Birtingur - 01.12.1955, Side 28

Birtingur - 01.12.1955, Side 28
Það verður að játa að þessi viðbrögð voru mann- leg eins og í pottinn var búið, en þau voru jafn- framt röng og hættuleg eins og komið er á daginn, og sýpur nú þjóðin seyðið af andvaraleysi sínu og á eftir að kingja því rammara, ef Þá hjálpi að líkum lætur. Við höfum fyrir okkur guð okkur dæmin um hvernig stríðið lék þá er fullvaxta voru og full- mótaðir er það skall á, en eftir nokkur ár þoka þeir um set og stríðsæskan sjálf verður ráðandi afl í þjóðfélaginu — og þá fyrst er verulegra tíð- inda að vænta. En nú sjá allir hættuna og óhjá- kvæmilega vaknar þessi spurning: Eftir hverju er nú verið að bíða? ICIdri kynslóðin sá œskunni fyrir búlum. íslendingar geta þó ekki sagt, að þeir hafi ekki verið viðvaraðir. Fyrir nokkrum árum lifnaði hér hreyfing, er hafði það á stefnuskrá sinni að mæta breyttum kringumstæðum, að veita ungviðinu þá auknu vernd sem auknar hættur kröfðu. Hugmynd- in var æskulýðshöll, vettvangur heilbrigðra leikja og tómstundaiðju fyrir æskulýðinn, og þótt fram- kvæmd þessarar hugmyndar sé engan veginn ein- hlít lausn á æskulýðsvandamálinu, heldur einungis þáttur þess viðreisnarstarfs sem vinna þarf og gildur að vísu( þá reyndist hugmyndin nokkur prófsteinn á skilning manna á velferðarmálum æskunnar. En þá brást íslendingum skilningurirm, sem guð gaf þeim umfram dýrin, þeir skildu ekki hættuna, fordæmi var ekki til í sögunni. Um áhugaleysið hefur vafalaust ráðið nokkru sú sögu- lega staðreynd, að eldri kynslóðin ólst upp í sár- ustu fátækt, hafði rétt til hnífs og skeiðar og átti ekki kost neinnar menntunar að heitið gat, en þrotlaus eftirspurn eftir vinnuafli stríðs- og eftir- stríðsáranna veldur því hins vegar að yngri kyn- slóðin hefur fullar hendur fjár og á kost á öllu því sem eldri kynslóðin fór á mis við. Og þá standa upp menn mitt í glaumnum og segja, að þetta gangi ekki, æskuna vanti leikvang, það þurfi að byggja handa henni höll, æskulýðshöll. „Höll“ var óheppilegt orð. Eldri kynslóðin skellti við skollaeyrum, háðsglósur voru andsvar margra, algert áhugaleysi viðbrögð flestra, og sumir gáfu sér rétt tíma til að reka upp stór augu. Allir voru uppteknir við að græða peninga, enginn mátti vera að því að hugsa, og ungur og gamall stigu áfram hrunadansinn, hönd í hönd. Nú er aðgerðarleysið nefnilega ekki lengur mannlegt, nú cr það hneyksli og þjóðinni til stórrar vanvirðu. Og ef ekki verður nú farið að taka í tauniana, þá er ekki annað sýnt en að það sé fastur ásetningur landsmanna að láta það ráðast hvort land þeirra verður í framtíðinni menningarríki eða ein allsherjar stasssjón þjófa, siðleysingja og braskara. Hver eru Hver eru svo þau ráð er stemmt þau ráð? gætu stigu við öfugþróun undan- farinna ára? Þau eru vafalaust mörg og verkefni sérfróðra manna, en hér skal þó drep- ið á þau sem liggja í augum uppi: Að bölvun hersetunnar verði létt af landinu. Að koma kvikmyndahúsaeigendum bóka- og tímaritaútgefendum og bóksölum í skilning um að starf þeirra sé menningarlegs eðlis, ef ekki með fortölum, þá með lögum. Að barna- og miðskólar nýti til fulls þroska- og uppeldisgildi bókmenntanna, tónlistar og mögu- leika segulbandsins, að hæfustu menn verði látnir lesa á segulband ásamt skýringum allt það í bók- menntum okkar, fornum og nýjum, þýddu og frumsömdu, ljóð og prósa, sem uppeldisgildi hefur og er við hæfi barna. Þar sem því verður við kom- ið og höfundar eru góðir upplesarar færi vel á því að þeir læsu sjálfir upp úr verkum sínum og ávörpuðu þá börnin á undan lestrinum. Einar Ólafur Sveinsson væri sjálfkjörinn til að velja og lesa þá kafla úr fornsögunum sem vel væru til þess fallnir að hrífa börnin og glæða þjóðrækni þeirra og virðingu fyrir landi sínu og sögu, en þetta eru framkvæmdaratriði og verða ekki rædd 26

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.