Birtingur - 01.12.1955, Side 6
bráðabirgða, — og ríkir bubbar, sem höfðu
meira framtak en landsstjórnin, fóru að láta
tæta í sundur Laugarásinn til að geta byggt
þar fín hús. Með hverju árinu krökkti meira
á hæðinni fallegu, miðsvæðið niður að Þvotta-
laugum þrengdist, svo ég hélt að ekki ætlaði
að verða þar Guddusund eftirskilið. En allt í
einu gerðust þau undrin sem sjaldgæf eru í
skipulagsmálum Rvíkur; einhver sýnileg-
ur eldklerkur (e.t.v. Jón heitinn Steingríms-
son í gerfi skipulagsstjóra) brá upp hendinni
og sagði hingað og ekki lengra! Daglega leit
ég upp í holtið og sá mér til endurtekinnar
furðu að ræman niður mitt holtið var enn
ótætt. Breidd hennar er raunar ekki ýkja
mikil, en hún gæti orðið þeim mun lengri,
og er því enn ráð að efna hugmyndina ef vilji
er til.
Enda þótt þessi hugmynd hafi vaknað og
sótt fast að mér, meðan ég fylgdist með
hinni gífurlegu aðsókn að Kjarvalssýning-
unni, mundi ég þó varla hafa hreyft henni
hér, nema vegna þess að annað hefur komið
til, sem gerir hana að brennandi dægurmáli
og kallar á fylgd allra listunnandi manna.
Þau góðu tíðindi hafa gerzt, að sett hefur
verið niður nefnd skipuð garðyrkjumönnum,
garðaarkitekt, grasafræðingi og húsameist-
ara, og er tilgangur hennar sá að velja fram-
tíðarsvæði undir bótaniskan garð, Gróður-
garð Reykjavíkur. Hef ég fyrir satt að at-
hygli allra þessara manna hafi beinzt að ein-
um og sama stað; ræmunni niður af Laugar-
ásnum og þvert yfir dalinn. Telja þeir hann
betur fallinn en nokkurn annan stað í landi
Reykjavíkur til fjölbreytilegs gróðurs, svo
margskrúðugs, að þar megi rækta allt frá ís-
lenzkum heiðarjurtum til suðræns hitabeltis-
gróðurs með tilstyrk jarðhitans. Holt, móar,
valllendi, mýri tekur þar hvað við af öðru,
þverskurður allra gróðurskilyrða á Islandi.
Að sjálfsögðu mundi framkvæmd þessa leiða
af sér ýmsa breytingu eldri skipulagningar,
t. d. yrði Laugarásvegurinn annaðhvort að
fara undir svæðið um jarðgöng eða yfir það
niðri í mýrinni.
Þegar ég heyrði þessa gleðifrétt, að nefnd-
in hefði verið sett á laggirnar og þegar ein-
huga, sá ég allt í einu loftkastalann dala og
setjast á jörðina: Þjóðlistasafn uppi í ásn-
um, lága og fallega byggingu, og höggmynd-
irnar síðan dreifa sér niður eftir slakkanum,
umslungnar margvíslegum gróðri. Hér fall-
ast tvær hugmyndir í faðma, og get ég ekki
betur séð en þær séu hvor annarri til styrks
og prýði.
Hér reynir því á samheldni listamanna
meir en nokkurntíma fyrr. Hér reynir á at-
fylgi allra þeirra sem unna íslenzkri mynd-
list góðrar aðbúðar og framþróunar. Hér
gefst lag; nú er okkar að grípa það og koma
stóru máli í 'höfn.
Við opinbera valdhafa vil ég segja þetta,
skyldi einhver slíkur lesa þessa grein: Hafi
ykkur hingað til þótt skorta umboð til þess
að verja fé alþjóðar í byggingu Þjóðlista-
safns, þá hefur ykkur nú verið fengið það
umboð rækilega í hendur. Þær tuttugu og
fimm þúsundir manna sem sóttu Kjarvals-
sýninguna hafa veitt ykkur það. Sennilega
hafa engin menningaryfirvöld nokkurrar
þjóðar fengið jafn skýlausa bendingu.
Tækist okkur nú að hrinda þessu máli fram
með einhug og samheldni, þá gætum við
þótzt eiga það skilið að njóta slíks manns
eins og Jóhannesar Kjarvals.
4