Birtingur - 01.12.1955, Side 17

Birtingur - 01.12.1955, Side 17
og þroskaða ljóðlist. 1 Suðurameríku hafa bókmenntirnar lengi svarið sig í ætt við bók- menntir frakka og ítala, en fjallað þó um mjög sérstæð efni á sjálfstæðan hátt. Einkum eftir sigur fasismans á Spáni hefur tekið að kveða að verkum spænskumælandi höfunda í lýðveldunum handan hafsins. 1 Suðurameríku eru kostulegar andstæður: nýtízku stórborgir og hálf- eða algerðar hita- beltisauðnir; siðmenning á háu stigi við strendurnar, lítt könnuð landsvæði efra; fá- menn menntastétt og fjölmennur öreigalýð- ur, sem vart er læs né skrifandi; hálfgert ný- lendusnið á hagnýtingu náttúruauðlindanna (sem eru að miklu leyti í höndum erlendra aðila) og vísir að lýðræðislegri skipan í stjórnmálum, fjárhags- og félagsmálum. Til- finnanlegust er ágengni Bandaríkja, kverkatak þeirra á efnahagslífinu og stjórn- málaítök sem því fylgja. Hinar fjölmörgu byltingar eru (að því leyti sem ekki er um að ræða hreina valdastreitu innlendra aðila) oftast raunalega vanmáttugar tilraunir til að efla sjálfstæði þjóðanna og hindra gróða- makk innlendra og erlendra f járplógsmanna. Bókmenntirnar láta mjög til sín taka í þessari baráttu, sem er jafnframt átök tveggja ó- sættanlegra menningarhátta, og rithöfund- arnir eru alltaf málsvarar alþýðu gegn yfir- stéttinni. Þetta er skýringin á því hve rauð- litar bókmenntirnar oft eru: það er mótleik- ur gegn hinum bandaríska kapítalisma. Ljóðlistin í Suðurameríku hefur lengi stefnt mjög í ný- tízkuhorf. Hún er farin að bera af bandarískri ljóðlist að gildi og áhrifum. Einkum hefur Chile alið óviðjafnan- lega brautryð jendur í ljóðlist: tilfinningaskáldið Gabriele Mistral, byltingarsinnann Pablo Neruda, „alheims- myndasmiðinn“ Huidobro og hinn marxiska spámann Pablo de Roltha, svo aðeins só minnzt á þá merkustu. Neruda — jafnoki García Lorca að dýpt og enn víðfeðmari — hóf ungur að yrkja í anda súrrealismans, en á persónulegan hátt og sérstæðu táknmáli. Hann yrkir af ástríðu- þunga um dauðann sem vofir yfir mönnun- um, þjóðfélaginu, já jafnvel hlutumun. Þetta var á forbyltingarskeiði hans, tíma hinna óvirku ástríðna, áður en hann fór að líta á ljóð sín sem merki um sjúkleika kapítalism- ans. Síðar skipaði hann sér í fylkingarbrjóst byltingarskálda og tók að yrkja sögukvæði eins og t. d. hið volduga verk „Canto Gen- eral“, þar sem hann kveður um allt megin- landið, landfræði þess, sögu og þjóðfélagsátök. Sár lífsreynsla, svo sem útlegð hans vegna ofsókna fasista, hefur kveikt hjá Neruda eld- heita trú sem þekkir engar efasemdir. Hann lítur á kommúnismann — sem í Bandaríkj- um er fordæmdur og ofsóttur — sem einu von Ameríku, það afl er muni sameina og leysa þjóðir alls meginlandsins, frá Chile til Alaska, undan hvers konar áþján. Enginn ber brigður á það, að hann hafi haldið einurð sinni og sjálfstæði í listinni. I hinni umfangs- miklu ljóðlist hans sameinast fágaðar ytri nákvæmnislýsingar innri tilfinningu fyrir úthafslegri ólgu mannlífsins. Það er Neruda sem lætur skáldskapinn vera Ijós á jörðu, svo að glögglega má sjá í björtu skini þess þátt náttúruauðlindanna og hins vinnandi fjölda í voldugustu átökum aldarinnar. Hinn nýlátni Huidobro var takmarkaðri þrátt fyrir mikið hugarflug. Hann yrkir eins umbúðalaust og hugsazt getur, og orðin streyma létt og leikandi. Hann lagði rækt við barnalegan tjáningarmáta, var í senn gáska- fullur og hátíðlegur, hjarðpípa í fjöllunum. í mjög einkalegum heimi, þar sem skammt er milli stjörnu og fisks, eldfjalls og vindils, 15

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.