Birtingur - 01.12.1955, Side 29
nánar. Jafnframt því að vera áhrifa-
Listin í þágn rík íslenzkukennsla yrði þetta
uppeldisins trygging fyrir því að þjóðin hlyti
þann bókmenntaþroska, sem hún á
annað borð er móttækileg fyrir, í stað þess að láta
undir höfuð leggjast eins og nú er gert, hvort hún
þroskast af lestri góðra bóka eða leggst í sorprit og
dregur dám af þeim. Þá ætti engin listsýning,
hverju nafni sem hún nefnist, að fara fram hjá
nemendum miðskóla og eldri bekkja barnaskól-
anna. Kennslu í almennum mannasiðum ætti einn-
ig að taka upp. Er slik kennsla mun brýnni nauð-
syn á Islandi en í öðrum löndum; veldur þar
áhrif stríðsins og svo hitt, að hér á landi hefur
ekki náð að þróast borgarmenning neitt í líkingu
við það sem gerist með öðrum þjóðum; sagnfræði-
lega séð breyttist Reykjavík úr bæ í borg á einni
nóttu og hefur aðlögun barna og fullorðinna að
þessum breyttu kringumstæðum verið svo sem efni
stóðu til — slæm, og er óþarfi að nefna dæmi.
Að hætta að níðast á saklausum börnum með
því að láta þau búa í heilsu- og sálarspillandi
húsnæði eins og bröggum. Sá sem horft hefur á
braggabarn roðna af blygðun þegar
Uppgans- það þarf að gefa upp heimilisfang
tímar — sitt eða drúpa höfði undan háð-
fleiri hreysi glósum skólasystkyna sinna, hann
fyrirgefur seint þeim mönnum sem
standa í vegi fyrir leiðréttingu á þessu ranglæti,
og gott má upplag þessara barna vera, ef þau
komast ekki í andstöðu við þjóðfélagið og gjalda
því einhverntíma líku líkt — einhver þeirra. Smíði
húsa yfir fólk á að haldast í hendur við þróunina
á öðrum sviðum. Hver ný fjárfesting hins opin-
bera er svívirða meðan nokkur manneskja býr í
hreysi. Slíkt háttarlag er sams konar fávitaháttur
og það tiltæki bónda til dæmis, sem undir því yf-
irskyni að hann sé að vinna fyrir börn sín eykur
í sífellu vélakost búsins og fjölgar útihúsum, en
skeytir engu þó að börnum hans fjölgi svo í íbúð-
arhúsinu að hluta þeirra sé byggt út og verði að
hírast árum saman í hundakofum hér og hvar á
jörðinni. Svona maður yrði sagður geggjaður —
og væri það.
Að reisa hús fyrir heilbrigða leiki og tóm-
stundaiðju æskulýðsins. Slíkt hús yrði að vera
staðsett í miðbænum og leiðir af
Lágmarks- sjálfu sér að það þyrfti að vera stór-
krafa hýsi. Það þarf að rúma stóra sali,
tennisvelli, skautasvell, smíðasali
fyrir pilta og listvefnaðarstofur fyrir stúlkur. Hús
sem þetta væri sjálfsagt að láta listamenn landsins
skreyta hátt og lágt, svo að það tæki fram glæsi-
legustu spillingarbælum og miða stærð þess og
rekstur við það, að fullorðnir hefðu einnig af því
not. Með slíku húsi væri einungis uppfyllt sú lág-
markskrafa, að heilbrigðri tómstundaiðju unglinga
sé gert jafn hátt undir höfði og hinni sýktu dægra-
styttingu.
Menn hafa brugðið fyrir sig hinum undarlegustu
,,röksemdum“ þegar velferðarmál æskulýðsins hafa
borið á góma: Æskan vex upp úr þessu, það hæf-
asta heldur velli o. s. frv.; hver heilskyggn maður
sá og sér að þetta eru firrur, og það
Peningar er hægt að sýna fram á það með
ekki til? ótal dæmum, en reynslan hefur
sannað það á svo ótvíræðan hátt, að
ekki verður um villst: Það eru sárafáir „hæfir“ á
þessum umbrotatímum; svo tröllsleg hafa umbrotin
verið í flestum sviðum mannlífsins síðustu ára-
tugina, að aðlögun manna hefur meira eða minna
lent í handaskolum, ekki aðeins á íslandi heldur
um heim allan. Eina viðbáran sem hugsast gæti
að menn bregði nú fyrir sig, er hinn gamalkunni
söngur, að peningar séu ekki til, það sé ekki hægt
i
Æskumafíur 1 þjónustu hersins á Keflavikurfluguelli.
27