Birtingur - 01.12.1955, Page 19

Birtingur - 01.12.1955, Page 19
að stíga skrefið til fulls. Þær bera vitni þverr- andi lífsfjöri, ótta við raunir þær, sem um- skiptin kynnu að hafa í för með sér, og hætt- urnar framundan. Hversu mjög sem maður aðhyllist framsækinn og jákvæðan skáld- skap, verður maður að horfast í augu við að oft skortir forsendur fyrir honum: skáldin eru venjulega ekki nógu nátengd þeim þjóð- félagsöflum, hinum ungu stéttum sem eru til þess kallaðar að framkvæma breytingarn- ar. Þessi ritgerð grundvallast á þeirri skoðun, að skáldið sé framfaraafl í þjóðfélaginu, virk- ur þátttakandi í mótun þess. Mennirnir og þjóðfélagið eru sein, treg og hikandi við að semja sig að breytingum þeim sem þróun framleiðsluháttanna veldur á högum almenn- ings. Vegna sérgáfu skáldsins er hægt að líta á það sem tæki til að skynja og tjá þess- ar breytingar lífsháttanna, staðfesta þær, flýta fyrir þeim, opna augu fólks. Skáldið er jafn sérfrótt og þroskað á sínu sviði og hinn færasti vísindamaður og á rétt á að fara sín- ar eigin götur án þess að hægt sé að kref jast þess, að verk þess séu auðskilin almenningi. Það er hlutverk skáldsins að tjá ekki aðeins allt sem einkennir það sérstaklega, heldur einnig megineinkenni þjóðfélagsins á hverj- um tíma. Þess vegna verður það að kynnast kjörum mannsins (helzt einnig í merkingunni mannkynsins) ekki aðeins sem áhorfandi eða ljósmyndari, lieldur af eigin raun: sem hluti lifandi heildar. Tveggja andstæðra skoðana gætir á hlut- verki bókmenntanna. Harðsvíruðustu for- mælendur annarrar eru sovétrússneskir sós- íalrealistar. Helztu talsmenn hinnar er að finna í hópi fagurhyggjumanna sem hafa að kjörorði „new criticism“. Hinir fyrrnefndu líta á bókmenntirnar sem vopn í þjóðfélags- baráttunni og viðurkenna ekki að listaverkið hafi neitt gildi í sjálfu sér. Hinir líta á hvert skáldverk sem sjálfstætt fyrirbæri óháð öll- um forsendum. Milli þessara tveggja við- horfa er að því er virðist óbrúanlegt djúp. En andstæðurnar hvíla á hæpnum rökum, þar eð óhjákvæmilega verður að telja sér- hvert skáldverk bæði sjálfstætt og öðru háð: sjálfstætt sem einstaklingsverk er lýtur sín- um lögum, en ósjálfstætt að því leyti sem það er hlekkur í félagslegri keðju. Algert frelsi mundi leiða af «ér tómleika og algjör undir- gefni verða til þess að bókmenntirnar týndu sér sjálfar. J.Ó.E.B. ’ 17

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.