Side 3
B J O R N T H. BJORNSSON: iSLENZK ÞJÓÐLIST Hugleiðingar vegna sýningar Kjarvals. Og nú hefur huliðsveröldum Kjarvals aft- ur verið tvístrað. Hvít hulduskipin hafa siglt burt og eru komin yfir sóffann sinn heima, grannir draumsveinar hafa verið hrifsaðir frá sínum unnustum og eiga nú ekki lengur við þær hljóðskraf á nóttum; hrikaslagur og æv- intýr fá nú ekki lengur að fléttast saman í það sanna Islandslag. Böng eignarréttarins hefur glumið yfir þessum töfurheimi, og því er nú myndunum staflað á bíltrog og keyrt út og suður eins og sendigóssi úr búð. Vonandi verður einhverntíma hlálegt til þess að hugsa, að beztu menningarverðmæti þjóðar hafi ver- ið föl fyrir peninga, einkaeign líkt og loðkápa eða göngustafur. En við þessu er ekkert að segja; mönnum þykir vænt um myndir sínar og hafa borgað fyrir þær. Og við, þessi tutt- ugu og fimm þúsund, sem vorum líka búin að taka við þær ástfóstri, við verðum að láta okkur nægja sundurleit brot yndislegrar minningar, sem við fáum kannski aldrei raðað saman í heilt. Einhver sterkust minning mín frá sýn- ingu Kjarvals er tengd við næturmynd frá Þingvöllum. Allt er hljótt; jörðin andar í höfgum sælusvefni undir morgun. Værðin er dimmblá og draumslungin, gjáreggjarnar hafa sljóvgazt undir voðfelldri ábreiðu nætur. Það er enginn fugl byrjaður að kvaka. En við bringu Skjaldbreiðs er náttfölur dagur rétt aðeins farinn að strjúka svefninn af austustu hnúkum. Og einhversstaðar dýpst í blárri nóttinni er ein mennsk vera, alein í þessu ríki frumaldarnáttúru. Það er skáldið; það sér og hlustar fyrir okkur öll. Ljóðföng þess eru líka úr ríki jarðar, lín úr akri, svart úr koluðum jarðskorpum skógaaldar, blátt úr bergi, gult úr leir. Höndin er orðin hrjúf af veðri og jörð, og hún mundar pentstafinn jafn örugglega og fyrsti landnemi þessarar auðnar sinn stýrisvöl. Stundirnar þokast fram með hægum og þungum litaskiptum, svörtu bregður í blátt, indígó í lit purpura; hæðir sem leyndu á sér taka á sig form, köld augu dagsins horfa opin af austurfjöllum. I sama mund sem sólin hleypir færleikum sínum út á himininn, hefur skáld okkar þrætt dimmbláa perlu sína, slípaða í þögn næturinnar, á menjaband Is- lands. Okkur hefur fæðzt dýrgripur, okkur öllum, jafnt þeim sem eignazt hafa peninga og okk- ur sem láðst hefur að gera það; öllum kom- andi kynslóðum Islands og hverju einasta mannsbarni þeirra á meðal. Og nú hefur þessari dimmeygu noktúrnu okkar verið keyrt út, skilað. Ef til vill á hún ekki annað hlutverk en þekja ferhyrndan blett á upplituðum stofuvegg, kannski er hennar vel gætt, kannski illa. Við höfum ekki 1

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.