Birtingur - 01.12.1955, Side 16

Birtingur - 01.12.1955, Side 16
ar riða og skógareldar geysast uppeftir f jalls- hlíðunum. Hann lítur á fólkið sem hlekkjamenn eða verur, er heyja óljósa baráttu flækt- ar í net rangsnúinna þjóðfé- lagshátta: að baki lognmoll- unni leynist upprunalegur styrkur, frumkraftur sem skyndilega getur brotizt fram sem uppreisn nútímamanns gegn úreltum hugmyndum. Moravia hóf feril sinn sem furðulega þrosk- aður sálrýnir, síðar einkenndist skáldskapur hans um skeið af súrrealistisku hugarflugi og pólitísku líkingamáli, er náði hámarki í „Sogni del pigro“. Jafnhliða traustbyggðum smásögum um ástir og líf unglinga á gelgju- skeiði hefur hann ritað yfirgripsmiklar skáld- sögur, þar sem hann leggur mesta rækt við sálfræðilegar siðferðislýsingar, enda þótt ekki sé örgrannt um að hann sé einnig á hnotskógi eftir almenningshylli. Einkenni Moravia eru snögg skipti frosts og funa, alvarlegra athug- ana og háðshneigðar. Hann hefur skapað eins konar klassíska nútímastefnu fasta í reip- um, rökvíslega byggða og glæsta í sniðum. Hjá Moravia verður tæplega vart neinnar löngunar til að vera annað en slyngur mála- fylgju- og sagnamaður. Hann vill vera óháð- ur athugandi og er ófús að draga félagslegar eða pólitískar ályktanir af því sem hann sér. Amerísk áhrif sem vart hefur orðið í ítölsk- um bókmenntum síðan á árunum 1920—1930 hafa sett meiri svip á stíl höfunda en skiln- ing þeirra á viðfangsefninu. Hjá höfundum eins og Pavese og Vittorini birtast þessi áhrif í hugmyndaríku samblandi mikils raunsæis og heillandi ljóðlistar. Tökum til dæmis Con- versazionc in Sicilia eftir Vittorini: ferð um lönd, tíma og örlagaheima, þar sem ávextir og andlitin eru eins skýrt dregin og verða má, en sífellt skipt um útsýn af mikilli hugkvæmni. Coccioli líkist Kafka bæði í lifandi skynjun sinni á hinum andstæðu öflum í tilverunni og eins því, að hann leitast við að bera mótlætið með kristilegu þolgæði ög vísvitandi auð- sveipni. Levi hefur hins vegar valið leið mót- mæla og uppreisnar, hið sama má að nokkru leyti segja um Silone. Þeir f jalla báðir um fé- lagsleg viðfangsefni og umbúðalausara en al- mennt tíðkast á Italíu nú á dögum. Levi skrif- ar um eymd fátækrahverfanna og þysmikinn múg stórborganna og lýsir jafn glögglega lífskrafti alþýðunnar og vonbrigðum manna yfir sinnuleysi stjórnarvald- anna að bæta úr ófremdar- ástandinu eftir stríðið. Silone — flóttamaðurinn sem sneri heim — er og verður hálf- gerður útlendingur í ætt- landi sínu, hikandi bæði í list og stjórnmálum, veikur fyrir freistingum kristin- dómsins. Verk Levis og Silones bera nokkurn keim þeirrar raunsæisstefnu, sem ítalskar kvikm. hafa orðið frægar fyrir, en hennar gætir næsta lítið hjá öðrum meiriháttar rithöf. ítölskum. Þótt katólska og komúnismi togist fast á í ítölskum stjórnmálum, verður þess lítið sem ekki vart í verk- am skáldanna. Það er augsýni- lega vegna þess, að skáldin eru nógu miklir listamenn til að láta hið skapandi ímynd- unarafl hafa taumhald á jafn- vel áleitnustu hversdags- vandamálum og ströngustu flokksskyldum. Þótt Suðurameríka skiptist í mörg lýðveldi, er hún menningarleg heild með sameiginlegt eða náskyld tungumál. Flest lýðveldanna eiga kjarnmiklar bókmenntir, sérstaklega auðuga Bontempelli Moravia 14

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.