Birtingur - 01.12.1955, Page 20

Birtingur - 01.12.1955, Page 20
R . H . WILENSKI: Agrip af evrópskri listasögu Ætlunin er að birta í áföngum hér í ritinu stutta listasögu eftir R. H. Wilenski, og er þetta fyrsti kafli hennar. u J i. 1. Ef farið cr til Les Eyzies skammt frá Perigueux í Suður- frakklandi, og klifin fjallshlið nokkur þar í grenncl, hitta mcnn fyrir gamla konn við hellismunna í berginu. Gamla konan fylgir komumönnnm niður í göng sent ertt á að gizka 500 metra löng. Það cr Iia‘gt að teygja sig á milli veggja og upp í loft. Göngin víkka og þrengjast til skiptis. Á einum stað verða mcnn að skríða hálfbognir gegnum rauf. Gamla konan lieldur á vasaljósi og sýnir mönnum claufar útlfnur uxamynda sem höggnar hafa verið í vegg- inn, einnig leifar af rauðgulum litarflötum. Myndir þcssar og aðrar svipaðar af uxum og breindýr- um, sem forfeður mannsins hafa höggvið og málað í hella og jarðgöng í Dordognc í Suðurfrakklandi og á Norðurspáni, eru elztu leifar myndlistar sem nú ertt kunnar. Uxamyndirnar frá Les Eyzies ftindust fyrir um það bil 65 árum. Á þeim tfmum þóttu þær undraverðar einkum fyrir þá sök að þær voru gerðar við Ijós frá blysum í licll- isgöngum og þeir forfeður mannsins, sem gerðu þessar Mynd af hreindýrum úr hellinum i Les Eyzies. „Nútíma listamaður dregur upp dýramyndir sinar við til- tölulega örugg og [xvgileg skilyrði — Mxudin er eftir Edvard Munch. myndir ktinnu að öllum líkindum ekki að tala og voru að sögn jarðfræðinga uppi fyrir 37.000 til 100.000 árum. En að minnsta kosti í Englancli voru þær ekki talclar „vcl teiknað- ar“, af því að þá var tfzka þar að teikna natúralistískt í lík- ingu við dýramyndir Landseer. Nú á dögum eru clýra- myndir áþekkar hellamyndunum frá Les Eyzies hins vcgar í tízku, og þess vcgna cru þær nú sagðar „frábærlega vel gcrðar". En hinar fornu myndir og nútfma teikningar af dýrum ertt með öllu ósambærilegar. Þær eru itnnar við gjörólfk skilyrði og þess vegna mjög óskildar að eðli, jiótt á ytra borði geti jxcr virzt líkar. Nútíma listamaður dregur upp dýramyndir sínar við tiltölulega örugg og jiægileg skilyrði. Venjulcga skoðar hann dýrin í dýragörðum, jiar scm liann á ekkert á hættu. Skapendur hinna forsögulegu mynda lifðtt hinsvegar í svo költlu loftslagi að jiað nálgaðisl heimskautaloftslag, þvf hálf Evrópa var ísiþakin á Jicim tímum. Þeir bjuggu sér hæli í hellurn, höfðu engin jxcg- indi, lifðu í algjöru öryggisleysi, sífelldum ótta. List jieirra er að einhverju leyti f ælt við galdttr, ein af lífsnauðsynj- uni þeirra. Við vitum jió ekki með vissu hver tilgangur jiessara mynda var. Ef til vill vortt þetta galdrarúnir, ristar til að tryggja góða vciði og bægja hungurótlanum frá, kannski var tilgangurinn allur annar. Við fáum ekki að vita, hvað frummanninum bjó í liuga. En ég tel full- vist, að hllgsanagangur hans hafi verið gjöróllkur luigs- unarhætti nútímalistamanns sem áhyggjulítill rissar myndir í dýragörðum. 18

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.