Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 27

Birtingur - 01.12.1955, Blaðsíða 27
bóksalana sagt, þeir verða að teljast menntaðir menn og hafa til að bera bókmenntavit, eða a. m. k. verður að ætla þeim það, og vita því vel hvað þeir eru að gera, auk þess sem þeir falla fyrir mun minni freistingu en útgefendur, því að gróði þeirra er ekki nema lítilfjörlegur vasapeningur miðað við gróða útgefenda og sama máli gegnir um prentsmiðju- eigendur. Væru það góð skipti að losna við svona lýð og fá í staðinn jafn marga þjófa, jafnvel alia þjófa íslands frá landnámstíð, því að yfir slíka menn ná lög, tjón þeirra má bæta, og það er hægt að gera þá óskaðlega, en útgefendur og bóksalar leika lausum hala og stunda mannskemmdir sínar óáreittir í skjóli prentfrelsislaganna. Það kann að vera að bóksalar fylgi þeirri reglu varðandi bóka- markaðinn að selja allt ritað mál, hverju nafni sem það nefnist, en undantekningu átti að gera hvað snerti glæparitin og hefði mátt gera Von sem með einni samþykkt í bóksalafélag- brást inu, ef vilji hefði verið fyrir hendi; hefði félagið með slíkri samþykkt hlotið þökk allra sæmilegra manna. Slík samþykkt hefði að vísu ekki komið í veg fyrir útgáfu ritanna eða sölu þeirra á sjoppum og búlum, en hún hefði stimplað þau sínu rétta merki: sorprit — og þar með stuðlað að myndun almenningsálits gegn þeim. Hver voru svo hin ytri skilyrði sem æskunni voru búin til að verja tómstundum sínum og veita lífsgleði sinni útrás á mestu upp- Eldri kyn- gangstímum þjóðarinnar? Eldri slóðin sá kynslóðin sá henni fyrir drykkju- æskunni búlum og speglasjoppum — og þar fyrir búlum situr islenzka æskan í reykjarsvælu enn þann dag í dag lesandi glæpa- og klámrit, sjálfri sér til niðurdreps og þjóð sinni til háðungar. Með dýrum gilda óskráð lög, það náttúrulögmál sem hverri skepnu er í blóð borið og allt líf og öll framþróun byggist á: að gefa afkvæmi sínu að éta og vernda það fyrir hættum. íslend- Maðurinn ingar hafa gefið afkvæmum sínum — dýrið að éta, en þeir hafa ekki verndað þau. Það er að vísu meiri vandi að vera maður en dýr, en guð gaf manninum líka ýmis- legt fram yfir dýrin til að mæta þeim vandamis- mun, t. d. skarpari skilning. Þessi skilningur brást þó íslendingum þegar mest á reyndi. Islendingar vita að þegar sóttir geysa, þá þarf að gera gagnráðstafanir. Þeir skilja þetta vegna þess, að saga þeirra greinir frá mörgum sóttum og íslenzkt framlag til upþeldis œskunnar. ■>« i. hi.ir. »h SÖNN SAKA OG LÖCiRtGLDMAt .Í!Timarit um á r *! « Spfjpj é Nr. ; SANKAII t*Ak AMAl,A- OC tKyNIEöCttKCÍ.USÖCB. VIBtl (t. I þeir hafa sjálfir upplifað þær í æsku og þekkja þær. Skyldar ráðstafanir þarf auðvitað að gera þegar upplausn og menningarpestir geysa, Enginn en það skildu íslendingar ekki, vandi í tíð þetta voru óþekkt fyrirbrigði í tíð pabba og pabba og mömmu og afa og ömmu. mömmu Þá varð ekki betur hlúð að einu barni en að klæða það og gefa því að éta; þar með var vandinn leystur. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.